Vera - 01.04.1984, Side 36

Vera - 01.04.1984, Side 36
sjálfsöryggi og sterk sjálfsímynd karla byggist ekki hvaö síst á því aö þeir þekkja sína sögu og vita aö valdið hefur veriö þeirra frá ómunatíö (þetta á viö um valda- karlana). Sjálfsímynd kvenna er hins veg- ar brotakennd og verður tæþast heilleg nema saga þeirra veröi skráö. Því hvetur Virginia áheyrendur sína (sem eru konur) til aö rannsaka og skrá lífssögu þeirra kvenna sem boriö hafa ábyrgð á uppvexti kynslóöanna. Konur eru speglar karla Ný og sterk sjálfsímynd kenna hlýtur aö grafa undan hinni heföbundnu sjálfs- ímynd karla a.m.k. ef kenning Virginiu um sálfræði karlveldisins á viö rök að styðjast. Fyrir mér stenst hún og útskýrir heift og reiöi margra karla í garö kvennabaráttunn- ar. Kenningin er á þá leiö aö konur séu speglar karla. Þegar þeir horfa í þennan spegil sannfærast þeir um stærð sína og þeirstækka. Hversu lítilfjörlegur sem karl- inn er, þá getur hann verið viss um aö helmingur mannkyns er óæðri honum (en aö sjálfsögöu ekki ómerkari). Væru konur ekki vanmáttugar í þeirri menningu sem viö búum við, myndu karlar ekki stækka. Ný sjálfsímynd kvenna og kröfur um völd og áhrif eru ógnun viö þá mynd sem karlar hafa af sjálfum sér. Aö glata sjálfs- ímynd, þó broguö sé, er eins og aö missa fótanna ef engin ný kemur í staöinn. Eöa svo notuð séu orö Virginiu Woolf: „Spegil- myndin skiptir öllu máli, því aö hún glæðir lífsorkuna og styrkir taugakerfiö. Taktu hana í burtu og maðurinn kynni aö deyja eins og eiturlyfjasjúklingur sem fær ekki kókaínskammtinn sinn. í álögum þessarar blekkingar,. . . stikar helmingur fólksins á gangstéttinni til vinnu. Þeir setja upp hatta og fara í frakka á morgnana í þægilegu skini hennar. Þeir hefja daginn öruggir, upplitsdjarfir, sperrtir, og trúa því aö von- ast sé eftir þeim í teboð ungfrú Smith; þeg- ar þeir ganga inn í stofuna segja þeir viö sjálfa sig: Ég hef yfirburði yfir helming viö- staddra. Og þaö er þess vegna sem þeir tala af því sjálfstrausti og sjálfsöryggi sem hefur haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir opinbert líf og leitt til svo undarlegra spássíuathugasemda í fylgsnum hug- ans.” (54) Tvíkynja hugur í Ijósi þessa verður mjög skiljanlegt hvers vegna konur leggja svo mikla áherslu á ágæti kvennamenningar í sinni pólitísku baráttu. Þaö skapar sjálfsöryggi, stolt og þor að geta bent á yfirburði í menn- ingu sinni og arfleið. Það setur kjark í sæti sjálfsvorkunnar. Þessi tilhneiging í kvennamenningunni fer óskaplega í taug- arnar á mörgum, bæöi konum og körlum. En ef þeir íhuga aðeins rembuna í vest- rænni menningu þá ætti þeim að skiljast, aö þaö er nauðsynlegt fyrir konur að standa á því jákvæða í eigin menningu eins og hundar á roöi. Manneskja meö nei- kvæða sjálfsímynd er ekki líkleg til aö heyja uppbyggilega baráttu. Konur mega hins vegar ekki falla í þá gryfju aö telja allt gott sem frá konum er komiö, þar á meðal þær rúnir sem alda- löng undirokun hefur rist í sálarlíf þeirra. Virginia Woolf fellur ekki í þá gryfju. Hún spyr sjálfa sig „hvort í huganum séu tvö kyn samsvarandi tveimur kynjum líkamans, og hvort þau þurfi líka aö sam- einast til aðöölast fullkomnasælu og ham- ingju” (236). Og hún segir aö þaö sé glöt- un aö vera „bara karl” eöa „bara kona”, hugurinn veröi aö vera tvíkynja þessi tvö kyn veröi aö vinna saman og forsenda þess aö hugurinn sé frjósamur er aö þar ríki friður og frelsi. Ég tek ofan fyrir þessari skoöun en hún byggist að sjálfsögðu á því aö einungis hiö góöa úr hugarheimi beggja kynja verði ræktað. Og til þess aö þetta geti orðið veröa konur aö sækja á og karlar aö láta undan síga. Hugmyndir Virginiu Woolf hafa staðist tímans tönn og rök hennar og skilgreining- ar halda enn fullu gildi í kvennapólitík. Kannski gera þær þaö ekki síst vegna þess aö breytingar á stööu kvenna hafa orðið mun minni en hún spáöi. Jöfnuður milli kynja var mun fjarlægari en hún taldi þegar hún skrifaöi Sérherbergiö. Áriö 1928 trúöi hún því aö lög um fjárforræöi giftra kvenna, kosningarétturinn og aukin menntun kvenna heföu rutt verstu hindr- ununum úr vegi jöfnuðar milli kynja. í dag vitum við aö svo var ekki og að hindranirn- ar eiga sér mun dýpri rætur en svo, aö þeim veröi rutt úr vegi meö lagasetning- um. En kannski manneskjunni sé bjart- sýnin í blóö borin? Hvað sem því líður þá hefur Virginia Woolf skilað konum ómet- anlegum arfi. Aö lokum; bestu þakkir til Helgu Kress fyrir góöa þýöingu og alúð og ræktarsemi viö höfundinn. Sólrún Gísladóttir. 36

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.