Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 1

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUR SEFT.-OKT. 1945 9—10. TOLUBLAÐ „Landið var fagurt og frítt44 Hinn ágæti og landskunni kcnnari, Björn Guðmundsson á Núpi í Dýrafirði, liefur sýnt hlaðinu þá miklu vinsemd, að skrifa fyrir það við og við pistla um eitt og annað. Yfir þess- um köflum Björns mun jafnan vera liin ágæta mynd okkar fræga listamanns, Einars Jónssonar, sem góðfúslega liefur leyft að liún sé notuð i þessu skyni. Hvorttveggja er hlaðinu mikill fengur og lesendum þess vafalaust til gagns og ánægju. Blaðið þakkar innilega stuðning og velvilja þessara mætu manna. Listamaöurinn, Einar Jónsson, hefur gófúslega leyft, að prenta þessa mynd: ,Jtonungurinn í Thule“, í „Akranesi“ sem yfirskrift, eða einkunn nokkurra smá kafla, sem ég hef lofað blaðinu. Kann ég honum beztu þakkir fyrir. Bjöm Guðmundsson. Hannes Hafstein hefur eftir sig látið mörg gullvæg ætt- jarðar- og hvataljóð. í upphafi eins þeirra ávarpar hann landið okkar þannig: „Þú álfu vorrar yngsta land, vort eigið land, vort fósturland. Sem framgjarns unglings höfuð hátt þín hefjast fjöll við ölduslátt“. Þegar skáldið talar þarna um „yngsta land“ álfunnar, á hann eflaust við yngsta byggða landið í Evrópu, á sinn hátt eins og Ameríka er yngsta byggða heimsálfan, með skráða sögu frá upphafi byggðar sinnar og landnáms. En það má líka í annarri merkingu tala um ísland sem yngsta land álfunnar, því að jarðfræðingar telja það ekki eldra en 60 milljón ára. Má því hér tala um ísland sem ungl- ing meðal nágrannalandanna, sem talin eru að vera 17—1800 milljón ára gömul, en hin storknaða jarðskorpa hnattarins okkar um 2000 millj. ára. Þetta rúmlega 1000 ára tímabil, sem við höfum sögur af landi okkar, er því sáralítið í samanburði við alla ævi þess. — Væri freistandi, að fara nokkrum orðum um þá miklu for- söguöld íslands, þar sem Konungurinn í Thule hefur setið að völdum og beðið þess, að mannverur tæki sér hér bólfestu. En bæði er nú það, að ekki eru aðrar heimildir eftir að fara en hin miklu söguspjöld náttúrunnar sjálfrar — landið sjálft, — og ekki eru allir læsir á það letur, og svo hitt, að þáttur þessi átti frekar að fjalla um þann kafla sögunnar, er nær liggur. Jarðfræðingum kemur saman um, að ísland, Færeyjar og Orkneyjar séu leifar af miklu landflæmi, er eitt sinn hafi legið milli Evrópu og Grænlands, svo og hinn voldugi neðan- sjávarhryggur, er aðskilur dýpi Atlantshafs og Norðuríshafs, með hin heimsfrægu fiskimið og æxlunarstöðvar nytjafisk- anna umhverfis ísland. Það er auðséð að landið okkar er „handaverk“ ákveðnustu og öflugustu andstæðna náttúrunnar: elds og íss, og svo hef- ur Ægir látið til sín taka við strendurnar. Hvert hraunlagið hefur runnið yfir annað og má telja þau 1 mörgum tugum í núpunum hér vestanlands og víðar í brotsárum hinnar miklu blágrýtishellu, sem myndaði eitt sinn landið allt. En löng tímabil hafa liðið milli gosanna, líklega tugþús- undir eða milljónir ára, og þá hefur dafnað hér gróður við svipað loftslag og nú er í Miðjarðarhafslöndunum. Leifar af gróðri þessum finnast víða í mókola- og surtarbrandslögun- um og hinir dásamlegu blaðasteingerfingar, sem fundist hafa hjá Brjánslæk á Barðaströnd og víðar bera þessum sannleika ótvírætt vitni. Mikil bylting er talið að hafi átt sér stað hér, einhverntíma löngu fyrir ísöld: Landið brotnar í miðju í stefnunni frá suð- vestri til N. A. og hverfur þar í sæ, en Vestfjarða- og Aust- fjarðahálendin standa upp úr, og verður þá landið líkast sokknu skipi, er marir í kafi um miðskipa, en stafnar standa upp úr. Til sannindamerkis um þetta er það talið, að blágrýt- islögunum á Vestfjörðum hallar öllum til austurs, en á Aust- fjörðum til vesturs. Upp um þessar miklu sprungur hafa svo komið gos, er myndað hafa hinar yngri bergtegundir og aðal- hálendi landsins, sem nú eru sum þakin jöklum. Á þessu svæði eru, sem kunnugt er, öll stærstu eldfjöll landsins og mestu hverir og aðrar hitauppsprettur í stefnunni frá Reykja- nesi að Kelduhverfi við Axarfjörð. Fyrir skömmum tíma, — miðað við þetta forsögualdartíma- bil, — eða um það bil 12000 árum, er talið að mörg hundruð feta þykkur jökull hafi legið yfir allri N.-Evrópu og þar með talið ísland. Þessi feiknajökull, sem vitanlega varð skriðjök- ull þar sem landið hallaði, vann undraverð stórvirki. Hann mjakaðist t. d. suður Skandinavíuskagann og mokaði með sér öllu efninu í Danmörku og myndaði hana, svo það má finna þjóðsögu Snorra nokkurn stað um plógfarið Löginn og land- spilduna úr því plógfari: Sjáland í Danmörku. Það er bara tröllkarlinn Jökull, sem kemur í stað tröllkonunnar. Áhrif skriðjökla ísaldarinnar eru líka mikilfengleg í myndun ís- lands. Mikill hluti dala- og fjarðamyndana landsins er frá þeim tíma, með óhemju jökulruðningum og „Grettistökum“

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.