Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 17

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 17
akranes 53 ið. Síðast fékk hann í laun 2500 krónur um árið. Margs'innis bað hann Svein að koma suður og taka að sér fulltrúastarf við hina umfangsmiklu verzlun í Reykjavík „Thomsens Magasín“, en Sveinn neitaði því ávalt. Um áramótin 1907 og ’08 hætti Thom- sen verzlun sinni á Akranesi. Að skiln- aði gaf Thomsen Sveini vandað gullúr áletrað, fyrir vel unnið starf á þessum árum. Ekki þurfti Sveinn að vera lengi iðju- laus, því þegar eftir áramótin er hon- um boðin kaupfélagsstjórastaðan við Kaupfélag Borgfirðinga, sem þá var ný- stofnað í Borgarnesi, en það var þá í raun réttri ekki annað en Pöntunarfé- lag. Sveinn tók þessu boði og var þeg- ar samið um að sett yrði á fót Söludeild á Akranesi. Var í þessu skyni innréttuð sölubúð í íveruhúsi Sveins, er hann hafði byggt sér 1906, en þá reif hann það gamla, er hann byggði 1889. Enn fremur bygði hann þá 1908 pakkhús við austurenda hússins og var það 10x12 álnir með porti og risi. Sveinn var kaupfélagsstjóri til 1914. Ingunn dóttir hans hafði allt með bók- haldið að gera, en Hallgrímur Guð- mundsson á |Sandi var „innanbúðar“. Vegna þessa starfs fyrir félag, sem raunverulega rak mesta starfsemi sína annars staðar og átti þar heima (Borg- arnesi) má nærri geta, að Sveinn þurfti oft að vera að heiman. í fjárkaupum og ýmsum útréttingum hingað og þangað eins og gengur. 1. apríl 1914 lætur Sveinn svo af störfum fyrir kaupfélagið og kaupir all- ar vörur og eignir félagsins á Akranesi og byrjar nú fyrst eigin verzlun, 55 ára gamall. Af því sem hér er sagt, má því sjá, að hann var ekki „barn í lögum“ í þessari grein, enda fór honum starfið ekkert ver úr hendi fyrir sjálfan sig heldur en aðra. Hann hafði ekki stóra verzlun eða umfangsmikla. „Þandi sig ekkert út“. Það var allt öruggt og á- byggilegt, góðar vörur og sanngjarnt verð. Hann sýndi þeim traust og lið- sinni, sem þess voru verðir. Var yfir- leitt greiðvikinn og þótti gaman að hjálpa þeim, sem hann sá að einhver „mannræna“ var í. Sveinn var ákaflega þrifinn og reglu- samur maður, ekki um eitt, heldur allt. Ekki stundum eða af sérstökum ástæð- um, heldur altaf af þörf og ríkri ábyrgð- artilfinningu. Hann vildi alltaf hafa „hreint borð“ og hélt rækilega þetta á- gæta heilræði að „geyma ekki til morg- uns það sem hægt er að gera í dag“. Sveinn hafði því alltaf nógan tíma og hvað eina var „tiltækt“ hjá honum þeg- ar á þurfti að halda. Hann var mjög viljugur maður og gat aldrei verið iðju- laus. Sveinn var karlmenni, harðgerður og mikill vinnumaður, enda hafði hann nautn af líkamlegri vinnu og rækti hana fram til elliára. Hann fékst alla tíð við búskap, hafði kýr og kindur og hafði mikið yndi af, enda „gegndi“ hann skepnunum sjálfur alla tíð, þegar hann gat komið því við. Hann hafði og mikla garðrækt. Allt, sem Sveinn og kona hans höfðu undir höndum var vel hirt og um geng- ið utan húss og innan. Var hver hlutur á sínum stað vel þrifinn og í góðu lagi þegar til þurfti að taka. Sveinn var sparsemdar maður en enginn nirfill. Kona hans var hin mesta myndarkona og mikill búforkur. Stilt og stjórnsöm, heimilisrækin og „sló sér ekki út“. Hún var trölltrygg, þar sem hún tók því. Ekki var hún með „dagdóma“ eða bak- mælgi, en þegar á þurfti að halda, gat hún sagt meiningu sína umbúða- og af- dráttarlaust og var þá sama hvort sú hreinskilni giiti hennar nánustu eða vandalausa. Ég hygg, að Metta hafi haft tilhneygingu til hjúkrunar- eða líknar- starfa, til þess bendir m. a. gjöf hennar er hún grundvallaði með Sjúkraskýlis- sjóð Akraness (ásamt Sumarl. Halldórs- syni) og hún lét sér alltaf síðan mjög annt um. Ekki tók Metta neinn þátt í opinberum málum fyrir utan bindind- isstarfið, sem hún studdi alla tíð. Hún notaði kosningarrétt sinn ávalt eftir að hún átti þess kost. Hún var þétt fyrir og hafði ekki skoðanaskifti daglega, prúð svo að af bar. Hafði ég oft tækifæri til að sannreyna hve sanngjörn hún var og sannleikselsk, er mér kært að minnast hennar í því sambandi. Sveinn var aftur á móti mikið við op- inber mál riðinn alla tíð.Þegar hann kom hingað 1884, voru hér starfandi að- eins tvö félög, Æfingafélagið og Bind- indisfélagið, gerðist hann fljótt félags- maður þeirra beggja og ágætur starfs- kraftur meðan þau störfuðu. Strax þeg- ar Goodtemplarastúkan var stofnuð 1887, gerðist hann þar ótrauður starfs- maður lengst af meðan hann lifði. Þeg- ar Ungmennafélagið hóf starf sitt hér 1910, voru margir eldri menn því mót- fallnir. Þetta var alt öðruvísi um Svein, hann var félaginu velviljaður alla tíð og viðurkenndi störf þess til nytja. Sveinn var tvisvar í hreppsnefnd, lengi oddviti og sýslunefndarmaður og for- maður skattanefndar meðan hann var hreppstjóri, sem hann var í 12 ár og síðasti hreppstjóri í þessu mannmarga þorpi. Hann var umboðsmaður Bruna- bótafélags íslands frá stofnun þess og alla tíð meðan hann hélt sjón til slíkra starfa. Öll þessi störf rækti hann með mikilli nákvæmni, samviskusemi og vel- vilja. Honum gekk óvenjulega vel að ínnheimta gjöld hjá fólki, venjulega er það illa þokkað, en hann komst vel út af því. Hann studdi að stofnun Spari- sjóðsins og var honum alla tíð manna velviljaðastur, hafði hann við hann öll sín viðskifti stór og smá. Urðum vér starfsmenn sjóðsins þráfaldlega varir við umhyggju hans og velvilja til sjóðsins. Sveinn var mjög reglusamur í öllum fjármálum, og gætinn í þeim sökum. Hann virti og mjög þennan eiginleika í fari annara, sérstaklega ungra manna, sem áttu „lífið ',framundan“, og vildi hvetja þá og örfa til dáða. Hann var bóngóður, en lét helst ekki svíkja sig nema einu sinni. í hreppsmálum var hann hinn gætni framfaramaður, og þessvegna var hann, af gömlum manni að vera og af „gamla skólanum“ óvenju- lega „léttur í taumi“. Sveinn var t. d. efsti maður á blaði með 1000 kr. hlutafé í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna. Þótti mér gott að tala við hann um „mín áhugamál“ að undanteknum Garðakaup- unum. En þegar hann síðar sá, að þar hafi hann haft á röngu að standa, við- urkenndi hann það við mig a. m. k. Nokkru áður en Sveinn dó, gaf hann 5000 krónur til Sjúkraskýlissjóðs þess, er Metta kona hans grundvalaði samkv. því sem fyr segir. Stúkunni Akurblóm gaf hann 500 krónur. Unglingastúkunni Stjarnan 500 krónur, K.F.U.M. á Akra- nesi 500 krónur og Söngfélaginu Svanir 500 krónur. Allar þessar gjafir bera bezt vitni hugarfari þeirra hjóna til mann- úðar- og menningarmála yfirleitt Sveini voru allir þessir þættir hugþekk- ir og studdi alla tíð viðleitni þeirra manna sem að þeim unnu. Það sýnir bezt skilning Sveins, reglu- semi og vandvirkni, að hann hélt dag- bók frá 1. janúar 1887 til 31. desmeber 1937. Skráði hann þar fyrst og fremst um veður, róðra, fiskirí og annað það markverðasta sem skeði. Um hver ára- mót gerði hann í stuttu máli heildaryf- irlit ársins, kom þá inn á verðlag á af- urðum sem og erlendri vöru o. fl. Þessi yfirlit báru oftast glöggt með sér, hve rótgróin var hjá honum „forsjónartrú“. Þótti honum það síst gæfuvegur eða meðmæli með mönnum, ef þeir væru mjög alvörulausir, eða gerðu „grín“ að þeim hlutum. Akranes má í heild sinni muna Svein Guðmundsson lengi. Það er ekki lítils virði í litlu, vaxandi þorpi, að eiga um hálfrar aldar skeið, gætinn, hygginn, hófsaman og reglusaman mann, fjöl- hæfan og ólatan til þeirra verka, sem vinna þarf og illa éru goldin, en þess meira vanþökkuð, jafnvel hvernig sem þau eru unnin. Ég hef unnið með Sveini að opinber- um málum mjög mikið um 25 ára skeið og minnist í heild sinni alls þessa sam- starfs með ánægju. Við vorum stundum ósammála og rifumst um einstök mál (þó rnjög sjaldan), en það sló aldrei skugga á vináttu okkar, og sýnir bezt hæfileika Sveins og drenglund. Hann vissi vel að við höfðum báðir sama sjón- aimið, að vinna Akranesi gagn. Sveinn andaðist á Akranesi 30. júlí 1938. Börn þeirra hjóna eru: Petrea, Ingunn og Matthildur. Tvær hinar fyrtöldu eiga hér heima, en Matthildur í Rvík.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.