Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 5

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 5
AKRANES 41 Til Guömundur Gunnarssonur Steinsstöðum 80 ára. Áttatíu ár að baki aldur hár er Guðmundur hugsun þín í heimi vaki hjálpsemi í æfiför ungur fyrstur útnesmanna erfðafestur tókstu land veiðiferðir vildir kanpa veiðarfæri setja í stand. Fjölda ára fram á sjóinn fiskisælum renndir knör aflasæll er Faxaflóinn fari stýrðir heilu í vör. Þegar jörð var grasi gróin girðing þörf var sett í stand. Oft var genginn Garðaflóinn, gripið orf og slegið land. Tryggur maður, trúr að starfi, traustur kirkjuvinur ert, drottins náð þú átt að arfi, enginn fær þann hluta skert. Veröld aldrei hug þinn hrelli hvern mann prýðir göfug lund. Vinur þér ég óska í elli alls hins bezta hverja stund. Akranesi, 26. febrúar 1944. Páll Guðmundsson. Minnismerki yfir fallnar hetjur. Það hefur nokkrum sinnum verið á það minnst að reisa veglegt minnismerki yfir drukknaða sjómenn. Engin alvara hefur enn orðið úr þessu nema þá helzt hjá Vestmannaeyingum, sem eru komn- ir vel á veg með þetta hjá sér, og þar mætt mikilli samúð, sem ekki er heldur að furða. Reykjavíkurblöðin hafa ný- lega minnst á þetta mál, og hefur þar jafnvel komið fram tillaga um stað- setningu þessa minnismerkis (Effers- ey). Vonandi verður ekki deilt um stað fyrir slíkt minnismerki. Það þarf að hefja framkvæmdir í málinu sem fyrst. Væri sennilega bezt að einhver góður félagsskapur í Reykjavík tæki að sér forystuna, og þá mun almenningur ekki láta sitt eftir liggja. Helzt þyrftu þó að koma fram sem snjallastar, vel hugsað- ar tillögur um gerð þegar í upphafi. Ai’fuði til fimmtugrar konu. Kvæði það, sem hér fer á eftir er til úmmtugrar konu af Akranesi, sem get- 'ð hefur sér góðan orðstír þar sem hún hefur lifað og starfað. Hún er þar virt °g vel metin, og hefur þegar afkastað raiklu dagsverki. Vonandi á hún þó eft- ir að bæta miklu við, því alltaf er ó- þrjótandi verkefni fyrir góðar konur. í^essi kona er Jónína Valgerður Sig- urðardóttir frá Miðkoti í Þykkvabæ. — ^ar er hún búin að dvelja í þrjátíu ár. Kvæðið mun vera frá systkinum fyrri manns hennar. Jónína Valgerður Sigurðardóttir Á bárum tímans berumst vér frá bernsku að yztu ströndum. En margra vegur misjafn er og misjöfn orka í höndum, að skapa slétta og beina braut til bjartra sigurhæða, og misjafnt andans afl í þraut, er undir djúpar blæða. Þú áttir kraft 1 hönd og hug og heilladísir margar, því brást þig aldrei dáð né dug og drýgstu ráð til bjargar. Þín kærleiksríka ljúfa lund þig leiddi sólarvegi, hún gaf þér lánsins gull í mund og gleði á þessum degi. Er fimmtíu-ára geisla-glóð um götu þína ljómar, þá færum við þér lítið ljóð, sem ljúft í dag þér hljómar. Það flytur okkar óskir þér, um æfi bjarta og langa, að vegferð þín í veröld hér þér verði sigurganga. Þín framtíð öll sé fegurð skráð og friði, góða kona. Já, lifðu heil í lengd og bráð í ljósi bjartra vona. Til sigurhæða sé þín leið af sólargyðjum varin, og vaki gleðin himin heið við heimilis þíns arin. Samgöngur. Svo sem kunnugir vita, hafa Akurnes- ingar um langa hríð búið við lélegar samgöngur við Reykjavík. Bæði léleg'- an farkost og óhentugan burtfarartíma héðan og hingað frá Reykjavík. Á þessu er nú að verða ráðin veruleg bót, bæði hvað farkost og ferðir snertir. Það hef- ur samist svo milli Akraneskaupstaðar annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins- vegar, að bærinn taki að sér að halda uppi ferðum hér á milli í sumar til að byrja með. Hefur m.s. Víðir verið leigð- ur til ferðanna. Þessar ferðir munu hefj- ast 15. þ. m. Verða farnar daglegar ferð- ir, fyrri part héðan, og seinni partinn hingað. Jafnvel nú þegar, en sérstaklega frá 10. júní verða farnar margar ferðir á dag. Með þessu fyrirkomulagi er víst, að Akurnesingar hafa ekki fyrr haft svo greiðar samgöngur hér á milli. Mikil hátíðahöld. Akurnesingar hafa lítið gert að því að efna til mikilla almennra hátíðahalda í héraði. Virðast þeir ekki hafa orðið upp- næmir af hverjum goluþyt í því efni. Þó var haldin myndarleg hátíð hér á Grenjunum þjóðhátíðarsumarið 1874. — Virðist hún hafa farið vel fram og til hennar vandað. Bæjarstjórnin hefur nú ákveðið að gangast fyrir almennum há- tíðahöldum hér hinn 18. júní n. k. Til- efnið er tvöfalt: 1. Fullveldishátíð. 2. Minnst þess, að hinn 16. júní eru liðin 80 ár frá því að Akranes var löggiltur verzlunarstaður. Bæjarstjórnin væntir þess, að hver og einn bæjarbúi taki virk- an þátt í þessum tvöfalda fagnaði, svo að hátíðin geti orðið uppbyggileg, og öllum til sóma í senn. Hegningarvert athœfi. Tvisvar á þessum vetri hefur skolp- ræsi stíflast á sama stað í bænum. Hef- ur þetta valdið skemmdum í einu á- kveðnu húsi. Þetta getur vitanlega kom- ið fyrir án þess sérstakar ástæður liggi til, en þá aðeins örsjaldan. En þegar fólk er svo kærulaust og óvandað að hafa opin eða opna niðurföll til þess að troða þar niður pokum, handklæðum, járnarusli og hvers konar óþverra, fara stíflurnar að verða skiljanlegar. Allt þetta, sem hér er nefnt, hefur átt sér stað í hér greindu tilfelli. Fólk hamast út af álögum og óþarfa eyðslu í bæjun- um — og það má gjarnan, þegar það er á rökum reist —. En það er ekki athug- að sem skildi af almenningi, að það eyk- ur sjálft stundum útgjöldin með slíku vítaverðu kæruleysi, sem hér hefur ver- ið lýst. Þegar það er upplýst, hverjir valda slíkri skömm og skaða á skilyrð- islaust að láta þá borga allan kostnað og beint tjón. Munið gott fólk, að ganga vel um öll þau sameiginleg tæki, sem bærinn er að koma upp með ærnum kostnaði til hags og heilla fyrir íbúana. Maður, sem mannsmót er að. Hér við barnaskólann er ungur kenn- ari, að nafni Þorgeir Ibsen, ættaður af Vestfjörðum. Hann er áhugamaður um íþróttir, og kennir leikfimi við skólann. Hann neytir hvorki víns né tóbaks og er hinn prúðasti maður. Af þrá eftir því að menntast og til þess að starf hans komi að fyllri notum í framtíðinni, tek-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.