Vera


Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 16

Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 16
Víst man ég. Það eru meira en fimmtán ár síðan. Þá var ég ellefu, tólf ára gömul, en ég man heil- mikið. Ég man til dæmis spurningarnar í skólanum. - Er það satt að mamma þín sé rauðsokka? ICrakkarnir horfðu á mig eins og ég væri innílutt furðudýr frá annarri plánetu þegar ég svaraði játandi. í Laugarnes- skóla árið 1976 voru rauð- sokkumæður ekki algengar. Hreyfingin var eílaust ennþá tiltölulega nýstárleg þá, að minnsta kosti var mikið um spurningar. - Eldar hún þá aldrei mat eða vaskar upp og svoleiðis? - Gengur hún alltaf í buxum? - Er hún vond við pabba þinn? Fáránlegar spurningar flnnst manni í dag, en á þessum tíma voru skólafélagar mínir ekki að reyna að stríða mér. Það lá hreinræktuð forvitni að baki spurningunum, ekki fyrirlitn- ing. Ég man líka eftir heimilisregl- unum. en ég man ekki eftir að þær hafi skapað nein átök eða vandamál. Sá sem eldar vaskar ekki upp! Sá sem þvær þvott og straujar skúrar ekki gólf og svo framvegis. Og smám saman eftir að við systur komumst til vits og ára vorum við færðar inní skipu- lagið, okkur til ómældrar óánægju stundum. Og ég man eftir Sokkholti á Skólavörðustignum, höfuð- stöðvum Rauðsokkahreyfing- arinnar á áttunda áratugnum. Þangað fór hraðsuðuketillinn, Andrésblöðin, dúkkurúmið og sitthvað fleira og átti ekki afturkvæmt. Þangað fór ég oft VIST MAN ÉG með mömmu og minningarnar eru eins og kvikmynd þar sem hljóðið er brenglað, bara hávær kliður. Reykmettað her- bergi þar sem margar konur (og einstaka karlmaður) sátu á rökstólum, ræddu mál af miklum tilfinningahita, sögðu háðslega brandara um aftur- haldssama karlmenn og hræddar konur. Börðu í borðið þegar talið barst að þvi hróp- lega óréttlæti sem konur urðu fyrir allstaðar, á vinnustöðum, á heimilum, í pólitík... Þessu varð að linna, það var komið nóg af kúgun og konurnar í þessu herbergi voru konurnar sem þorðu að skera upp herör gegn þjóðfélaginu eins og það lagði sig. g sat yfirleitt úti í horni hjá Andrésblöðunum og hinum krökkunum og fylgdist með og fannst eins og ég væri að upp- lifa eitthvað svo ógnarmerki- legt. Heimurinn var að breyt- ast og ég fékk að íylgjast með. Og ég man eftir slagorðun- - Kvennabarátta er stétta- barátta! - Kona án karls er eins og flskur án reiðhjóls! - Manneskja ekki markaðs- vara! - Sama vinna - sömu laun! Og ég man eftir kröfugöngun- um, ég seldi merki og blaðið Forvitna rauða. Og í einni kröfugöngu, líklega 1. maí, bauð ég merkið konu sem stóð í dyragætt við Laugaveginn. Hún vfrti merkið fyrir sér og var í einhverjum vafa um hvort hún ætti að styðja málefnið, þá kom maðurinn hennar (held ég) og sagði að kona sín keypti ekki svona. Og þar við sat. Og ég man að ég uppgötvaði kvenfrelsisbaráttuna upp á nýtt, hún varð raunveruleg í gegnum þessa konu. Það þurfti ekki mikið til. Og ég man eftir endalausum rökræðum við vinkonur mínar sem áttu heimavinnandi mæð- ur sem ekki voru „rauðsokk- ur“. Þar endursagði ég alla frasana sem ég hlustaði á í Sokkholti og efaðist aldrei um eitt einasta orð. Ég efast heldur ekki núna. Ég er hvorki mikil baráttukona né hugsjónamanneskja. Ég er ekki virk í neinum samtökum sem vinna fyrir nokkurskonar jafnrétti. Hins vegar lít ég á það sem sjálfsagðan hlut. Ég efast aldrei um að ég sé jafngóð og manneskjan sem stendur við hlið mér, hvort sem hún er með typpi eða ekki. Og þrátt fyrir allt. Þrátt fýrir það að enn sé langt í land hvar sem gripið er niður, þá er ég vongóð um að þegar dóttir mín heldur upp á þrítugsafmælið sitt árið 2020 þá verði það hverfandi fáir sem efast. □ Sif Gunnarsdottir 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.