Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 6
Viðbótar- og endtirmennhin tjósmðeðra á \>egiim námsbrautar í hjúkrunarfrceði, Háskóla íslands Eftirfarandi bréf hefur borist Ljósmœðrafélaginu undirritað af Guðrúnu Kristjánsdóttur, formanni stjórn- ar námsbrautar í hjúkrunarfrœði og Ólöfu Ástu Ólafsdóttur námsstjóra í Ijósmóðurfrœði. „I kjölfar þess að námsbraut í hjúkrunarfræði hefur tekið að sér ljósmóðurnám til frambúðar og að menntun- arkröfur ljósmæðrastéttarinnar hafa breyst, hefur innan námsbrautarinnar farið fram þó nokkur umræða um möguleika ljósmæðra til endurmenntunar og hjúkrunarnáms. Áhugi ljósmæðra fyrir námi í hjúkrunarfræði hefur aukist sem og fyrir endurmenntun í greinum sem eru undirstaða fræðilegra vinnubragða og til eflingar rannsókna í ljósmóðurfræði. Borist hafa nokkur erindi ljósmæðra þar að lútandi. Hingað til hafa það verið reglur námsbrautarinnar að inntökuskilyrði sé stúdentspróf eða hjúkrunarpróf ef um sérskipulagt BS nám er að ræða. Því þarf að gera undanþágu ef veita á ljósmæðrum heimild til skrá sig í B.S. nám í hjúkrunarfræði og/eða til að skrá sig í einstök námskeið. Á námsbrautarstjórnarfundi sem haldinn var þann 24. september 1997 var samþykkt að veita slíkar undan- þágur. Samþykkt var að veita ljósmæðrum sem ekki hafa stúdentspróf heimild til að skrá sig í nám í hjúkrun- arfræði. Undanþágan gildir fyrir 3 ljósmæður á ári. Fundurinn samþykkti einnig að ljósmæðurnar skuli vera undanþegnar því að þreyta samkeppnispróf á fyrsta ári en skilyrði sé að kröfum um fullnægjandi námsárangur í öllum greinum samkvæmt reglum námsbrautarinnar sé náð. Jafnframt var samþykkt að veita ljósmæðrum heimild til að skrá sig á sérstakt skráninganúmer í þau námskeið sem tilheyra fornámi náms í ljósmóðurfræði. Heimild þessi gildir í tvö ár 1997-1999. Um er að ræða 16 eininga fornám sem hjúkrunarfræðingar er ekki hafa lokið BS prófi í hjúkrunarfræði þurfa að ljúka áður en þeir geta sótt um eða hafið nám í ljósmóðurfræði. Talið er að þessi undirbúningur sé nauðsynlegur til að kröfur sem gerðar eru til náms á háskólastigi séu upp- fylltar og ennfremur til að námskrá ljósmóðurnáms á íslandi sé í samræmi við alþjóðlega staðla samkvæmt til- skipunum Evrópusambandsins. Því var ákveðið að ekki væri óeðlilegt að ljósmæðrum stæði sami námspakki til boða í nokkur ár, en að á sama tíma væri stefnt að því að viðbótar- og endurmenntun ljósmæðra fari fram í Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Námsgreinar í fornámi eru: 02.03.08 02.03.09 02.03.21 Lífeðlisfræði I Lífeðlisfræði 11 Fósturfræði 3 einingar. 3 einingar. 3 einingar. 02.03.33 02.03.24 Tölfræði Aðferðaífæði 2 einingar. 02.03.10 2 einingar. Heimspekileg forspjallsvísindi samtals 3 einingar. 16 einingar. Síðastliðið ár var tekin sú ákvörðun í stjórn námsbrautarinn- ar að stefna beri að því að viðbót- ar- og endurmenntun í hjúkrunar- fræði færi fram í Endurmenntun- arstofnun Háskóla íslands. Skipu- lagðir yrðu námskeiðspakkar og einstök námskeið í samvinnu við námsbrautina og fagdeildir hjúkr- unarfræðinga eða á vegum ein- staklinga og heilbrigðisstofnanna. Að sama marki mun verða stefnt hvað varðar viðbótar- og endur- menntun ljósmæðra. Námsnefnd í ljósmóðurfræði býður fram krafta sína til að vinna að þessum mál- um í samstarfi við Ljósmæðrafé- lag íslands“. 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.