Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 21
Trine segir sér fínnast áberandi hvað ljósmæður á Islandi noti mónitorinn mikið „ ...og ég held að það sé spumingin um vana - maður gleymir að hugsa: Er þetta nauðsynlegt eða ekki - svo setur maður hann á og lætur hann bara vera þarna. ... Gamlar ljósmæður segjast heyra betur með trépípunni hvernig barninu líður - þær heyri það á hljómi hjartans - en það heyrist ekki með doptone og mónitor“. Hún segir ljósmæður í Danmörku enn nota trépípur mikið. Annað sem hún segir vera öðruvísi hér er notkun hitakassa eftir keisara- skurði og einnig að börnin eru böðuð strax eftir fæðinguna - það er ekki lögð svona rík áhersla á mjög rökrétt skýring. „Þetta gæti stafað af því að við fyrstu kynni af sjúkrahúsinu em þær aldar upp við það að læknirinn hafi rétt fyrir sér - punktur“. Þó finnst henni þetta mjög undarlegt þar sem ljós- mæður séu mjög duglegar ... „og þær geta svo sannarlega bjargað málum, en á því augna- bliki sem þær þurfa að hringja í lækninn, láta þær ábyrgðina frá sér“. Hún segir það eðlilegt að læknar séu fljótir til að ákveða að eitthvað sé að, þeir séu jú helst kallaðir til ef eitthvað er ekki í lagi „og fá ekki tækifæri til að upplifa hve eðlileg- ar fæðingar geta verið mismunandi11. Henni finnst áberandi hversu margir keisaraskurðir eru gerðir vegna lítils fram- gangs. Margar frumbyrj- ur, segja eftirá að þær hafi hreinlega gefist upp. „En kanski ef aðstæður hefðu verið á annan veg hefðu þær getað þetta“. það þar sem hún hefur verið í Danmörku. Þar er meiri áhersla lögð á ró á fæðingarstofunni og samveru fjölskyldunnar. Henni finnst líka soldið skondið hvað ís- lenskir foreldrar eru æstir í að vigta börnin strax. Trine vill bjóða feðrunum meiri unni „ ...hvers vegna ekki? Þetta er jú þeirra fæðing“. Við erum reyndar sammála urn að þetta þurfi að venjast og til að byrja með verði maður dálítið feiminn og að erfitt geti stundum verið að koma feðrunum inn í sturtuklef- ann með konunni, hvað þá að hann fari í sturtuna með henni. „Ef þau væru heiina hjá sér væri það örugglega sjálfsagt mál“. þátttöku í fæðingunni og segist stundum bjóða tilvonandi föður að þreyfa upp á leghálsinn. Hún segir það koma einstaklega vel út. Áður en hún fór að gera þetta hafði hún gjarnan hvatt konurnar til að þreyfa sjálfar í rembings- hríðunum hvernig höfuðið gengur niður og það hvatti þær áfram, en svo fór hún að bjóða pöbbunum að fara í hanska og finna líka og segir þá verða hreint upptendraða við það. Einnig hefur hún upplif- að það í Danmörku að pabbarnir hafa farið ofan í baðið með kon- Talið berst að vatnsfæðing- um, en Trine segir vatnsker hafa verið í notkun á báðuin þeim fæðingadeildum sem hún var nemi á í Danmörku. Á Herlev var bað en konurn- ar máttu ekki fæða í því en í Gentofte voru stór ker og konurnar máttu gjarnan fæða í þeim. Trine segist sakna vatnskerjanna, sérstaklega á útvíkkunartímabilinu. Sturta geri engan veginn sama gagn. Vatnsböðin veiti svo góða slökun. Trine segist hafa notað vatnsböðin mikið fyrir konurnar á útvíkkunar- tímabilinu, en einungis tekið á móti einu barni í vatni. „Reyndar átti ég að fá aðra vatnsfæðingu, en það komu vaktaskipti og ljósmóðirin sem kom á vaktina var ekki hlynnt því. Ég hafði reyndar lofað konunni að hún gæti fætt í vatni, en ljósmóðirin sem kom inn var ekki örugg og sagði konunni að koma upp úr. Þetta varð því n.k. hagsmunaárekstur því konum er boðið upp á að fæða í vatni á Gentofte amtsygehus“. í Danmörku fylgir sama ljós- móðirin konunni eftir í gegn um alla meðgönguna - en hún tekur ekki á móti hjá henni - en Trine er þeirrar skoðunnar að ljósmóðir í meðgöngueftirliti geti eflt trú kon- unnar á sjálfa sig: „ ... það sem ég UÓSMÆBRABLAÐIB 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.