Reykvíkingur - 06.12.1928, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 06.12.1928, Blaðsíða 2
794 REYKVÍKINGUft Æfmtýri á sviði framleiðslunnar, Baðmullariðnaður Englcndinga var áður frægui-, einkum pó iðnaðurinn í héruðum Lanca1 shire og Yorkshire í norðurhluta Englands. En undanfarin ár hefur hann staðið nokkuð höll- um fæti, og átt i vök að verj- ast gegn erlendri samkepni, bæði lieima í Englandi og erlendis. En nú hefur orðið sú breyting á högum ensku baðmullariðjuver- anna, að búist er við að á kom- andi sumri muni hann fyllilega geta staðist erlendu samkepnina heima í Englandi, en auk pess unnið aftur markað, sem hann var búinn að missa í hinum fjarlægari Austurlöndum (Rína, Austur-Indlandseyjuin o. s. frv.). Ný badmullarjurt. En pað sem gerir breyting- una, er ræktun nýrrar baðmull- arjurtar, sem nú er farið að rækta í Englandi, í suðaustur- hluta landsins, einkurn héruðun- um Essex og Sussex. Pessi rækt- un er svo mikil, að búist er við að í júlí að ári eigi baðmullar- iðnverin kost á að kaupa 3—4 milj. punda af baðinull. En verðið er fyrirfrain ákveðið með samningi, og er pað 55 aurar hvert enskt pund, en pað er um 80 aurura lægra en nú er gohlið fyrir pað, svo gróði baðmullar- verksmiðjanna er fyrirfram auð- sær. Pessi nýja baðmull er heldur grófari en liin eldri, en pað má vinna hana með öllurn sömu vél- um og hún er unnin með, án eins eyrir útgjalda til nýrra véla. Og pað er hægt að kemba hana sainan við tilbúið silki, við orma- silki og við u 11. Hún tekur ágæt- lega við lit, og peim inun betur en venjuleg baðmull, að ekki parf nema priðjung af litarefni til pess að lita hana. En af pví litarefni er dýrt, pá minkar petta mikið kostnaðinn við aö vinna pessa baðmullartegund. I stuttu máli iná segja, að pessi nýja baðmullarjurt bjargi baðmullariðnaði Englands frá hruni, að hún veiti púsunduin atvinnulausra manna vinnu, og auki pjóðarauð Englendinga uffl miljónir og aftur miljónir. Skáldlegur uppruni. Hvaðan er hún, og hvernig er hún tilkomin, pessi nýja baðm- ullarjurt? Ja, par er skemst frá að segja, að uppruni hennar er svo ein- kennilegur, að flestum mundi

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.