Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 12
240 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hafi verið þar viðstaddir. Á sýninguna horfðu 2—3 þúsund manns og var talin fjölmennasta sýning, sem nokkurntíma hefði verið haldin í Drammen. Kvennflokkurinn sýndi fyrst og tókst ágætlega. Fagnaðarlæti áhorfenda voru óstjórnleg að lokinni sýningunni. Þá kom kvennflokkurinn frá Drammen, sýningin tókst mæta vel, en ekki komust þær í samjöfnuð við stúlkurnar okkar. Sýning okkar karl- mannanna tókst ágætlega. Fagnaðarlætin berg- máluðu um alla borgina. Að lokum kom karl- mannaflokkur Drammens fram. Að mínu áliti tók- um við þeim fram, þó að margir snillingar væru þeirra á meðal, því heildaráhrifin voru ekki nærri nógu góð hjá þeim. Strax á eftir sýningunni var stór veisla og dans. Ótal ágætar ræður haldnar fyrir minni íslands, fararstjórans og Björns Jakobssonar; leikfimisflokk- unum og kerfinu hælt á hvert reipi. Var meðal annars gefið í skyn að Norðmenn væru ekki alls- kostar á rjettri leið, og mætti mikið læra af sýn- ingum okkar. Bæri jafnvel að taka upp í norsku leikfimina meira eða minna úr íslensku leikfiminni. Var þar sérstaklega átt við kvennleikfimina. ]afn- framt sögðu þeir, að koma okkar þangað setti nýtt líf í leikfimina í Drammen og yrði þeim ógleymanleg. Og stórfenglegri móttöku og gestrisni Drammensbúa munum við heldur aldrei gleyma. Þrátt fyrir að margir áttu ótalað var staðið upp frá borðum og dansað. Drammarar eru laglegir og skemtilegir menn, sem gerðu ósvikna lukku hjá kvenfólkinu og þær ekki síður hjá þeim. Á milli dansanna voru þær út um hvippinn og hvappinn í »prívat«-bílum. Tvær ónefndar, sem geta gefið sig fram, ef þær óska að láta nafnanna getið, fóru með tveimur — »Guð,-hvað þeir-voru-sætir« — í prívat-Fordbíl, en urðu bensínlausar á miðri leið og komu ekki fyr en seint og síðar meir. Þetta er stórfenglegt ball! »Stemningin« er komin svo hátt að Hringur, sem við allir vitum hvað er prúður, beit á jaxlinn, stakk hringnum í buxnavasann og sagði: »Eg gir fanen í hele skiften* og dansaði Sharleston með öllum öngum. Dalakollur, með hvíta pappírshúfu á skakk á hausnum sifur með fjórum rutineruðum Moderne »selskabsdömum« og talar um rikling og hangikjöt. Sumir sjást alls ekki, og Fararstjórinn! — Nei, bílarnir eru komnir. Við ökum af stað, kvaddir með óstjórn- legum látum. í tugatali hengu þeir utan á bílun- um, og þegar við fórum út úr borginni, lágu þeir í hrúgum á götunum í Drammen. Kl. 41/2 um nóttina komum við heim á Hótel Standard í Osló, en ekki gat ég sofnað fyr en kl. 6V2, því um alt Hótelið bergmálaði: »Ó! Guð! var hann ekki sætur?« »Nei, má ég bara biðja um minn«. »Hvert ókst þú?« »Gréta! Dansaðir þú við þennan með hrokkna hárið og kartöflunefið?* Svo buðu þær góða nótt. Og altaf var þögnin rofin aftur og aftur: »Hilla, hugsaðu þér bara, hann ætlar að skrifa mér!« »Æ, góða, farðu nú að sofa!« »Ennþá byrjar hún!« Nokkrum mínútum seinna vekur fararstjórinn okkur. Við eigum að fara að skoða Folkemuseet. Frh. íþróttanámskeiðið. Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu, höfðu í. S. í. og U. M. F. í. í hyggju að halda íþróttanámskeið hér í vetur. En vegna þess hve fáar (8) umsóknir voru komnar, þegar umsóknar-fresturinn var útrunninn, sáu sam- böndin sér ekki fært að halda námskeiðið. En j síðan þessi ákvörðun var tekin hafa stjórn í. S. í. borist margar umsóknir. Þar sem hér er um að ræða mjög mikilsvert málefni, til eflingar líkams- menningu landsmanna, þá er mjög leitt hve menn eru seinir að ákveða sig; hefir nú farið svo, að þó sæmileg þátttaka fengist á þetta fyrirhugaða námsskeið þá'ferst það fyrir vegna þess, hve um- sóknirnar koma seint fram. Er þessa getið hér, svo að þeir, sem hafa í hyggju að sækja slík íþróttanámsskeið framvegis, muni eftir að gefa sig fram í tæka tíð, því eins og gefur að skilja, þurfa öll slík námskeið mikinn undirbúning, til þess að verulegt gagn geti orðið að þeim. (B.). Vöntun skýrslna. En verður þetta blað að fara án þess að flytja skýrslu um Allsherjarmótið og Meistaramótið, því að hvorugar þær skýrslur eru komnar. Sama er að segja um Álafosshlaupið og Hafnarfjarðarhlaupið. Frá hlaupunum hefði blaðið þó getað skýrt, skýrslulaust, ef því hefði verið boðið að vera viðstatt þau. Einnig er ófengin skýrsla um Tennismeistaramótið, en mynd af meistaranum er tilbúin.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.