Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 37

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 37
forseti, að oftar en ekki hafa konur og aörir hópar sem eiga undir högg aö sækja þurft aö brjóta af sér heföir til að náárangri í baráttu fyrir betra lífi, þurft aö leitaóhefð- bundinna leiöa. Löggjafinn sem staðiö hefur aö ágætis löggjöf um jafnrétti á öllum sviðum, lika hvaö varöar laun, verður því aö grípa inn í þegar lög ná ekki tilætluö- urn árangri og leita óheföbundinna og e.t.v. tímabund- inna leiöa.“ Eins og fyrr sagöi flutti Anna Ólafsdóttir Björnsson jómfrúarræöu sína í umræðunrii um lágmarkslauna- frumvarpiöog sagöi hún m.a. „Nokkuð hefurverið talaö um aö ýmis fyrirtæki hafi ekki efni á aö greiða 50 þúsund króna lágmarkslaun. Ég bendi á móti á það aö þaö eru ekki eingöngu illa stödd fyrirtæki sem greiöa sam- kvæmt núgildandi lágmarkstöxtum, heldur einnig fyrir- tæki sem skila góöum hagnaöi, jafnvel milljarðafyrir- tæki. Ég held aö viö verðum aö leita annarra leiöa til aö hjálpa illa settum fyrirtækjum eri aö leyfa þeim aö greiöa laun sem ekki duga til framfærslu. Auk þess hefur marg- oft verið bent á aö láglaunafólk neyðist til aö vinna óhóf- lega langan vinnudag, þ.e. þaö sem á heimangengt. Hver eru afköstin eftir þennan langa vinnudag? Væri ekki þjóðhagslega hagkvæmt aö nýta vinnustundirnar betur en hafa þær færri? Ein leiöin og sú besta er aö gera fólki kleift að lifa á launum 8 stunda vinnudags, 40 stunda vinnuviku." Guörún Halldórsdóttirvék ímáli sínu aöathugasemd- urn Árna Johnsen um upphæöina í frumvarpinu, þ.e. 50 þúsund krónur á mánuöi og sagöi hún m.a. ,,Hv. 1. þm. Suðurlands sagöi áðan aö þessi leið sem viö værum aö leggja út á væri fyrsta spor, eöa viö værum rétt að lyfta fæti. Það hefjast allar leiðir meö fyrsta skrefinu. Allar feröir hefjast þannig og þaö er einmitt þaö sem viö erum aö gera. Viö ætlum að taka fyrsta skrefiö. Okkur hefur aldrei dottiö þaö í hug að 50 þúsund krónur væri eitt- hvað sem væri hægt að gleðjast sérstaklega yf ir, 50 þús- und krónur er algjört lágmark. Þaö vitum viö vel. Og viö viljum líka miða þaö viöframfærsluvísitölu 1. mars 1988. Það þýöir ekki aö við ætlum að hafa þessar 50 þúsund krónur til eilífðar. Þaö er misskilningur hjá hv. 1. þm. Suðurlands. Frumvarpinu var vísað til fjárhags- og viðskipanefnd- ar neöri deildar aö lokinni fyrstu umræðu. Tillaga um samstarfshóp í tengslum viö frumvarp um lögbindingu lágmarks- faunafluttu Kvennalistakonur þingsályktunartillögu um samstarfshóp til aö tryggja jákvæö áhrif lögbindingar lágmarkslauna. Tillagan er svohljóðandi „Alþingi álykt- ar að fela forsætisráðherra að skipa samstarfshóp til að finna leiðir til aö tryggja jákvæð áhrif lögbindingar lág- narkslauna. Um þær leiðir verður að vera fullt samráö svo aö lögbinding lágrnarkslauna nái tilætluöum árangri og veröi raunverulega til að bæta kjör þeirra •segst launuðu og draga úr launamun og launamisrétti. Samstarfshópurinn skal skipaður fulltrúum allra þing- flokkaog helstu samtaka vinnumarkaðarins. Sarnstarfs- hópurinn skal skila niðurstöðum eigi síðar en 1. júní 1988.“ Þórhildur Þorleifsdóttir mælti fyrir tillögunni á fyrsta dsgi þingsins eftir páskaleyfi en engar umræður urðu uni tillöguna og var henni vísað til félagsmálanefndar Sameinaöa þings. í umræöum um lágmarkslaunafrum- varpið ræddi Steingrímur J. Sigurðsson stuttlega um þessa tillögu og sagðist vera Kvennalistakonum sam- niála um það að samráö væri nauðsynlegt til að jákvæð áhrif lögbindingar lágmarkslauna næðu fram að ganga. En víkjum nú aftur að umræðunni um lögbindingu ^gmarkslauna. Við skulum skoða mál sem Alþýðu- bandalagið lagði fram sama dag og mælt var fyrir lág- markslaunafrumvarpinu okkar, en það var þingsálykt- unartillaga um launajöfnun, lágmarkslaun og nýja launastefnu. Tillagan hefst svo „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að skapa víðtæka þjóðfélagslega samstöðu um nýja launastefnu er miði að því að draga úr hinum óhóflega launamun sem ríkir í landinu og tryggi að lægstu laun dugi fyrir nauðsynlegum fram- færslukostnaði." í stuttu máli þá felur tillagan það í sér að launamunur í landinu verði ekki meiri en fjórfaldur og að launamunur á einstökum vinnustöðum verði aldrei meiri en þrefaldur. Einnig er lagt til að mynduð verði samstaða um aö skilgreina eitthvað sem nefnist lág- markslaunavísitala. Ef ekki tækist að semja um laun í samningum sem næðu þessum lágmarkslaunum yrði gripið til lagasetningar um lágmarkslaun sem yröi síöan óþörf þegar kjarasamningar heföu farið yfir fyrrgreind mörk. Það er víst óhætt að segja að tillaga þeirra Al- þýðubandalagsmanna sé ekki einföld eins og þingmað- ur taldi okkar frumvarp vera, hins vegar er það ekki endilega lausn á málum að setja fram flóknar lausnir. Varðandi tillögu Alþýðubandalagsins má nefna einn meginannmarka þess, að ætla að binda lágmarkslaun við hámarkslaun. Það hefur einfaldlega oftast reynst erfiðast að fá fram hver hæstu launin eru. Á pappírun- um eru hæstu launin kannski milli 80—100 þúsund svo við nefnum bara einhverja tölu af handahófi þá yrði lægstu launin samkvæmt tillögu Alþýðubandalagsins 26—33 þúsund krónur á mánuöi þ.e. 1/3 af hæstu laun- um sem greidd eru í fyrirtækinu. TILLAGA UM LAUNABÆTUR Fjóröa tillagan I þinginu sem snertir launamál er þingsályktunartillaga frá Borgaraflokknum um launa- bætur, það er Aðalheiður Bjarnfreösdóttir sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Tillagan hljóðar svo: „Al- þingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa nú þegarfrumvarp um hækkun persónuafsláttar við álagn- ingu tekjuskatts upp í 19.360 krónur. Jafnframt veröi teknar upp launabætur, þannig að ónýttur persónu- 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.