Vera - 01.12.1998, Page 20

Vera - 01.12.1998, Page 20
pað borgar bæta kjör sig fólks segir Harpa Njáls, íélagsfræðingur og umsjónarmaður innanlandsdeildar Hjálparstarfs kirkjunnar „Við getum kannski aldrei útrýmt fátækt en við getum unnið mun markvissar að því að draga stórlega úr henni,“ segir Harpa Njáls félagsfræðingur sem skrifaði BA ritgerð undir heitinu Fátækt í velferð- arsamfélagi. í ritgerðinni sviptir Harpa með margvíslegum rökum hulunni af goðsögninni um íslenska velferðarkerfið og bendir á að því fari víðs fjarri að ís- lendingar standi jafnfætis nágrannaþjóð- unum í útgjöldum til velferðarmála. Að hennar mati er eitthvað í samfélagsgerð- inni sem veldur því að það eru alltaf sömu hóparnir sem búa við fátækt en um síð- ustu aldamót bjó svipað stór hluti lands- manna við fátækt og í dag. Harpa hefur nú umsjón með innanlandsaðstoð Hjálp- arstarfs kirkjunnar og hittir daglega fólk sem getur ekki lifað af þeirri upphæð sem samfélagið skammtar því af auðæfum sfnum. Harpa lauk námi í félagsfræði sl. sumar, 52 ára gömul, og við byrjum því á að forvitnast um líf hennar fram að því að hún hóf nám við Háskóla íslands. Hún er fædd og uppalin á Suðureyri við Súgandafjörð og bjó þar til 32 ára aldurs, utan eitt ár á Austfjörðum. Á Suð- ureyri vann hún m.a. við fiskvinnslu en einnig við verslun, á símstöðinni og hún tók að sér að sníða og sauma fatnað. Árið 1978 flutti hún til Reykjavíkur, ásamt dætrum sínum tveimur, og skömmu seinna skildi hún við mann sinn. Um líkt leyti segist hún hafa ákveðið að hefja nám og fór í öldungadeild Verslunarskólans og síðan Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, en vann hjá Dagvist barna á leikskólum í borginni og seinna við blóma- skreytingar og afgreiðslu. „Ég var í fyrstu stjórn Búseta 1983, fór þangað fyrir tilstilli Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur sem var í undirbúningshópi fyrir stofnun félagsins," segir Harpa. „Ég kynntist Aðalheiði á vettvangi Sóknar og hún bað mig að taka þetta að mér. Þegar bygginga- framkvæmdir hófust á vegum Búseta, árið 1988, varð ég fljótlega framkvæmdastjóri fé- lags- og rekstrarsviðs. Starfsemin rifnaði út á þessum árum og ég kynntist fjölþættum félagslegum aðstæðum félaga í Búseta. Haustið 1992 sótti Harpa um undanþágu til að mega hefja háskólanám án þess að hafa stúdentspróf og fékk það. Hún fjár- magnaði sjálf fyrsta veturinn en næsta haust fékk hún fyrirgreiðslu í banka út á væntan- legt námslán en veiktist í lok annar og gat ekki stundað námið eða tekið próf. „Þessi reynsla kenndi mér margt,“ segir hún. „Ég varð að gera upp við mig hvers'u miklu ég vildi fórna og hvað ég vildi leggja á mig fyrir námið. Ég ákvað að selja bílinn, það dugði til að koma mér á slétt, síðan hélt ég náminu áfram en vann með og hef ekki eign- ast bíl aftur. Ég lauk við BA ritgerðina sumar- ið 1997 en útskrifaðist sem félagsfræðingur sl. sumar. Um áramót ætla ég svo að hefja mastersnám og halda áfram á sömu braut. Ég ætla að skoða dýpra hvað það er í okkar samfélagsgerð sem veldur því að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu búa stöðugt við fátækt. í því efni hef ég ákveðnar vísbendingar sem ég ætla að rannsaka betur.“ Rík þjóð sem ver minnst til velferðarmála Harpa segir að það hafi kveikt í sér að taka þetta efni fyrir sem lokaverkefni að árið 1994 gerði hún eigindlega rannsókn um efnið at- vinnuleysi og fátækt. „Þá var atvinnuleysi frekar nýtt hjá okkur en ég var svo heppin að komast í samband við hjón sem höfðu misst vinnuna þegar ríkisfyrirtæki var lagt niður. Þau voru með fimm börn á framfæri og höfðu verið í þessum aðstæðum í tvö ár. Ég fékk góða innsýn í líf þeirra, kynntist því hvernig þau börðust, hvað þau voru nægju- söm og úrræðagóð og stóðu vel saman, sem skiptir miklu máli. Ég kynntist því líka hvernig velferðarkerfið er og tel að kerfið hafi ekki verið tilbúið að taka við þessum miklu erfiðleikum sem atvinnuleysið var þegar það kom svona snögglega." í ritgerðinni fer Harpa yfir stöðuna eins og hún er í dag en í mastersnáminu ætlar hún að fara enn dýpra ofan í málin og greina orsakir fátæktar. „Við íslendingar erum með- al fimm tekjuhæstu þjóða heims en verjum lægstum upphæðum til velferðarmála af þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Ef við tökum EB löndin, sem eru um 17 þjóðir þegar Noregur og ísland eru talin með, þá var það svo árið 1994 að Grikkland 20

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.