Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 3

Akranes - 01.09.1945, Blaðsíða 3
AKRANES 99 Ól. B. Björnsson: Vænlegt er í Ves tmannaey j um J|# Fuglalíf í Vestmannaeyjum. Ljósm.: Björn Arnórsson. Svartfuglinn. Fyrst af öllu fara menn til eggja (svartfugls) 6—7 vikur af sumri. Aðallega í úteyjar. Tók það venjulega 1—5 daga. Er þá gengið um sillur og sigið, eftir því sem á stendur. Næst er farið að snara svartfuglinn. Er verið að því í 1—2 vikur eftir veðri. Er það 9—11 vikur af sumri. Aðferðin er þessi Veiðimaðurinn hefur í höndum 4—6 álna skaft, með snöruteini úr járni á endanum. Á því járni er snaran, oftast úr hrosshári, en bezt þótti, að hún væri úr fíólínsstreng. Fuglinn á þessari eða hinni sillunni var mjög misjafnlega styggur. Venjulegasta snörun var um háls, yfir hausinn. Ef það gekk erfiðlega og fuglinn var styggur, þurfti að snara þá verstu og órólegustu á fótum. Ef þetta tókst, gekk allt betur, því að óróaseggirnir höfðu forystuna; en þegar for- ystuna þraut var hægara um vik. Má oft og víða sjá þess merki, svo hjá dýrum sem mönnum. Lundatekjan. Lengi fram eftir 19. öldinni var lundinn einungis tekinn í holum sínum. Við þá veiði voru notuð verkfæri, sem hétu Greflar (Lang-grefill og Stutt-grefill). Var lundinn kræktur út úr holunum með þessum verkfærum. Á þessu var byrjað ca. 9 vikur af, og fram að því, er farið var að taka fýlungann. Um miðja 19. öldina er farið að nota Fuglaveiðar. Frá öndverðu hefur allt morað í fugli í Vestmannaeyjum, og hafa búendur allt fram á síðari ár notað sér fuglaveiðar til framdráttar, svo sem föng hafa staðið til. — Verður hér með örfáum orðum reynt að gefa lesendum hugmynd um þennan aðalatvinnuveg Eyjamanna um margar aldir. Verð- ur hér stuðst við upplýsingar gamals manns, sem stundaði veiði þessa af miklu kappi og var orðlagður bjargmaður. Hann heitir Magnús Guðmundsson. Magnús er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans fluttust ung út til Eyja. Voru þau undan Eyjafjöllum. Var mér sagt að Guðmundur, faðir Magnúsar, hafi á marga lund verið merkilegur maður. Gegndi mörgum ftrúnaclarátörfum, var m. a. lengi fiskimatsmaður. Hann var og mikill fjallamaður. Fram um síðustu aldamót var aðalatvinna Eyjamanna að sumrinu fuglatekjan. Heimaey er skipt í 48 jarðir. Þar af heyra 4 til Ofanleiti, sem er prestssetur. Ekki voru bændur alltaf 44, því að fyrir kom, að bændur höfðu tvær jarðir undir. En gæðum úteyjanna var skipt milli bændanna á hinum ýmsu jörðum eins og áður er sagt. Snemma voru unglingar vandir við sig og fjallaferðir. Þannig var Magnús t. d. ekki nema 12 ára gamall, þegar hann var vaninn við að veiða lunda í háf, en fjórtán ára gamall fór hann í fjöll. (Kona Magnúsar er Jórunn dóttir Hannesar Jónssonar lóðs í Eyjum, þess nafnkunna merkis- manns.)

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.