Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 13

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 13
vinnubrögð þar sem ákvaröanir eru teknar í stórum hópi en ekki af örfáum. Fyrrver- andi stjórnarkonur úr Snót hafa haft uppi efasemdir um þessi vinnubrögö, en Lauga sagðist ánægð með núverandi forystu. Hins vegar benti hún á vissa hættu sem skapaðist við þaö að opna félagið of mikið þar sem félagskonur væru misjafnlega stemmdar pólitískt. ,,Það er erfitt starf að vera formaður Snótar", sagði hún. ,,Fé- lagskonur hafa alltaf gert miklar kröfur til forystunnar en eru ekki að sama skapi til- búnar að leggja sitt af mörkum til starfsins. Mér finnst oft fara alltof mikil orka í gagn- rýni á þær sem eru í forsvari. Við náum betri árangri með því að starfa saman og gera okkur grein fyrir þvi við hverja við er- um að berjast.“ Vitlaust boðað yfirvinnubann Við spurðum Laugu hvers vegna hún teldi að karlarnir í Eyjum hefðu ekki staðið betur með konunum í verkfallinu en raunin var. Hún hlær við og maður finnur að við- horf hennar til Verkalýðsfélagsins, eins og margra Snótarkvenna, mótast af því að stétt fiskvinnslukvenna í Eyjum er mun fjöl- mennari og sterkari en stétt fiskvinnslu- karla. ,,Ég trúi auðvitað ekki að þeir kunni ekki að boða yfirvinnubann," sagði hún. >,Það hefur verið vísvitandi vitlaust boðað. Auðvitað dró það kraftinn úr okkar verkfalli að karlarnir unnu á fullu á meðan. Samt stóðu þeir margir með okkur. Ég veit t.d. um nokkra sem gengu út klukkan fimm daginn sem yfirvinnubannið átti að ganga í gildi." En hvers vegna þetta samstöðuleysi? Lauga telur m.a. mega rekja það til þess að Verkalýðsíélagið var með í samfloti VMSÍ sl. haust, þess vegna hafi forystumenn Þess haft sama viðhorf til Snótarkvenna og flest hin félögin, þ.e. viljað refsa Snót fyrir að standa utan við þá samningagerð. ..Kaupið sem samið var um af Verka- mannasarnbandinu var alltof lágt, enda felldu karlarnir þann samning og hjálpa okkur vonandi til að fella Akureyrarsamn- inginn líka. Þó margir karlar séu yfirborg- aðir og þeir sem vinna í gúanóinu séu með sérsamning, er kaup flestra alltof lágt, eins og okkar kvennanna." En hvaö skyldi kaupið vera? Nú er oft tal- að um að tölur um lágmarkslaun gefi ekki rétta mynd af þvi sem er raunverulegt kaup fiskvinnslufólks vegna bónussins. Eftir 40 ára starf og námskeiðsálag er Lauga með 190.80 kr. á tímann, eða 33.246 fyrir fulla vinnu á mánuði. Það er það hæsta sem hægt er að komast. Og hvað skyldi bónusinn vera? Ég fæ að meðaltali 300 kr. á dag eftir fjögurra tíma vinnu, eða 75.00 kr. á tímann,“ segir hún. Þannig er margra ára starfsþjálfun í und- irstöðuatvinnugrein okkar íslendinga met- in launa á því herrans ári 1988. eþ/sh Unga fólkið fer í þjónustustörfin Konur sem eru taldar ,,græða" mikið í bónus, rugla gjarn- an tal um laun ífiski. Erla Einarsdóttirerein þeirra. Hún byrj- aði að vinna órið 1963, eða um það leyti sem bónuskerfið komst ó, og hefur unnið nær sleitulaust síðan og verið með hæstu konum í bónus. En nú er hennar starfsævi í fiski lokið, húri er búin að gefast upp og er nýlega farin að vinna ó Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Við spurðum Erlu fyrst um launamólin. ,,Ég var með 29.000 kr. á mánuði með námskeiðsálagi, því ég skipti um vinnu- stað og var þá sett á 7 ára taxta,“ segir Erla. ,,Eftir desembersamninginn 1986 lækkaði bónusgrunnurinn niður fyrir byrj- unarlaun og við þurftum aö leggja mun meira á okkur en áður. Konurnar hafa kannski náð því sama og áður, en auðvitað með því að herða enn meira á sér. Ég tel mig nú ekki seina í þessari vinnu, en ég náði ekki nema 154.00 kr. á tímann i meðal- bónus, sem er meðaltal bónusins í tíu daga.“ Erla benti á hve atvinnurekendur hagn- ast á þessu kerfi. Þeir greiöa t.d. 156.00 kr. fyrir afköst sem mælast 100 yfir daginn, en ef afköstin eru 200 er aðeins greitt 114,00 fyrir hundraðið. Hún nefndi einnig hvað ,,Verðfallid á mörkuðum úti er ekki fiskverkunarfólki að kenna". 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.