Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 21

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Page 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 57 mæðra. í hópnum voru: Eva S. Einarsdóttir tilnefnd af LMFÍ, Helga Sóley Torfadóttir tilnefnd af Ljósmæðradeild HFÍ og Dóra Halldórsdóttir BHM. Tillögur starfshópsins voru síðan settar fram og til umræðu á fræðslufundi 24. nóv. ’84. í framhaldi af því voru síðan unnin drög að nýjum félagslögum. Til stóð að halda trúnaðarmannanámskeið sl. haust, en af því varð ekki vegna verkfalls. Því var ætlunin að halda námskeiðið í mars um leið og endurmenntunarnámskeiðið, en af því gat ekki orðið vegna óviðráðanlegra orsaka. Ákveðið er að reyna áfram og þá núna í apríl. í vetur hefur stjórnin verið að kynna sér greiðslur lífeyrissjóðs ljósmæðra, sem er vægast sagt mjög bágborinn. í framhaldi af því verður athugað hvort ekki sé möguleiki á annarri og betri lausn þessara mála. Sex ljósmæður útskrifuðust frá Ljósmæðraskóla íslands 17. júní 1984. Ljósmæðrafélagið býður þær hjartanlega velkomnar í okkar hóp. Ljósmæður sem setið hafa fundi og ráðstefnur f. h. félagsins á sl. ári. Stjórnarfundur N.J.F. í Hamar í Noregi í lok maí 1984. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Hulda Jensdóttir. Fulltrúar LMFÍ á fundi ICM í Sydney í sept. sl. Kristín I. Tómasdóttir, Matthea G. Ólafsdóttir. Bandalagsráðstefna 29. og 30. jan. 1985. Guðrún Björg Sigur- björnsdóttir. D. Reikningar félagsins, einnig ársreikningar Ljósmæðratalsins, lagðir fram. Fundarstjóri gefur orðið laust. Engar athugasemdir eru gerðar, þeir skoðast því samþykktir. 2. Minningarsjóður ljósmæðra. Kristin I. Tómasdóttir yfirljós- móðir gerir grein fyrir sjóðnum og reikningum hans i forföllum Dýrfinnu Sigurjónsdóttur. Innistæða er nú kr. 34.407,16. Minningarsjóður Þuríðar Bárðardóttur. Kristín I. Tómasdóttir yfirljósmóðir gerir grein fyrir sjóðnum í forföllum Jóhönnu Þorsteinsdóttur, sem bað fyrir bestu kveðjur til fundarmanna. 3. Skýrslur landshlutadeilda LMFÍ. Margrét Þórhallsdóttir les starfsskýrslu Norðurlandsdeildar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.