Vera - 01.12.1998, Side 42

Vera - 01.12.1998, Side 42
Þótt stelpurnar séu duglegri að stunda félagslífíð er algengara að strákar sitji í stjórn- um nemendafélaganna. Hallærislegt að tala um jafnrétti kynjanna rætt við tvo framhaldsskálanema um störf í nemendafélagum í byrjun nóvember var hafin áróðursherferð til að hvetja konur til meiri þátttöku í stjórnmálum. Auglýsingar birtust í dagblöðum, t.a.m. ein með svarthvítum Davíð Oddssyni sem heldur á bleikum, háhæluðum kvenskóm og virðist ætla að fara í þá. (Nú ætla ág ekkert að minnast á það að kvenskór er freudískt tákn fyrir kynfæri kvenna og það að Davíð ætli...) Þessi áróðursherferð er tímabær. Fjöldi kvenna á alþingi og í sveitarstjórnum hefur verið skammar- lega lágur og er nú í kringum 25% af kjörnum fulltrúum. Hins vegar vakna upp efasemdir um að besta leiðin til að fjölga konum í stjórnmálum sé að birta myndir af karlfulltrúum okkar handfjatlandi konuflíkur. Eyrún Magnúsdóttir er formaður nem- endafélags Kvennaskólans. „Þótt stelpur séu mun fleiri í skólanum en strákar, endurspeglast það ekkí í stjórn nemendafélagsins," segir hún. Er ekki kominn timi til að styrkja ungu kynslóðina? Mikill fjöldi ungs fólks stígur fyrstu skref sín í stjórn- málum í menntaskólunum. í menntaskólunum fær það nasasjón af því hvernig kosningabarátta er háö, fær reynslu af því að tala fyrir máli sínu á kosninga- fundum og ef það nær þeim árangri að verða kosið í stjórn fær þaö mikilvæga reynslu í stjórnun og skípu- lagningu. Reynslan hefur sýnt að fólk sem hefur mik- ið sinnt félagsstörfum innan framhaldsskólanna hef- ur haldið því áfram þegar í háskólana er komið og fundið þar vettvang innan annaðhvort Vöku (félag hægrisinnnaðra í Hi) eða Röskvu (félag vinstrisinn- aðra í HÍ). Nemandi í framhaldsskóla er að meðaltali sjö tíma á dag í skólanum. Það er u.þ.b. helmingur af degi hans. Hann stundar oftar en ekki félagslífið sem nefndir skólans standa fyrir og þekkir jafnvel nefndar- meðlimi. Stjórn skólafélagsins stendur þessum með- alframhaldsskólanema mun nær en ríkisstjórn is- lands eöa borgarstjórn. Hann borgar ekki skatta og er ekki á námslánum. Innanskólamál standa honum miklu nær hjarta en t.d. kvótakerfisbaráttan. Með þessar staðreyndir í huga er skynsamlegast aö byrja að hlúa að þátttöku kvenna í menntaskólastjórnmál- um. Þá værum við að ala upp kynslóð sem sæi jafn- rétti í þeim stjórnmálum sem eru næst þeirra reynslu- heimi. En þó fjöldi kvenna í sveitar- og rikisstjórnmálum sé skammarlegur er staöan þó mun verri í framhalds- skólunum, grasrótinni. Konur eru meirihluti nemenda á framhaldsskólastigi en finnast sjaldnar en ætla mætti í stjórnum, ráðum og nefndum skólafélaganna. Strákar í meirihluta í stjórnum nemendafélaga Vera fékk formenn tveggja nemendafélaga í mennta- skólum í Reykjavík í stutt spjall um stööu jafnréttis- mála á þeim bænum. Þetta voru þau Funi Sigurðsson úr Menntaskólanum viö Sund og Eyrún Magnúsdótt- ir úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Við byrjuðum á að spyrja þau hvort rætt væri um jafnréttismál í stjórnum nemendafélaganna. Funi svaraöi því til að það væri mest á léttu nótunum, þeir (strákarnir í stjórninni) hlægju að þessu karlaveldi sem hefði myndast hjá þeim. „I MS getum við sagt að hefð sé fyrir því að meirihluti stjórnarmanna sé karl- kyns. Samt sem áður eru yfirleitt fleiri stelpur í fram- boöi og stúlkur eru meirihluti nemendanna," sagöi hann. Eyrún benti á að mörgum þætti hallærislegt að ræða þessi mál. Sjálfri þætti henni þarft að ræða þessi mál en að umræðan væri ansi lítil. „Stelpur eru yfir- gnæfandi meirihluti nemenda Kvennaskólans en sá munur endurspeglast ekki í stjórnum nemendafélags- ins þar sem strákar eru ansi atkvæðamiklir þrátt fyrir að stelpurnar séu fleiri," sagði hún. ( framhaldi af þessu spurðum við hvort jafnréttismál væru rædd hjá FF (Félagi framhaldsskólanema) en svo reyndist því miður ekki vera. Eyrún var þó þeirrar skoðunar að þörf væri á því en Funi var ekki alveg sammála og sagöi að sér fyndist þetta snúast um einstaklinga en ekki kyn. Hann setti fram þá hugmynd að konurvant- aði sjálfstraust til jafns við karlmenn og því væri e.t.v. eðlilegast að þessi mál væru rædd þegar fer að nálg- ast kosningar í framhaldsskólunum. Það væri þvi frekar hlutverk kjörstjórnar en nemendastjórnar. Samkvæmt honum er mikill munur á framkomu 42

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.