Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 14
Að laera af ve^nsturmi: Deemisögxir nemencla í Ijósmóöuvfrceöi Fastur þáttur á vegum náms í ljósmóðurfræði I síðasta Ljósmæðrablaði birtist fyrsti þáttur á vegum náms í ljósmóðurfræði sem innheldur dæmisögur nemenda úr starfi. Þau mistök urðu að nafn undirritaðrar Olafar Astu Ólafsdóttur námstjóra í ljósmóðurfræði, ábyrgðarmanns og höfundar inngangs féll niður. Uppsetning blaðsins gaf einnig til kynna að um væri að ræða fræðilegar greinar en ekki dagbókarbrot Ijósmæðranema sem lúta öðrum lögmálum. í hinu nýja ljósmóðurnámi er eins og áður mikið lagt upp úr því að læra ljósmóðurlistina á starfsvettvangi. Fræðimennskan er svo þjálfuð með því að íhuga og skrifa dæmisögur í dagbækur sem er skilað reglulega til umsjónarkennara og umsjónarljósmæðra. I ofangreindum inngangi að sögum sem birtar voru í síðasta blaði var gerð tilraun til að skýra hvernig dæmisögur eru notaðar sem kennslutæki og á hvaða hugmyndum er byggt og er hér vísað til þeirra skrifa (Ólöf Asta Ólafsdóttir, 1997). Við lesturinn ber að hafa í huga að ljósmæðraneminn er að lýsa námsreynslu sinni. Flann tekur fyrir ákveðin dæmi, atvik eða aðstæður sem hafa verið umhugsunarverð og hann telur sig hafa lært af. I frásögninni er dregið fram það sem skiptir mestu máli fyrir nemann við vissar aðstæður. Klínísk ákvarðanataka, fræðsla og ráðgjöf er íhuguð og gagnrýnd. Rannsóknarniðurstöður og sú hugmyndafræði og þekking sem stuðst er við í starfi er höfð til hliðsjónar. Ljóst er að hver og einn nemi skrifar á persónulegan hátt um reynslu sína og tengir hana heimildum. Efnivið sinn sækir hann í starfið og mikilvægi þess að trúnaðar sé gætt gagnvart þeim sem koma við sögu þarf varla að taka fram. Við birtingu á dagbókarbroti er þess því gætt að rétt nöfn komi hvergi fram, hvorki skjólstæðinga, nemenda né annarra og allt er reynt til að ekki sé hægt að rekja sögurnar til ákveðinna einstaklinga. Sögurnar þrjár í síðasta blaði áttu það sameiginlegt að fjalla um lífeðlislegt ferli fæðingar og ýmis utanaðkomandi áhrif eins og skoðanir í fæðingu, stjórnun á rembingi og verkjalyfjagjöf. Hér á eftir birtist saga um hvenær og hvort sé rétt að flýta fyrir og örva eða gangsetja fæðingu þegar vatn er farið, um hvaða áhættuþætti sé að ræða og hvað hefur áhrif á val á meðferð. Ljósmóðurnemi veltir vöngum yfir greiningunni, hvernig samráði við konu var háttað um örvun fæðingar með oxitocin og hvort betra hefði verið, miðað við hver útkoman varð, að bíða í sólarhring og athuga hvort hægt væri að örva fæðingu með öðrum leiðum eða hvort hún færi af stað sjálfkrafa. Tilgangurinn er að gefa ljósmæðrum tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í lærdómi og rökræðu ljósmæðranema við sjálfan sig og aðra. 1 hverju blaði mun verða birt sýnishorn úr dagbókum um mismunandi efni. Gaman væri og fróðlegt að fá fram sem flest sjónarhorn og eru innlegg lesenda í umræðuna vel þegnar. Um nýjan þátt er að ræða sem vonandi á eftir að þróast í skjóli blaðsins og skapa umræðu á faglegu nótunum í ljósmóðurfræði. Heimildir: Ólöf Ásta Ólafsdóttir (1997) Að læra af reynslunni: Dæmisögur nemenda í ljósmóðurfræði. Ljósmæðrablaðið 2, bls. 3 14 LJÓSMÆÐRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.