Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 23
Kristín Björk Kristjánsdóttir ljósmóðir fæddist á Akureyri 10. desember 1947. Hún lést á Landspítalan- um 31. júlí 1997. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson, fyrrverandi vörubílstjóri Akureyri, fæddur 7. des- ember 1920 og Auður Ólafsdóttir fædd 17. mars 1922, dáin 26. september 1978. Kristín var elsta barn þeirra. Systkini Kristínar eru Ragna, Halldóra, Eyþór, Valgerður og þórny. Kristín giftist 14. apríl 1974 Sig- urði Kristjánssyni húsasmíðameistara, fæddur 2. desember 1949, sonur Ástríðar Sigurðardóttur og Kristjáns Davíðssonar bónda á Oddstöðum í Lundarreykjardal. Kristín og Sigurður eignuðust þrjú börn: 1) Auður, fædd 23. janúar 1973, nemi við Háskóla íslands. 2) Kristján, fæddur 9. október 1974, húsasmíðameistari, eiginkona hans er Svava Rán Guðmundsdóttir og eiga þau soninn Oliver. 3) Ragnheiður, fædd 1. mars 1982, nemandi í Grunnskóla Mosfellsbæjar. Kristín lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1964 og námi frá Ljósmæðraskóla íslands árið 1972. Hún vann frá þeim tíma á Landspítalanum á sængur- kvenna- og meðgöngudeild. Útför Kristínar fór fram frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, 12. ágúst 1997. Blessuð sé minning Kristínar. Frá Akure-ýri 03. Mars 1998. Halló, halló ! Af okkur hér á Fæðingadeild FSA.er allt gott að frétta. Fólksfjölgun svipuð ár frá ári en það er jú grundvöllur okkar vinnu. Fjöldi fæðinga er um 400 á ári en við gerum ýmislegt annað en að taka á móti börnum. K'jnning. Deildin okkar heitir Fæðinga-og kvensjúkdóma- deild og eru 10 rúm á kvensjúkdómadeildinni en 13 á fæðingadeildinni. Eins og á öðrum minni deildum gegnir deildin hlutverki meðgöngudeildar, fæðingadeildar og sængurkvennadeildar. Þetta bíður upp á samfellda þjónustu og eru tengsl starfsfólks og skjólstæðinga oft mjög náin. Heimaþjónusta er í boði fyrir sængurkonur og eru alltaf nokkrar sem notfæra sér þá þjónustu. Talsverð ambulant þjónusta er við deildin m.a. legvatnsástungur, hingað koma konur sem þurfa að fara í monitor og einnig sinnum við vandamálum tengdum brjóstagjöf. Innlagnir á kvensjúkdómadeild eru um 350-390 á ári. Helstu innlagninga ástæður eru aðgerðir s.s. hy- sterectomiur og laparotomiur. Ttceðra9emcl og ungbamaOemd. Mæðraverndin er á vegum Heilsugæslustöðvar- innar og starfa þar tvær ljósmæður í hlutastöðum. Mjög góð tengsl eru við mæðraverndina og eru haldnir mánaðarlegir fundir þar sem rætt er um konur í -hættuhópum bæði hvað varðar líkamlega og andlega líðan og sett upp stuðningsáætlun fyrir þær. Þessu er fylgt eftir með verkefninu „Nýja Barnið“, sem hefur það markmið að veita ákveðn- um hópi kvenna sérstakan stuðning í gegnum með- göngina, fæðinguna og sængurleguna. Eftir útskrift sængurkvennanna kemur hjúkrunarfræðingur ung- barnaverndar hingað á deildina og fær munnlegt og skriflegt rapport um allar konurnar sem útskrifast. Framtíðaráætlanir. Við erum búnar að óska eftir því að fá baðkar inn á fæðingastofuna og fáum það að öllum líkindum von bráðar. Eins og er getum við boðið konunum upp á baðkar, sem er inni á kvensjúkdómadeild og hafa þær sem það nota verið mjög hrifnar af ver- unni í vatninu. Til stendur að skipta deildunum þ.e. fæðingadeild- inni og kvensjúkdómadeildinni meira en nú er bæði hvað varðar húsnæði að hluta og mönnun. Vangaveltur hafa verið meðal ljósmæðrana um form þjónustu í svipuðum anda og MFS, en til þess að það mætti verða að veruleika þurfum við m.a. fleiri ljósmæður. Að lokum viljum við hér á Akureyri nefna það að deildin er mjög skemmtileg og við óskum ykkur gæfuríks sumars. Ingibjörg H. Jónsdóttir Yfirljósmóðir, Fæðingadeild FSA. UÓSMÆPRABLAPIÐ 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.