Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 39

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 39
aö þekkja réttindi sín og skyldur. Nefndin kanni enn fremur hvernig fræösla um þessi mál yröi best felld inn í skólakerfið. 2. Hvernig best megi tryggja að einstakl- ingar er fá laun sín greidd sem verktakar eöa eftir upp- mælingu njóti eigi lakari kjara en launþegar í hliðstæö- um störfum. Tekið sé tillit til heildarlauna, vinnutíma, álags í starfi, lifeyrisréttindi og orlofs. Leitaö veröi upp- lýsinga um hve margir séu utanstéttarfélaga á vinnu- markaöinum. Nefndin skili niöurstööum eigi síðar en í júní 1989.“ Þaö er Ijóst aö það er að veröa æ algengara aö fólk sé ráöiö til starfa sem verktakar eöa samkvæmt upp- mælingu. Margir sem eru úti á hinum almenna vinnu- markaöi á þessum kjörum njóta hvorki orlofs né heldur eru venjuleg launatengd gjöld greidd af kaupi þeirra. At- vinnuöryggi þeirra er lítiö því aö þeir eiga hvorki rétt á aö fá veikindadaga greidda né uppsagnarfrest. Meö þetta fólk í huga sem og þá sem eru fastráðnir flutti Anna þessa tillögu. í greinargerö er nefnt að æskilegast væri aö gerðir veröi starfssamningar við alla starfs- menn, þ.e.a.s. þaö mætti ekki ráða fólk í vinnu án þess aö gera starfssamning. SÉRSTAKAR TÍMABUNDNAR AÐGERÐIR TIL AÐ BÆTA STÖÐU KVENNA Jafnréttislögin frá 1985 eru umdeild lög, spurningin er nefnilega náum viö fram jafnrétti meö lagasetningu og hvaö er átt viö meö orðinu jafnrétti. Og hver er svo mynslan af þessum lögum sjáum viö einhverjar breyt- ingar í kjölfar lagasetningarinnar. Því miöur er tæplega hægt að segja svo alla vega ekki að mati undirritaðrar aö minnsta kosti. Hins vegar kom ein grein inní jafnrétt- islögin þegar þau voru endurskoðuð 1985 en þaö er þriðja greinin sem hljóðar svo ,,Hvers kyns mismunun eftir kynferöi er óheimil. Þó teljast sérstaklega tíma- bundnar aðgeröir, sem ætlaöar eru til aö bæta stööu kvenna til aö koma á jafnrétti og jafnri stööu kynjanna, ekki ganga gegn lögum þessum. Þaö telst ekki mis- munun aö taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburöar." Enn sem komið er hefur ekki verið gripiö til neinna sérstakra tímabundinna aðgeröa til aö bæta stööu kvenna og því er að okkar mati fyllilega timabært aö oiótaöar veröi tillögur um slíkar aðgeröir ekki síst í Ijósi Þess hve seint og illa miðar að koma á jafnstöðu kynj- ar>na eftir þeim leiöum sem hingaö til hafa verið farnar. I Ijósi þess lagði Kristín Einarsdóttir fram eftirfarandi þingsálykltunartillögu „Alþingi ályktar aö fela félags- málaráöherra í samráöi viö jafnréttisráð að móta og le9gja fyrir Alþingi tillögur um sérstakar tímabundnar aögeröir til að bæta stööu kvenna þannig að koma megi sem fyrst á jafnrétti og jafnri stööu kynjanna, sbr. 3. gr. Iaga nr. 65/1985 um jafna stööu og jafnan rétt kvenna og karla.“ Meðflutningsmenn aö þessari tillögu eru þau Aðal- heiöur Bjarnfreðsdóttir, Borgaraflokki, Margrét Frí- JTiannsdóttir, Alþýðubandalagi, Guðmundur G. Þórar- 'osson, Framsóknarflokki og Ingibjörg Daníelsdóttir, Kvennalista. í umræðum um tillöguna tók Jóhanna Siguröardóttir, félagsmálaráðherra til máls og sagöi aö verið væri aö vinna að tillögum um sérstakar tímabundnar aðgerðir til aö bæta stööu kvenna. Þettaeralgengtsvarfrá ráöherr- um í þingsölum, þ.e. að þaö sé verið aö vinna í málun- um, svo líður kannski langur tími þar til eitthvað kemur út úr þeirri vinnu. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi og Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir, Borgaraflokki tóku einnig til máls og töldu bæöi að þaö bæri aö sam- þykkja tillöguna þó svo aö þaö væri nefnd í málinu á vegum ráðherra. Það mundi einungis styrkja það starf ef Alþingi hefði lýst vilja sínum í málinu. Aö síðustu tók Kristín Einarsdóttir til máls og sagðist ánægð með já- kvæöar undirtektir og taldi þaö ekki hindra framgang til- lögunnar þó ráðherra heföi sett nefnd í málið þaö hlyti aö vera stuöningur fyrir nefndina ef Alþingi samþykkti tillöguna. Tillögunni var vísaö til félagsmálanefndar Sameinaös þings. EFLING KJARARANN- SÓKNA Þaö hefur löngum veriö sagt við okkur Kvennalista- konur þegar viö höfum rætt um launamun kynjanna aö þaö þurfi aö kanna sitt og annað betur og nánar. Þaö séu nú ekki til nógu nákvæmar upplýsingar um eitt og annaö sem við höfum viljað fá upplýsingar um. Því hefur Kvennalistinn nú lagt fram þingsályktunartillögur um aö ef la kjararannsóknir og er tillagan svohljóöandi,, Alþingi ályktar aö fela ríkisstjórninni aö sjá til þess aö kjararann- sóknir verði gerðar áreiöanlegri en nú er. í því skyni verði launamiðar og skattagögn þannig úr garöi gerð að fram komi á launamiðum áreiðanlegar upplýsingar um fjölda vinnustunda aö baki dagvinnulaunum, yfirvinnu- launum og öörum launagreiðslum. Jafnframt veröi starfsheiti skilgreind og samræmd og þau tilgreind á launamiöum og skattframtali. Enn fremur veröi settar reglur sem tryggi skil á launamiðum og réttum upplýs- ingum.“ Kristín Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar en meðflutningsmenn eru allar þingkonur Kvennalistans. En þaö eru ekki einungis eiginhagsmunir okkar sem ráöa því að viö flytjum þessa tillögu heldur teljum við að þaö sé orðið mjög knýjandi í launamálaumræöu aö hafa sem fyllstar uþplýsingar um hver raunveruleg laun séu og þá ekki síst hversu langur vinnutími liggur þar að baki. Því vonumst viö til að tillagan veröi samþykkt en hún hefur ekki veriö rædd í þinginu þegar þetta er ritað. Hér aö framan höfum við farið í stuttu máli yfir nokkur mál sem liggja fyrir Alþingi og snerta kauþ og kjör fólks, þetta er ekki tæmandi yfirferð því benda má á aö Kvennalistakonur hafa einnig lagt fram nokkrar fyrir- spurnir um launamál og launastefnu ríkisins. Viö reyn- um því eftir bestu getu aö halda umræðum gangandi og knýja fram einhverjar lausnir á því hróplega launamis- rétti sem viögengst hér á landi. Því miöur lítur ekki út fyr- ir aö tillögur okkar sem minnst hefur veriö á hér aö fram- an veröi svo mikið sem afgreiddar úr nefndum. En viö látum þaö ekki á okkur fá og endurflytjum þá bara málin aö hausti. Því við svo búiö má ekki sitja, viö konur verð- um aö standa saman hvar sem er í baráttunni fyrir bætt- um hag og kjörum. Eins og segir einhvers staðar þá er viljinn allt sem þarf viö þekkjum veruleikann og látum ekki viljaleysi annarra draga úr okkur móöinn. Sigrún Jónsdóttir 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.