Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 43

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 43
VERKEFNI FRÁ NÁMI í LJÓSMÓÐURFRÆÐI Neysla ólöglegra vímuefna á meðgöngu Neinar í Ijósmóðurfrœði eiga nú orðið fastan sess í Ljósmæðrablaðinu þar sem birtar eru greinar sem unnar eru upp 'ír verkefnum þeirra í náminu. Á hverju hausti byrjar nýr hópur í námi og er fyt'sta námskeiðið þeirra Inngangur að Ijósmóðurfrœði. í því námskeiði er lagður grunnur að Ijósmóðurfrœðum með þjálfun í faglegum og gagnrýn- um vinnubrögðum. Áður hefur birst í laðinu fœðingarsaga unnin í því nám- skeiði, þar sem dreginn var lœrdómur af reynslusögu konu en í þetta sinn er 8'einin byggð á frœðilegri ritgerð setn uemendur vinna einnig í námskeiðinu. Markmiðið með ritgerðarsmíð í upp- ha.fi náms er fyrst og fremst að þjálfa aemendur í frœðilegum vinnubrögðum °8 gagnrýni í lestri heimilda. Nemarnir ' eIja sjálfir um Itvað þeir skrifa í rit- gerðinni, það getur verið viðfangsefni Se>n þeir hafa sérstakan áhuga á eða e,»hverjar spurningar sem kviknað hafa 1 apphafi náms í Ijósmóðurfræði. klmfjöllunarefni þessarar ritgerðar e' vímuefnaneysla kvenna á meðgöngu. ,,nuefnaneysla er vaxandi vandamál í ' estrœ,,u samfélagi og það er staðreynd c,ð hluti vímuefnaneytenda eru konur h^rneignaraldri. Umönnun þessara enna i barneignarferlinu er krefjandi °8 mikilvœgt að vel sé að verki staðið ?Vl °fi efu flókin vandamál í bakgrunni ,e,,ra. I þessari ritgerð er skyggnst inn e,,n se,n e.t.v. er mörgum lítt kunnur Sn 8'einin verður Ijósmœðrum vonandi ^ stuðnings við umönnun barnshafandi e,,na sem eiga við vímuefnavanda að st,,ða. Alit miðar þetta að því að auka e feið móður og barns. Sigrún RósaVilhjálmsdóttir; Ijósmóðurnemi á I. ári við Háskóla Islands er áhugi á að afla frekari vitneskju um vímuefnaneyslu á meðgöngu, hver raun- veruleg skaðsemi vímuefna er og einnig að komast að því hvað ljósmæður sem annast konur í vímuefnavanda þurfi að hafa í huga og hvernig þær geti tekið á vandanum á sem árangursríkastan hátt. Leitað var svara við tveimur spurning- um; sú fyrri er hverjar eru afleiðingar vímuefnaneyslu á meðgöngu og sú síð- ari er hvert hlutverk ljósmæðra er í barn- eignarferli þegar ólöglegra vímuefna er neytt. Fjallað er um vímuefnavandann og afleiðingar hans, ekki aðeins fyrir barnið heldur móðurina lfka. Síðan er fjallað um þá þætti er snúa að umönnun ljósmæðra og hvernig þær geti stuðlað að bættri heilsu og líðan móður og bams. Heimildir voru að mestu sóttar í gagnasafnið Scopus og kennslubækur í ljósmóðurfræði. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, tUr,dakennari í Ijósmóðurfrœði við HÍ. Jnngangur essi fræðiiega samantekt er unnin í fifeSlum við námskeiðið Inngangur að H^snióðurfrjeði og er umföllunarefnið Js a ^amshafandi kvenna á ólögleg- vímuefnum. Ástæða fyrir efnisvali Nokkrar staðreyndir um vímuefnavandann Neysla ólöglegra vímuefna er vanda- mál sem hefur farið sívaxandi og er nú orðið nokkuð umfangsmikið jafnt á íslandi sem annars staðar. Aukningin er mest meðal yngra fólks og er það stærsti hópur neytenda. Ekki er vitað hversu algeng vímuefnaneysla þung- aðra kvenna er hér á landi en til að fá einhverja mynd af vímuefnavandanum í heild var aflað upplýsinga úr ársriti SÁÁ 2005-2006. Þar kemur m.a. fram að frá árinu 1996 hefur fjöldi þeirra sem eru með fíkn í ólögleg vímuefni vaxið jafnt og þétt og voru þeir rétt tæpur helmingur (48,6%) innlagðra sjúklinga árið 2005 eða um það bil 800 manns. Kannabisefni eru algengust og í kjölfar notkunar þeirra fylgir oft neysla örvandi efna (amfetamíns, E taflna og kókaíns). Dagleg neysla kannabisefna vex stöðugt meðal ungs fólks og hefur aldrei verið meiri en nú. Neysla örvandi efna hefur einnig aukist, svo og neysla svonefnds læknadóps (morfínskyldra lyfja, Ritalíns o.fl.), sprautufíklum hefur fjölgað og áfengisneysla aukist. Flestir hafa fleiri en eina vímuefnagreiningu í senn og vandi neytenda hefur vaxið, bæði meðal kvenna og karla. Hlutfall kvenna af inn- lögðum sjúklingum á Vog árið 2005 var um þriðjungur og fjöldi þeirra 505, þar af voru 344 á aldrinum 14 til 44 ára, eða um 68% og meðalaldurinn um 35!/2 ár. 35% kvennanna voru á bilinu 14 til 24 ára. Þessar tölur sýna að meirihluti kvenna sem leitaði vímuefnameðferðar á Vogi árið 2005 er á barneignaaldri og eru hlutföllin svipuð frá ári til árs en fjöldinn eykst jafnt og þétt. Erlendar tölur um tíðni vxmuefna- notkunar þungaðra kvenna eru mis- munandi. Samkvæmt viðamikilli bandarískri könnun viðurkenndi 5,5% þungaðra kvenna að hafa neytt ólög- legra vímuefna á meðgöngu. Sú tala er álitin vanmetin því konur forðist að viðurkenna neysluna vegna ótta við for- dæmingu sem fylgir eiturlyfjaneyslu á meðgöngu (Huestis og Choo, 2002). í annarri bandarískri könnun frá árun- um 2002 og 2003 játaði 4,3% þung- aðra kvenna að hafa neytt ólöglegra vímuefna undanfarinn mánuð og var neyslan mest meðal kvenna á aldrinum 15 til 25 ára (Substance Abuse and Mental Health Services Administration, 2005). Mismunandi rannsóknir leiða til mismunandi niðurstaðna og ræðst það m.a. af því hvar rannsóknin er gerð Ljósmæðrablaðið desember 2007 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.