Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 17

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 17
AKRANES 113 skrykkjótt gengi í fyrstu, varð þeim að trú sinni. Geir Zoéga græddi á þilskipunum. Að sjálfsögðu var sá gróði upp og ofan eftir árferði. Kom þar bæði til greina hver aflinn varð hverju sinni og fyrir hvaða verð tókst að selja hann. Lítið verður nú sagt með sannindum um hákarlaútgerð Geirs og afkomu hennar frá ári til árs. Þó er vitað, hvert aflamagn skipanna var sum árin. Oftast nær voru þau gerð út til hákarlaveiða frá því í marzmánuði og fram til júníloka, að þorskaflinn hófst. Algeng veiði yfir þetta tíma- bil mun hafa verið 200—250 tunnur lifrar. Árið 1885 var Gylfi á hákarlaveiðum um vorið, en þorskveiðum um sum- arið. Afli hans var 245 tunnur lifrar og 29400 af þorski. Það ár stundaði Reykjavíkin eingöngu hákarlaveiðar frá vori til hausts, og aflaði 566 tunnur lifrar. Þetta var ó- venjulega gott aflaár, og hefur meðalveiði því verið nokkru lægri. Ekki þarf að efa það, að meðan verð var dágott fyrir há- karlalýsið, hefur verið nokkur hagnaður af hákarlaútgerð- inni í meðal-aflaári. Sýna það glögglega reikningar norð- lenzkra og vestfirzkra hákarlaskipa, sem enn eru margir til, og auðvelt er að bera saman við útgerð Geirs Zoéga. Síðar versnaði stórlega hlutfallið milli tilkostnaðar við há- karlaveiðarnar og verðmætis aflans. En þá var saltfiskverk- un hin arðvænlegasta og sneri Geir sér því eingöngu að henni. Til er allmikið af aflaskýrslum frá skútuútgerðartímun- um við Faxaflóa, þar sem greint er bæði frá skipum Geirs og annarra þeirra manna, sem skip áttu. Svo sem kunnugt er, var fiskur einatt talinn en ekki veginn á þessu tímabili. Fiskafjöldinn gefur þó ekki ævinlega rétta hugmynd um aflamagnið. Sum skip fengu stærri fisk en önnur. Ekki var þó sá munur svo mikill á Faxaflóaskipum eins og víða annars staðar á landinu. Ástæðan var sú, að vertíðarfiskur var fremur jafn, sjaldan mikið af smælki. Þar sem fiskatalan er eini mælikvarðinn á aflabrögðin, sem til er frá tímum Geirs Zoéga, verður því að hlíta. Þykir rétt að birta hér á eftir skrá um aflann á skipum Geirs árin 1901—1908. Ekki liggja fyrir nákvæmar eða samfelldar skýrslur frá því fyrir aldamótin. Þess má þó geta, að aflamagnið hafði smám saman farið vaxandi, og var yfirleitt minna fyrir aldamótin en eftir þau. Afla- skýrslurnar eru á þessa leið: 1901 Skipanöfu Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 12.000 18.500 27.000 57.500 Sjana 20.500 21.000 37.500 79.000 Josephine 20.200 21.500 47.000 88.700 Toiler 9.500 16.200 23.800 49.500 Victoria 13.500 20.000 22.500 56.000 Guðrún Zoéga 23.000 14.500 30.200 67.700 Haraldur 6.000 9.000 25.000 40.000 To Venner 8.000 7.000 14.500 29.500 Geir 6.000 13.000 25.000 44.000 Alls 118.700 140.700 252.500 511.900 1902 Skipanöfn Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 17.000 20.500 37.000 74.500 Sjana 18.500 23.500 51.000 93.000 Josephine 20.000 22.500 49.500 92.000 Toiler 15.500 13.000 28.000 56.500 Victory 18.000 19.500 31.500 69.000 Guðrún Zoéga 18.500 16.000 42.000 76.500 Geir 10.000 13.500 27.500 51.000 Alls 117.500 128.500 266.500 512.500 Skipshöfnin á kútter „Sjönu“. 1903 Skipanöfn Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 21.500 12.500 28.500 62.500 Sjana 30.000 20.000 33.000 83.000 Josephine 40.500 12.500 26.500 79.500 Toiler 13.500 5.500 19.000 Victory 24.500 12.500 26.500 63.500 Guðrún Zoéga 30.000 13.000 23.500 66.500 Familien 18.000 19.000 29.000 66.000 Geir 10.000 10.000 Alls 178.000 95.000 177.000 450.000 Skipanöfn 1904 Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 18.500 12.000 35.000 65.500 Sjana 29.000 12.000 26.000 67.000 Josephine 26.000 10.500 38.000 74.500 Victory 14.000 8.000 25.000 47.000 Guðrún Zoéga 13.000 12.000 21.500 46.500 Geir 21.500 12.000 24.000 57.500 Familien 14.000 31.500 45.500 Alls 122.000 80.500 201.000 403.500 1905 Skipanöín Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 10.500 12.500 20.500 43.500 Sjana 22.500 12.000 20.500 55.000 Josephine 15.000 17.000 30.500 62.500 Victory 12.000 12.000 Guðrún Zoéga 13.500 21.000 34.000 68.500 Geir 12.500 24.500 31.000 68.000 ísabella 12.000 18.500 21.000 51.500 Alls 98.000 105.500 157.500 361.000 1906 Skipanöfn Vetrarv. Vorv. Sumarv. Samtals Fríða 16.500 15.000 22.500 54.000 Sjana 17.000 12.000 12.000 41.000 Josephine 17.000 15.000 22.00 54.000 Guðrún Zoéga 22.000 12.500 15.000 49.500 Geir 14.000 16.000 21.500 51.500 ísabella 9.000 14.000 28.500 51.500 Alls 95.500 84.500 121.500 301.500

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.