Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 15
Berner segir þaö vera álit fólks aö heimur karla sé fullur af skyldum og vinnuálagi, en heimur kvenna er sagöur án ábyrgðar. 1 heimi karla vinnur maöur viö eitthvað raunhæft, en í heimi kvenna finnur karlmaðurinn hvíld, viröingu og fær hvatningu til tseknilegra stórvirkja. Eftirfarandi tilvitnun frá 1954 er langt því frá aö vera nokkuð 0venjuleg. ,,Maður gæti jafnvel haldið aö ástin til konunnar væri veikari hjá þeim, sem hefur gefið sig hinni köldu tækni á vald en hjá nokkrum öörum menntamanni. En meöhöndlun á höröum og hrjúfum verkfærum dregur fram löngun eftir mjúkum, fallegum, avölum verum og eftir útreikninga dagsins aöhyllist tæknimaöur- ln° það sem er óútreiknanlegt. Þegarfyrirlestrum dagsins er lokiö e'grar verkfræöistúdentinn meö hjartslátt til veru, sem hann reiknar meö aö ekki skilji neitt annað en ást.” Slíkri ýktri aðgrein- 'r'gu kynjanna er erfitt aö viðhalda í samfélagi sem jafnframt by99ir á hugmyndafræði um hið frjálsa val atvinnurekandans á V|nnuafli og þeirri grundvallarreglu aö allir einstaklingar skuli vera Jafnir. Þess vegna rekst þessi sundurgreining mjög sjaldan á eldri nu9myndir, heldur byggir hún á þeim og gefur þeim skýrara útlit. Grundvöllur aögreiningarinnar er sá skilningur aö viss iönaöur °öa viss þekking henti fyrir konur og þess vegna eigi konur aö n3lda aö sér höndum innan tækniheimsins. Sú tækni sem tengd- lst hinu rétta aðsetri konunnar — heimilinu — eða uppeldi hennar Varö henni fyrr aðgengileg en önnur tækni. Tæknivinna sem var slitin krefjast sérstakra kvenlegra eiginleika eins og nákvæmni, Þolinmæöi, listfengi og góðs smekks hefur lengi veriö álitin sér- staklega heppileg. Berner telur þessa hugmyndafræði sannast í s°gu ritara og aöstoöarfólks á rannsóknarstofum. Berner bendir a Þaö, aö í Svíþjóö megi finna kvenkyns tæknifræðinga í öörum 9r°inum en karla s.s. í matvæla- vefnaöar- og efnaiðnaði þ.e. í 9r°inum sem eru lík heimilisstörfum og hversdagslegu umhverfi. ^arlar eru fjölmennastir í járn- rafmagns- og verktakaiönaöi. Hún endir á aö kvenverkfræöingar veljist í dag, eins og á þriöja ára- u9 þessarar aldar, I efnafræöi og arkitektúr, en karlar í vélaverk- rasöi og rafmagnsverkfræði. Taeknihlutverk getur þýtt mikinn hreyfanleika. Tækniþekking 0r notuö sem stökkbretti til æöri, áhrifameiri starfa innan fyrir- ®kja og ríkis. Hreyfanleiki uppávið byggir á vilja til hreyfanleika einni9 á annan hátt, s.s. til ferðalaga, vinnustaðaskipta, breyt- ln9a á félagslegu umhverfi og vinnu. Eins og við höfum séö, hafa konur safnast til lægri starfa í hin- Urn tæknivædda heimi. Þær sinna verkefnum sem fela í sér þjón- ustii viö karla og störf þeirra eru einnig ákveðin af karlmönnum. I eru stortsem sjaldan krefjast nýrra hæfileika eöa gefa mögu- e|ka á aö takast á viö ábyrgðarfyllri störf. Berner telur að þessi aða kvenna sé aö hluta til vegna þess aö þær hafi valið stutta enntun og yfirleitt menntun sem ekki er á tæknisviði. Karlmaöur - ,rama sem einstaklingur, en oft er litiö á konur sem hóþ eða ua síns kyns af karlyfirmönnum og tækniþekking þeirra oft vanmetin eöa algjörlega hunsuð. Einstaka konur í vinnuhópum þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta eru næstum sjálfkrafa útilokaðar og hafna auöveldlega í einhæfu starfi. Berner bendir á þaö að konur hafa og taka jafnvel á sig meiri ábyrgö á heimili og börnum þegar gert er ráö fyrir því aö starfsfélagar þeirra af karlkyni geti eytt öllum sínum tíma á framabrautinni. Einnig telur hún, að margar mismunandi rannsóknir gefi til kynna aö konur líti á vinnu og framaá annan hátt en karlar. Konur vilja þannig fremur samheldni í vinnuhópnum og framhald á samskiptum, sem geng- ur aö sjálfsögöu í berhögg viö tíö vinnuskipti og stöðuga breytingu á nýjum vinnustöðum og félögum. Berner segir ennfremur aö konur líti á sig sem árangursríkar í starfi ef þær hafi þægilega vinnuaðstöðu og nytsamlegt og áhugavert starf — ekki nauðsyn- lega störf sem gefi skjótan einstaklingsbundinn frama eöa hærri laun. Þessi munur á áliti getur samkvæmt henni verið vegna fé- lagsmunsturs í æsku og uppvexti en einnig aölögun aö eigin tak- mörkunum þ.e. til þess sem hægt er að reikna með aö ná auð- veldlega. Berner nefnir aö konur geti ekki fylgt þeim leikreglum sem settar eru af körlum og sem einhliða taka tillit til atferlismunsturs karla. Konur sækja í þau tæknistörf þar sem karlar eru síður í meirihluta. Þannig telur hún aö endurframleitt sé það munstur sem sögulega hefur útilokað konur frá valdi yfir tækninni og van- metur eöa hunsar reynslu kvenna í sambandi viö þróun tækninn- ar. 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.