Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 40
UOSMÆBBABLADIO 8S ÁBA En grænt legvatn leiddi hana til mín. Við förum á fæðing- arstofu og ég staðfesti legvatnið. Skoðun frá deginum áður lýsti leghálsi sem var opinn 3 cm. Rit eðlilegt og barnið hreyfði sig mikið, var í þessu stuði sem hún þekkti svo vel. Konan bað um glaðloft, sem ég jók eftir því sem á leið, að hennar ósk. Hún hafði stundað meðgöngujóga og hafði fulla stjórn á sér í hríðunum. Ég þráði að vera inni hjá konunni, en var með hálfgert samviskubit vegna anna á ganginum, svo öðru hvoru fór ég fram til að taka út stöðuna. Þetta virtist ætla að bjargast. Aftur settist ég við rúmið hennar lagði höndina á magann og fann hvernig litla fallega kúlan hennar harðnaði og bifaðist upp og niður á meðan hríðin gekk yfir, og sá um leið hvernig litli gormurinn fyrir innan spriklaði móður sinni til mæðu mitt í sáraukanum. Hann vissi hvað var í vændum! Það var yndilegt að sjá hvernig hún tók á móti hverri hríð einbeitt og yfirveguð. Hún fór fram úr, stóð um stund við rúmið og mjakaði sér til og frá í mjöðmunum og hreyfði sig mjúklega, fór á klósett og enn var bindið þungt af þessu dökkgræna legvatni, sem var það eina sem ekki flokkaðist undir fegurð í þessari fæðingu. Nú fannst mér tímabært að gera innri skoðun, og fann koll sem þrýsti vel á legháls sem var opinn 3-4 cm, og mér tókst að teygja hann uppí 4-5 cm. Eftir þessa aðgerð elnaði henni sóttin og hún óskaði ein- dregið eftir Pethidini, það hafði hún fengið í síðustu fæðingu og hjálpað henni mikið. Ég sá að hér dugði ekki að freista með öðrum verkjastillingum eins og t.d.nálum, bökstrum eða baknuddi. Pethidin fékk hún og meðan það var í verkun lá hún á bakinu og notaði notaði glaðloft í um tvær klst. í fullkominni slökun. Ég skrapp fram og aðstoðaði við fæðingu á næstu stofu og svaraði í síma. Fór síðan aftur til inn í sæluna til að fylgjast með leiks- lokum og taka á móti þessum sprellfjöruga einstaklingi. Hvað er skemmtilegra en verða vitni að framvindunni í fullkomlega eðlilegri fæðingu, fá að vera þátttakandi í þessu undri lífsins! Þegar hér er komið sögu er svitinn farinn að spretta fram á konunni, hún fer á fjóra fætur í rúminu og ég sé í barns- höfuð. Flýti mér í hanska, bið um barnalækni og eins Ijúflega og hugsast getur smýgur kollurinn sér út um fæðingarveginn og ég beini blautum, heitum barnslíkamanum beint í fang móð- urinnar, eftir að bamalæknir hefur sogað úr vitum þess. Ekki þarf ég að ítreka það konan var alsæl með fæðinguna og heit voru gleðitárin sem féllu á hvarma föður og móður, af þakklæti fyrir þessa stóru gjöf. Já, það er þetta með náttúmna. Hún hefur sterk ítök í okkur ljósmæðrum, með sínum undratakti, sem er þó svo fyrirsjáanlegur og bregst sjaldan, sé hún látin óáreitt. Það sjáum við þegar við fylgjumst með framvindu hennar á með- göngu, í fæðingu og í sængurlegu. Kennileitin eru slík, já, það er eins og með jólin, þau koma með alla sína daga ár eftir ár eftir ár.... ólík en alltaf á sama tíma! Þórdís Klara Ágústsdóttir, útskrifuð 1976 Við erum allar Ijósmæðrasystur! Það var árið 1991 að við ásamt fleiri góðum konum hófum nám í Ljósmæðraskóla Islands. Við vorum komnar á fertugs- aldur og meira en áratugur frá útskrift okkar úr hjúkrunar- námi við HSÍ. Það var því kominn tími til að láta gamlan draum rætast. A þeim tveimur árum sem við vorum í náminu fundum við að hugmyndafræði fagsins var í mótun og þróun og við kynntumst nýjum straumum og stefnum. Það má jafnvel segja að viðhorfið „ fæðing er ekki eðlileg fyrr en henni lýkur eðlilega“ hafi ráðið á fyrra árinu og „ fæðing er eðlileg þar til annað kemur í ljós“ á því seinna. Sem dæmi um hugtök og atriði sem urðu æ meira áberandi má nefna sjálfs- ákvörðunarréttur kvenna og foreldra, samfelld þjónusta og sólarhringssamvera móður og barns. Af kennurum er Ólöf Ásta Ólafsdóttir okkur minnisstæð- ust og með henni kom ferskur andblær og hugsun. Við vorum svo heppnar að fá hana sem ferðafélaga og leiðsögu- mann í útskriftarferð árgangsins okkar til Hollands. Þar hafði hún verið búsett og þekkti vel til. Það reyndist gott veganesti að kynnast því ólíka skipulagi sem þar er og sem dæmi má nefna að á þeim tíma voru heimafæðingar meira en helming- ur fæðinga. Það var viss ögrun og vakning að sjá að það kerfi sem við þekktum var ekki endilega það eina rétta. Caroline Flint og Sheila Kitzinger höfðu líka áhrif á okkur sem vorum að útskrifast á þessum tíma. Sterkar og sjálfstæðar ljósmæður sem styrktu sjálfsmynd okkar fræði- lega og í starfi. Árið 1993 var farið að vinna hugmyndavinnu til und- irbúnings MFS, nýrri starfseiningu við kvennadeildina. Tók Helga þátt í því frá upphafi og var ein af sex ljósmæðrum einingarinnar í mörg ár. Ólöf kom svo til afleysinga í MFS og var svo með í að stofna annan slíkan hóp nokkrum árum síðar. I MFS var lögð áhersla á að barneignarferlið eða með- ganga, fæðing og sængurlega væri ein heild og samfella væri sem mest í þjónustunni. Þetta hljómar eins og sjálfsagður hlutur í dag en var það ekki þá. Það varð því stundum núningur og jafnvel árekstrar við þá sem fannst óþarfí að taka upp nýja siði og vinnulag. Þar var jafnt við ljósmæður sem aðra að eiga. En það er ekkert nýtt, þannig hefur það alltaf verið og verður áfram. Hægt er að benda á mótstöðu gegn útskrift móður og barns á fyrsta sólarhring eftir fæðingu, notkun vatns í fæð- 40 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.