Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 26

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 26
( an” hátt (því vitanlega eiga konur vel heima í sumum auglýsingum, það væri fáránlegt að segja annað): aðferðin er sú, að snúa auglýsingunni upp á karlmann. Þessa aðferð notaði Vera raunar í jóla- blaðinu, sjáforsíðu, þar sem eftirlíkingfor- dæmdrar sólarlandaauglýsingar ferða- skrifstofanna var notuð til að óska okkur gleðilegra jóla. Stellingin var sú hin sama. Líkamshlutinn var sá hinn sami og klæðn- aðurinn sá hinn sami. Eini munurinn var að Vera notaði karl, ferðskrifstofurnar konu. Þessi forsíðumynd þótti margt í senn: fyndin, klúr, asnaleg, fáránleg. í einni sjoppunni neitaði afgreiðslustúlkan að hengja blaðið upp til sýnis, það væri svo dónalegt. Það er ekki okkar stefna að beita karlmennina sömu brögðum og þeir beita okkur konur, t.d. að nota sálarlausa, staðlaða skrokka karla í sama tilgangi og konulíkamar eru nýttir núna. Karlfjandar eru ekki hótinu skárri en kvenfjandar. En slík umskipti á hlutverkum kynjanna geta þó verið sæmilegasta aðferö til að lýsa rangmæti kven-hlutverksins. Sé umskipta-aðferðinni beitt á fyrr- nefnda morgunbrauðs-auglýsingu, ,,Heit og mjúk í morgunsárið” mætti búa til aug- lýsingu t.d. um banana undir yfirskriftinni „Stinnur og stæltur á miðnætti”. (Ég þori nú ekki einu sinni að nefna hvert myndefn- ið gæti orðið!) Hvers vegna? Staðreyndin er sú, að sé kvenfjandsam- legum auglýsingum snúið við á þennan hátt, verða þær myndir og þau hugsana- tengsl, sem þá myndast, fáranleg, hlægi- leg eða bara asnaleg — skrýtla. Vegna þess að viðhorfin í garð karla nýtast ekki á sama hátt og viðhorfin til kvenna. Því hefði kvenlikaminn ekki þá þýðingu, sem hann hefur, missti notkun hans í auglýsing- um einfaldlega marks. Tökum dæmi um þá gerð auglýsinga, þegar hálf eða alveg nakt- Uppgötvaðu frelsið. . . ar konur eru látnar vefja sig utan um hjól- barða, bifreiðar, myndavélar, hljómflutn- ingstæki og hvað það nú allt er sem þær lenda í: Hér er ekki gert ráð fyrir því að karl- maður skoði auglýsinguna og hugsi með sér að aðeins ef hann keypti nú þessa gerð tækis, þá myndi hann geta laðað að sér fullt af svona stelpum. Og það er heldur ekki aðeins verið að skapa „fallega um- gjörð” um vöruna og vekja athygli á henni þannig. Ónei, markmið þessara auglýsinga er að vekja þá tilfinningu með karlmannin- um, að hann muni njóta valds og geta stjórnað tækinu, verið að ýta undir duldar valda- og yfirráðahvatir og það er nakta konan, sem á að gera það! Til þess að það geti gerst og til þess yfirhöfuð að hann skilji samhengi auglýsingarinnar, jafnvel þó ómeðvitað sé, verður karlmaðurinn að líta á konur sem hluti, sem hann hefur vald yfir. Þetta viðhorf er forsenda auglýsingunnar og án þess er hún einskis nýt. (Já, þetta er í raun og veru svo útspekulerað, haldiði að einhver verði óbarinn auglýsingahönn- uður?!) Þessi sama forsenda, þ.e. þetta viðhorf í garð kvenna, er ekki fyrir hendi þegar auglýsingunni hefur veriö umsnúið „kynlega” Karlabúkar eru ekki nothæfir í sama skyni, vegna þess að þetta viðhorf, að hér sé nokkuð sem er á okkar valdi, er alls ekki fyrir hendi. En, en, en. . . Kvenfjandsamlegar auglýsingar færa sér í nyt niðurlægjandi viðhorf í garð kvenna. Kvenfjandsamlegar auglýsingar gefa falska mynd af konum. Kvenfjandsamlegar auglýsingar gera ráð fyrir að karlar séu for- sjármenn kvenna, hann sé gefandinn, hún þiggjandinn. Kvenfjandsamlegar auglýs- ingar gefa karlinum vald til aö eiga konuna, dæma konuna, nota konuna og meta. Kvenfjandsamlegar auglýsingar útskúfa og/eða lítilsvirða konur sem eru of gamlar, of feitar, of loðnar, of þetta og hitt — að mati karla. Og kvenfjandsamlegar auglýs- ingar vinna gegn baráttu okkar til að fá að vera eins og við viljum sjálfar vera. Það er ekki síst þess vegna, sem þær eru okkur fjandsamlegar. Og segi nú einhver sem svo: en auglýs- ingar hafa svo lítil áhrif og þær skapa ekki viðhorf heldur byggja á þeim, sem þegar eru til staðar og auglýsingar endurspegla aðeins þann raunveruleika sem við búum við, og konur eru líka notaðar í auglýsing- um, sem eiga að höfða til kvenkaupenda og kannski eitt eða tvennt í viðbót — þá verður sá, eða sú, að bíða næstu Veru eftir áframhaldandi vagngaveltum um þessi P.S. Ósköp væri nú gaman að heyra frá ykkur, með Ms eða á móti. Að ekki sé nú talað um sýnishorn af auglýsingum, sem hafa sært kvenfrelsisvitund ykkar! VERA biöst afsökunar. Það er full ástæða til að biða Sigrúnu Benediktsdóttur á Egils- stöðum afsökunar á því hvernig farið var með Ijóð hennar á bls. 34 í síðasta tbe. af VERU. í fyrsta lagi birtist Ijóðið á heldur leiðin- legum stað i blaðinu og í öðru lagi féll niður nafn Sigríðar. Hvort tveggja eru leiðinlega mistök af hálfu þeirra sem unnu við blaöið, og viljum við gjaman bæta henni þau upp þó síðar verði. Ritnefnd. Kvennaframboðið óskar eftir starfsmanni. Um er að ræða ca. 25% starf á skrifstofu Kvennafram- boðsins. Umsóknir sendist á Hótel Vík fyrir 5. maí. VERA óskar eftir starfsmanni í 50—70% starf. Starf- iö er mjög fjölbreytt og felst m.a. í umsjón með áskrif- endum, bókhaldi og aö sjá um ýmis praktísk störf sem að útgáfu blaðsins lúta. Umsjóknir sendist ritnefnd VERU fyrir 5. maí. 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.