Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 9

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 9
— konur áberandi fleiri í ritvinnslu — karlar í meirihluta í forritun og gagnavinnslu — tölvur álitnar strákaleikföng — en árangur stelpnanna betri í prófunum Mjög mikiö framboð er á námskeiðum og annarri skólun í með- 'erð tölva á höfuðborgarsvæðinu nú orðið. Fyrirtæki og skólar Sem hafa tölvuvinnslu að sérgrein hafa sprottið upp, tölvukennsla er hafin í mörgum almennum skólum og tölvuáhuginn hefur sett mark sitt á tómstundastörf unglinganna. Til að kanna kynskipt- ln9u I þessum þætti tæknibyltingarinnar, haföi Vera samband við nokkra aðila og var fyrst leitað upplýsinga hjá Skýrsluvélum rík- 'sjns og Reykjavíkurborgar og varð þar fyrir svörum Lilja Ólafs- ottir, deildarstjóri. SKÝRR gengst fyrir námskeiðahaldi í ríkum meeli en námskeiðin eru að meiri hluta sótt af starfsfólki, sem þeg- ar hefur haft einhver afskipti af tölvum og sækir þau í sínum eigin lma en kostnaður er greiddur af Starfsmenntunarsjóðum stéttar- ela9a, t.d. BSRB. Að, sögn Lilju sóttu alls árið 1982—1983 433 °nur og 249 karlar námskeið hjá SKÝRR. Námskeið, sem voru ynning á undirstöðuatriðum tölvufræði sóttu 348 konur og 123 arlar. Námskeið i ritvinnslu sóttu 11 konur og 5 karlar og nám- skeið í einfaldri forritun, 11 konur og 32 karlar. Námskeið um 9agnavinnslu sóttu hins vegar 63 konur og 89 karlar. Heildar- skipting kynjanna á öllum námskeiðum var þessi: konur 63.5% ~~ karlar 36.5%. Að sögn Friðriks Sigurðssonar hjá Stjórnunarfélaginu eru þar ".aberandi fleiri konur” á ritvinnslunámskeiðunum og „karlar sjaldgæfjr”. Hlutfallið snýst hins vegar við þegar kemur að forrit- enar- og áætlunargerðarnámskeiðum. Svipaðasögu sagði okkur 'orik Eiríksson hjáTölvuskólanum Framsýn. Kynjaskipting þar væri 47% konur og 53% karlar í heild, en í raun væru konur í yfir- gnæfandi meirihluta í ritvinnslu og karlmenn „sjaldgæfir” en þeir draga síðan á þegar kemur að áætlunargerðinni og forritun. í Verzlunarskóla íslands hefur tölvuvinnsla farið fram um nokkurt skeið. Tölvugreinin er skylda þar tvö fyrstu árin en valfag tvö síðustu árin. Að sögn Baldurs Sveinssonar kennar þar, er hlutur kynjanna fyrra árið, sem greinin er valfag nokkuð jafn en stúkurnar detta út á seinna árinu. Á síðasta ári voru þær 4 af alls 25 nemendum í faginu. Þá stendur Verzlunarskólinn að nám- skeiðum fyrir utanskólafólk. Ritvinnslunámskeiðin sækja nær einungis konur, og sem dæmi um hlutföll nefndi Baldur 11 manna námskeið þar sem aðeins konur tóku þátt og annað þar sem einn karl var í hópi 14 kvenna. Fólki i faginu ber saman um að aðsókn kvenna sé mest í rit- vinnsluna og kemur það heim og saman við ofangreindar tölur. Svo virðist sem störf við ritvinnslu séu álitin minni máttar af körl- um og jafnvel lögð til jafns við almenn vélritunarstörf. Baldur Sveinsson kennari var einn þeirra, sem tók undir þetta og taldi þessa skoðun byggða á misskilningi, sem gæti jafnvel reynst hættulegur frá kjaralegu sjónarmiði séð. Baldur sagðist líka gruna, að ritvinnsla væri misnýtt starfsþekking og að almennt gerði fólk sér ekki grein fyrir mikilvægi hennar eða möguleikum. Þá höfðum við samband við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur - og hittum þar að máli Þráinn Guðmundsson skólastjóra. Hann sagði, að haldin hefðu verið ein fimm námskeið fyrir kennara í 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.