Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 33

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 33
Á aðeins fimm árum hafa samtökin blómstrað gífurlega og styðja þau einnig önnur friðarsamtök og málefni sem tengjast viö- horfum þeirra fyrir friði í heiminum. „Grandmothers For Peace“ eru til dæmis andvígar aðgerðum Bandaríkjastjórnar í Mið- Ameríku og einnig bera þær mjög fyrir brjósti öll mannréttinda- málefni. Eðaeinsog Barbarasérhlutina; ,,Það verðuraldreifriður ' heiminum ef réttlæti fyrirfinnst ekki“. fjölskyldan stendur með mér Frá stofnun samtakanna hefur allur tími Barböru veriö tileinkað- Ur friðarstarfinu. Skrifstofa samtakanna er opinberlega staðsett fyrir ofan bílskúr heimilis hennar en í raun og veru er allt hús Bar- böru undirlagt. „Fjölskylda mín á mikið lof skilið fyrir þann stuðn- ln9 sem hún hefur sýnt mór og fyrir að veita mér allan þann tíma sem fer í að berjast fyrir málefnum „Grandmothers For Peace" Eiginmaður hennar, William, er ríkisstarfsmaður og lýsir hún hon- urn sem vel gefnum og skilningsríkum manni og segir að hann hafi lært að verða afbragðs góður kokkur síðan hún hóf baráttu S|na. Barbara kvað dætur sínar, Kathleen, Mary Jo og Peg sem til samans eiga sjög börn, og Colleen sem nýlega missti sitt eina bam, sjálfsagt hafa óskað þess síðustu fimm árin að hún hefði oft- ar verið tiltæk til barnaþössunnar. Barbara segist þó ekki hafa lagt allar sínar hefðir á hilluna því fyrir stuttu prjónaði hún sokka og teppi fyrir fyrsta barn dóttur sinnar Patriciu. Hún segist þó hafa átt í erfiðleikum fyrir tveimur árum með þann eina sem eftir var á heimilinu, John sextán ára. ,,Hann var ekki yfir sig hrifinn af því sem ég var að gera,“ segir Barbara. ,,Ekki fyrr en KZAP (vinsæl rokk útvarpsstöð í Sacramento) tók viðtal við mig. Það gerði gæfu- muninn, eftir það voru aðgerðir mömmu í lagi“. ER ÖMMUFYRIRMYNDIN í HUGUM MARGRA Barbara Wiedner afplánar flestar þær sektir sem hún fær eftir hverja fangelsisvist með því að vinna ákveðipn tímafjölda fyrir samfélag sitt. Síðast var dómur hennar sextíu klukkustunda vinna í eldhúsi hjá „Episcopal" kirkju í nágrenni hennar en hún úthlutar mat til fátækra. „Þetta var góð reynsla," segir Barbara ákveðin á svip. „Ég held því fram að við séum að búa til vopn á kostnað fó- lagslegrar þjónustu í þessu landi, og óg sá þess merki í hvert skiþti sem ég úthlutaði mat til þeirra fátæku. Þannig að fyrir mig var þetta aðeins staðfesting á hvers vegna ég er að gera það sem ég er að gera.“ Hlutverk Barböru Wiedner sem friðarsinna er henni stundum jafn undarlegt og þróun hennar sem oþinber fyrirlesari. „Ég man þegar hné mín titruðu og líkami minn skalf af hræðslu þegar ég var beðin um að segja nokkur orð á friðarhátíð barna I Davis, Cali- forniu, stuttu eftir að samtökin „Grandmothers For Peace“ voru stofnuð". í ræðulok duttu þau orð af vörum hennar að ef einhver I hópi hlustenda kærði sig um heitt faðmlag frá ömmu væri hann velkomin til þeirra upp á svið. Viðtökur manna voru mjög innilegar og upp frá því sagðist Barbara vera tilbúin að tala opinberlega. Hún er stundum sögð vera ísbrjóturinn á kvennafundum því hún byrjar alltaf ræðu sína á þessum orðum: „I am the mother of ten children and the grandmother of twelve", og upp frá þeirri stundu þreytist andrúmsloftið og andlit kvenna Ijóma. Þessi ömmufyrirmynd, þessi tilfinningaríka kona sem stóð bak við púltið í „Fellowship Hall“ í Berkeley, ófeimin og óhrædd við að tjá sínar innstu tilfinningar, hrærði oft tilfinningar hlustenda sinna á þeim tveim klukkustundum er hún las yfir þeim. Hún hafði með- ferðis skyggnumyndir frá ferðalögum sínum í Sovétríkjunum og Japan þar sem hún hitti fyrir fjöldann allan af konum. Allar höfðu þær það sameiginlegt að berjast fyrir friði á þessari dýrmætu plánetu okkar sem stendur frammi fyrir gjöreyðingu af völdum kjarnorkuvopna. ÉG Á MÉR DRAUM Ferðalög Barþöru í gegn um árin hafa veitt henni geysilegan styrk í friðarstarfi hennar. Hún segist stöðugt vera að læra og kennarar hennar eru allar þær konur sem hún hittir á ferðalögum sínum. „Ég kraup á kné í kirkju einni í Minsk og baðst fyrir með rússneskum ömmum, við báðum fyrir endi á vígbúnaðarkapp- hlaupinu og fyrir friði á milli landa okkar," sagði Barbara og Ijóm- aði við tilhugsunina. Staða hennar sem tíu barna móðir og amma tólf barnabarna hjálpar henni, hvar sem hún er stödd á ferðalög- um sínum, til þess að mynda náið samband við aðrar konur. „Við eigum allar einn sameiginlegan hlut, börnin, og á þeim grundvelli náum við saman, burt sóð frá því hvort menning okkar, upþruni eða litarháttur sé ólíkur. Við erum allar konur sem berjumst gegn þeim feigaðaröflum sem ógna framtíö barna okkar og barna- barna“, segir Barbara. Barbara Wiedner á sér draum sem hún vonar að verði að veru- leika. Sá draumur er alþjóðleg friðarganga „Grandmothers For Peace“ sem haldaá í maí 1988 í Moskvu. Tákn göngunnarer Frið- ur og markmið hennar er stöðvun vígbúnaðarkapþhlaupsins og að kjarnorkuvopnatilraunum verði hætt. „Veröldin er í okkar hönd- um og ég trúi því að hinn almenni borgari geti haft mikið að segja í baráttunni fyrir friöi í heiminum, „ sagði Barbara aö lokum enda er þessi merka kona lifandi dæmi þess. Byggt á viðtali við Barböru Wiedner og fyrirlestri er hún hélt í Berkeley, 14. nóvember 1987. Linda Brá Hafsteinsdóttir California 13. 01. 1988. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.