Vera


Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 12

Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 12
■ Er kvennabaráitan stöðnuð? Hreyfing kvenna staðnar ekki íyrr en fullum mannréttindum er náð. Hins vegar geta aðferðir staðnað og hafa gert það. Hingað til hefur kvennahreyfingum tekist að endurnýja aðferðir sínar aftur og aftur og ég hef fulla trú á að svo verði áram. Einhvern tímann sagði ég að við mættum ekki líta á Kvenna- listann sem heilaga kú, staða hans skipti ekki máli heldur staða kvenna sjálfra. Ég er enn á þeirri skoðun. Kvennalistinn er tæki sem stendur konum til boða, geysilega nothæft tæki en ef því er hafnað þá leitar hreyfing- in nýrra aðferða og verður að gera það. Kvennalistinn er ekki íslensk kvennahreyfing heldur hluti hennar, að mínum dómi mjög mikilvægur hluti. Mér finnst ég verða vör við endurnýjun í Kvennalistanum, endurnýjun sem mun leiða til nýrra aðferða og nýrra sigra. Við þessar gömlu höfum engan höfundarrétt á Kvennalistanum eða hreyfing- unni og verðum að gæta okkar á þvf að telja hreyfinguna staðnaða bara af þvf að við sjálfar erum ekki lengur í stuði. En svo er svo margt sem hér spilar inn i. Stundum finnst mér konur gefa sér vissan tíma í starf af þessu tagi, starf sem er í eðli sínu róttækt og upp á kant við allt og alla. Það er mjög slítandi að vera alltaf að stela tíma frá þvi sem þú sem kona ættir að vera að gera. Að taka sér slíkt svigrúm, t.d. frá manni, börnum, foreldrum, - það höldum við misjafnlega vel út. ■ Nú hefur þú verið mjög virk lengi án þess að vera nokkurn tímann oddamanneskja. Hefur þú aldrei verið ósátt við það? Nei, elskan mín, ég er bæði löt og sérhlífin...nei í alvöru talað þá stenst ég bara ekki þær kröfur sem ég geri sjálf til oddakvenna. Og mér líkar ákaflega vel að vera ein af konunum á bak við konurnar. ■ Er það ekki óskaplega kvenlegt viðhorft Hugsanlega. Karlmönnum er illa við að starfa einhvers staðar þar sem þeir geta ekki sjálfir komist í oddaaðstöðu. Ég hef það stundum á tilfinningunni að starf karla í pólitík gangi út á það að komast upp stiga sjálfra sín vegna en ekki að koma málum Á skrifstofu Kvennalistans 1990. Hreyfina kvenna staðnar ekki fyrr en fullum mannréttindum er nóð. Hins vegar geta aðferðir staðnað og hafa gert það. Hingað til hefur kvennanreyfingum tekist að endurnvja aðferðir sínar artur oa aftur og ég hef fulla trú ó að svo verði áfram fram. Það er mjög illgjarnt að segja þetta. En þú heyrir karl- menn segja þetta í sambandi við Kvennalistann. Þú segir við karl- mann: Þér er alveg fijálst að starfa þarna, þú mátt koma á fundi, leggja orð í belginn, taka þátt í stefnumótun, mæta dagana sem á að þrífa og taka til í kjallaranum, eina sem þér er bannað er að fara á lista en það verður til þess að þeir nenna ekki vinnunni. Að komast áfram, að vera sýnilegir á framboðslista er það eina sem þeir virðast hafa áhuga á. ■ Hvernig á Vera að vera? Að flestu leyti eins og hún er. Bara hún gæti verið hundrað blaðsíður! Ég myndi vilja sjá meiri hug- myndaumræðu, meiri umræðu með og á móti. Opna blaðið. Um hvað erum við ósammála? Ég myndi líka vilja fá meira að heyra frá útlöndum, þar er margt í gerjun, sem fer fram hjá þeim okkar sem ekki eru áskrifendur að erlendum kvennatímaritum. Mér finnst við stundum vera of fjarri okkar eigin raunveruleika - afneita þáttum í sjálfum okkur vegna þess að þeir passa ekki í teoríur. Ég er t.d. mjög ánægð með uppskriftir í Veru, en það var lengi vel algjör bannvara. Hvers vegna? Við eldum mat og bökum, pælum í fötum, hárgreiðslu, barnauppeldi, karlmönnum. alveg eins og við þrösum um launamisrétti, stöðuveitingar og kynferðislegt ofbeldi. Þetta eru hlutar af tilveru okkar og við eigum ekki að horfa fram hjá neinum þessara þátta. Við meg- um ekki vera of púritanískar Við erum löngu komnar út úr þess- um mussufeminisma, við filuðum okkur ekki í honum. Og það getur verið að við horfum of mikið fram hjá okkur sjálfum. Við megum ekki falla í þann pytt að afneita málum af því að þau eru ekki feminísk. Feminismi er ekki kennisetning heldur lifandi hug- tak sem á ekki að setja okkur skorður af því tagi sem við erum að vinna gegn í þessu starfi. ■ Konur afneita feminismanum. Er hann að verða tabú? Mér finnst athyglisvert hve margar útlenskar konur kalla sig feminista. Það hefur annað yfir- bragð á sér en hér. Þær eru óhræddar við að nota þetta hug- tak og hika ekki við að viður- kenna hversu mörgu feminismi hefur breytt til batnaðar. En það er partur af bakslaginu að koma óorði á feminisma, á kvenna- hreyfinguna. Við eigum ekki að hlusta á svona afneitun á þvi sem kvenfrelsishreyfingar siðustu 100 ára hefur fært okkur, það er vanvirðing við þær sem ruddu brautina fyrir okkur og við okkur sjálfar. ■ Hvað með þann orðróm að það haji tekið þig langan tíma að „sanna" þig innan Kvennafram- boðsins afþví að bakgrunnur þinn var annar en Jlestra hinna? Stofnun Kvennaframboðs var í sjálfu sér krafa um að við konur gætum starfað í pólitík á okkar eigin forsendum. Ég tók stelpurn- ar bara á orðinu og það reyndist mér ágætlega. Satt best að segja hefur mér sjaldnast liðið betur en í störfum með öllum þessum konum - líklega mun maður segja að leiðarlokum að þetta hafi verið eitt af ævintýrum lífsins . □ RV 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.