Vera


Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 20
VERA SPYR VALGERÐI H. BJARNADÓTTUR JAFNRÉTTISFULLTRÚA AKUREYRAR ERU JAFNRÉTTISFULLTRÚAR AÐEINS VINNUKONUR KERFISINS? Jafnréttisfulltxúi Akureyrarbæj- ar hóf störf í ágúst 1991 og er enn eini starfsmaður opinbera kerfis- ins hér á landi sem ber starfs- heitið „jafnréttisfulltrúi“, þótt hjá einstaka opinberri stofnun starfi nú fólk að jafnrétti kynjanna með ýmsum hætti. Það er þvi varla hægt að tala um jafnréttisfulltrúa í fleirtölu, og ekki auðvelt íyrir þá sem gegnir þessu starfi að meta hlutlaust að hve miklu leyti hún er vinnukona eða ekki. Þó skal ég reyna. Jafnréttisfulltrúi Akureyrar er fulltrúi bæjarbúa, ekki síður en kerfisins. Hlutverk mitt er að vinna að jafnrétti kynjanna í bæj- arfélaginu, þ. á m. innan veggja bæjarstofnananna. Verkefni mín koma flest úr eigin smiðju eða jafnréttisnefndar, þ.e. ég hef frumkvæði að flestu því sem ég geri, ég móta það og vinn það. Ég fæ þó fólk til liðs við mig í mörgum tilvikum, s.s. í rannsóknarverk- efnum og sum verkefnin eru samstarfsverkefni fleiri en einnar stofnunar, t.d. ráðstefnur og námskeið. Það hefur aukist síð- ustu mánuði að til mín leiti fólk, starfsmenn bæjarins og bæjar- búar, til að fá ráðgjöf og stuðning í málum sem það er að glíma við og sem varða stöðu kynjanna. Sú þróun er árangur mikils kynning- arstarfs sem hefur farið fram á þessu eina ári sem ég hef starfað. Það er einnig mikið leitað til mín sem fagmanneskju, sérfræðings í málefnum kynjanna, til að halda fyrirlestra og erindi um stöðu kynjanna, svara spurningum í fjölmiðlum o.s.frv. Sjálfsstyrkinganámskeið fyrir konur, sem ég vinn i samstarfi við fjölskylduráðgjafa Heflsugæslu- stöðvarinnar, eru meðal þess ánægjulegasta sem hefur verið á verkefnaskrá jafnréttisfulltrúa þetta fyrsta ár. í gegnum þau get ég miðlað því sem ég tel skipta máli til að styrkja stöðu og sjálfs- mynd kvenna, en auk þess kemst ég þar í tengsl við konur, alls konar konur, í þessum bæ. Nám- skeiðin eru ekki síður skóli fyrir mig en þær. Konurnar sem hafa sótt námskeiðin eru á aldrinum 22-67 ára. Þær eru nemar, hús- mæður, vinnukonur og stjórn- endur, sumar háskólamenntaðar og aðrar vel menntaðar úr skóla lífsins. Mæður, ömmur og dætur og allt í senn. Sumar starfa hjá Akureyrarbæ og eru þar með sjálfar vinnukonur kerfisins. Ég þekki ekki aðra leið til að ná út fyrir veggi skrifstofunnar minnar og kerfisins, til þeirra sem ég á að þjóna, og ég held að þetta sé eitt ánægjulegasta verkefni sem ég hef unnið um dagana. Starfsheitið jafnréttisfulltrúi gef- ur til kynna að ég eigi að vinna að málefnum beggja kynja. Það geri ég vissulega líka, þvi þótt aðal- áherslan sé á konur, þá vitum við að það kemur báðum kynjum til góða. Það er engum í hag að karl- vægið sé jafn yfirþyrmandi og það er. Hins vegar vonast ég til að geta komið á sambærilegum nám- skeiðum fyrir karla, sem þó verða auðvitað öðruvisi uppbyggð, þótt markmiðið sé í raun það sama, það er að kenna þeim að rækta kvenhlið sína, til mótvægis við karlhliðina. Jafnvægi kynjanna í okkar heimi er mitt hjartans mál. Mis- vægið tel ég vera orsök flestra vandamála okkar og það er þess vegna stórkostlegt að fá að starfa innan kerfisins að þvi að minnka misvægið og hafa til þess fjár- magn og nokkuð fijálsar hendur. Ég er vfssulega vfnnukona bæjar- búa og þess hluta kerfisins sem er mér sammála, en ég er bless- unarlega laus við að þurfa að vinna verk sem ég er ósátt við. □ Akureyrl, ó vaxandi tungll í september 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.