Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 32
UDSMÆ9RA1LAII185 ÁRA Þórunn Árnadótnr, Ásgerður Emma Kristjáns- dóttir, Þorgerður Pálsdóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir, útskrifaðar 1964, í dyragœttinni má sjá Sigrúmt Höskuldsdóttur. Á öðrum aðalfundi Ljósmæðrafélags íslands, þann 30. júní 1921 lágu fyrir erindi þar sem hvatt var til útgáfu blaðs sem yrði tengiliður á milli ljósmæðra á tímum þegar samgöngur og annað samband manna á meðal var með allt öðrum hætti en nú þekkist. Vegna þess hve dýr útgáfan yrði var ákveðið að sleppa útgáfu að sinni en málið var til umræðu á næsta aðalfundi félagsins og þótti ljóst að brýnt væri að gefa út blað til að auka samvinnu ljósmæðra um land allt. Það varð úr að Ljósmæðrablaðið kom út í fyrsta sinn í október 1922. í fyrsta tölublaði segir m.a. í ávarpi formanns Þuríðar Bárðardóttur: VLtMilecjCL er þettx ekJci nema. tilrtuui; jxu) er lcámíð uáuUþ Lj(h- 'HtœðnuK Jretta. LmicU, kwrt Jxer hafa, Jxuui ■metiuu), að jera. Jaað cem jxer yeta tií Jaex að Ludda út bíaði fyritr stjett úna, eða kjtha keiduA' að hýrost, kuer í súua korni, oj Láta ekkert á sjer krœLa, ocj Láta sjer stanða á sama imm. stjettarmÁlejm sút, Lwort sem tii jrama er eða jrczðsiu... Það þarf ekki að orðlengja það að ljósmæður hafa heldur betur sýnt að stéttin hefur þann metnað sem þarf til að halda úti félagsblaði. Ljósmæðrablaðið hefur komið út samfellt í 85 ár og stendur útgáfa þess nú í miklum blóma. I tilefni afmælisins höfðum við samband við nokkrar ljósmæður, sem útskri- fast hafa frá LMSÍ og síðar frá HÍ á mismunandi tímum, og báðum þær að setja á blað minningabrot úr námi og starfi. Þökkum við þeim kærlega fyrir. Við óskum ljósmæðrum innilega til hamingju með 85 ára afmæli Ljósmæðrablaðisins. Bergrún Svava Jónsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, María Björnsdóttir, Valgerður Lísa Sigurðardóttir Endurminningar frá LMSÍ 1943-1944 Haustið 1943 mættum við tólf stúlkur, sitt af hverjum lands- hlutanum til að hefja ljósmæðranám, sem var þá eins árs nám. Yfirljósmóðir var frk. Jóhanna Friðriksdóttir, sem sá að miklu leyti um kennslu nemanna ásamt yfirlækni Landsspítalans, prófessor Guðmundi Thoroddsen, en hann gaf bóklega kennslu yfir veturinn, venjulega einn tíma að morgni dags virka daga. Bóklegir tímar hjá frk. Jóhönnu voru venjulega seinni partinn eða þegar góður tími vannst til. Guðmundur gerði keisaraskurði og tangarfæðingar en aðeins í mikilli nauðsyn. Þá var gefið lyf, sem nefnt var „Við barnsfararsótt“ eða prontosil og bjargaði það miklu. Árið eftir kom penecillinið í notkun og þá fannst mér það mikið undralyf fyrir sængurkonur og aðra sjúklinga. Ljósmæðranemarnir bjuggu í tveimur herbergjum. Annað var í risi Landspítalabyggingarinnar og undir súð, hitt á hæðinni fyrir neðan á sama gangi og frk Jóhanna bjó á og tvær aðstoðarljósmæður. Beint á móti aðaldyrunum við stigaganginn voru dyrnar að fæðingardeildinni. Ekki man ég lengur hvað herbergin voru mörg, en það voru ýmist tvær eða Ijórar konur á hverri stofu. Mér var vísað á súðar- herbergið. Það var með reisifjöl og ómálað eins og gömlu baðstofurnar voru í sveitinni þegar ég man fyrst eftir mér. Herbergið var aflangt og hafði hver nemi rúm og lítið borð út af fyrir sig. Við sátum nú í þessu súðarherbergi með poka og töskur, búnar að velja okkur rúm og tala aðeins saman um fyrirkomulagið í þessu herbergi okkar. Urn leið og við mætt- um var okkur úthlutað hvítum vinnukjólum og höfuðblæju. Stuttu seinna kom nýútskrifuð ljósmóðir og sagði að við ættum að koma niður á deild til að sjá fæðingu. Við voruni fljótar að hafa fataskipti og mæta á tiltekinn stað. Þar var frk. Jóhanna hjá ungri konu, sem var að eignast sitt fyrsta barn. Einnig voru þar tvær nýútskrifaðar ljósmæður. Einhvern veg- inn féllu mér ekki áhrifin á stofunni. Konunni leið mjög illa þegar barnið var að fæðast. Enginn af hennar fjölskyldu mátti vera hjá henni né hjá fæðandi konum á deildinni yfirleitt. Mér fannst hana vanta svo hughreystingu og samhug þegar barnið var fætt og Jóhanna búin að ná fylgjunni. En eftir það vorum við sendar til herbergja okkar. Einn neminn sagði „Eg ætla strax heim“. Svo varð þó ekki og lukum við allar námi á til- settum tfma. Við vorum ótrúlega jafnar og stóðum saman sem einn maður þegar eitthvað bjátaði á. En frk. Jóhanna yfirljósmóðir virkaði oft sem harðstjóri. Mér var sagt að hún hefði líka verið í framhaldsnámi undir harðri stjórn úti í Þýskalandi og hafi svo tileinkað sér þú 32 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.