Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 2004 19 Framarar framlengja Handknattleikslið Fram hefur gengið frá nýjum samningi við markvörðinn Egidijus Petkevicius og kláraði væntanlega samn- ing við tvo aðra leikmenn í gær. „Petkevicius er búinn að gera nýjan samning og við klárum væntanlega samning við Guðlaug Arnarsson (sjá mynd) og Valdimar Þórsson í kvöld [í gærkvöld]," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknatdeiksdeildar Fram, í samtali við DV Sport í gær. Hann bætti því við að samningar allra leik- mannanna væru til þriggja ára. Stjarnan ræðirvið þjálfara Handknattleikslið Stjörnunnar mun væntanlega fá nýjan þjálfara í vikunni. Fjórir þjálfarar koma til greina og tveir þeirra eru Konráð Olavsson og Sigurjón Bjarnason, fýrrum leikmaður Stjörnunnar og Selfoss. Þegar hefur verið rætt við Konráð og Sigurjón. Falur með tilboð frá Grindavík Grindvíkingar hafa boðið Fali Harðarsyni að taka við karlaliði félagsins næsta vetur. „Ég er búinn að fá samning frá þeim sem ég er að skoða þessa dagana. Ég mun væntan- lega svara þeim síðar í vikunni,“ sagði Falur við DV Sport í gær en hann vOdi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Kristín til Stjörnunnar Landsliðskonan Kristín Guðmundsdóttir mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Stjörnuna í RE/MAX- deild kvenna í hand- knatdeik á næstu dögum um að spila með liðinu á komandi tímabili. Kristín lék með danska liðinu TVIS Holstebro á síðasta ári ásamt fjórum öðrum íslenskum leikmönnum en líklegt er að aðeins tvær þeirra, Hrafnhildur Skúladóttir og Helga Torfadóttir, verði áfram. íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Lettum í vináttulandsleik í Ríga í kvöld. Landsliðið olli vonbrigðum í síðasta leik gegn Albönum og landsliðsþjálfararnir munu vart sætta sig við aðra álíka frammistöðu að þessu sinni Lettar hafa verið á mikilli uppleið í knattspyrnuheiminum og komu þeir mjög á óvart með því að tryggja sér farmiða á EM í sumar. Það er því ljóst að við erum að mæta mjög sterku lands- liði í kvöld sem er á fullu við að undirbúa sig fyrir EM. Ásgeir og Logi landsliðsþjálfarar ætía að gera einhverjar breytingar á liðinu frá því í síðasta leik og einnig munu þeir skerpa leik liðsins nokkuð enda var liðið ákaflega bitlaust í Tirana. „Þessi leikur leggst ágætíega í okkur. Við höfum reyndar haft mjög stuttan tíma til þess að undirbúa okkur og við náum ekki nema tveim æfingum fyrir leikinn," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari í samtali við DV Sport frá Riga í gær en hann er sammála því að það þurfi að skerpa leik liðsins nokkuð frá því í Albaníu. Vantar yfirvegun „Við höfum verið að fara yfir leikinn í Albaníu með strákunum og skoðað það sem þarf að laga og einnig það sem jákvætt var í leiknum. Það er bara þannig að ef við ætíum okkur að gera eitthvað í þessum leikjum þarf að vera meiri kraftur í okkur, við þurfum að spila betri vörn og getum ekki leyft mótherjanum að skapa sér eins mörg færi og Albanir gerðu gegn okkur. Svo verðum við að vera yfirvegaðri á boltanum. Við sýndum strákunum nokkur atriði í leiknum gegn Albaníu þar sem við eigum marga möguleika á góðum sóknum. Við viljum að það sé einkenni þessa liðs að við spilum sterka vörn og svo vitum við að það munu koma góð tækifæri á sóknum inni á milli sem verður að nýta betur," sagði Logi en hann er á því að Lettar hafi einmitt náð góðum árangri með sama leikskipulagi. Reynum að teyma þá fram „Þetta er sú aðferð sem þeir hafa verið að beita og í raun fleytti þeim inn á EM í sumar. Við vitum að þeir eru ekkert flinkir að stjórna leikjum. Þeir vilja liggja aftarlega á vellinum og sækja síðan hratt eins og við. Þeir eru aftur á móti á heimavelli núna þannig að við munum reyna að teyma þá fram á völlinn og skapa okkur síðan svæði á bak við þá til þess að sækja.“ Hættulegir framherjar „í mörkunum sem við fengum á okkur gegn Albönum eigum við fjóra til fimm möguleika á að stöðva þá áður en þeir skora," sagði Logi en hvernig metur hann þetta lettneska lið? „Þeir eru með mjög sterka liðsheild og leikmenn liðsins eru vel meðvitaðir um það að þeir þurfa að leggja á sig mikla vinnu og mikil hlaup án bolta. Liðsheildin er þeirra aðalsmerki því það eru ekki margar stór- stjörnur í liðinu. Helstu leikmenn liðsins eru til að mynda Verpakovski sem hefur skorað mikið af mörkum fyrir Dynamo Kiev og svo er Marian Pahars, leikmaður Southamp- ton, einnig þarna. Þetta eru fljótir og hættulegir leikmenn sem við verðum „Við verðum ekki með miklar breytingar á okkar leikstíl en þó má gera ráð fyrir smá breytingum á því hvernig við útfærum okkar leik. Helstu breytingar sem hægt er að búast við eru að þeir þrir sem eru inni á miðjunni munu raða sér öðruvísi upp." að hafa góðar gætur á. Leikmenn liðsins eru einnig mjög fastir fyrir og gefa ekkert eftir í einvígjum." Ekki miklar breytingar „Við verðum ekki með miklar breytingar á okkar leikstfl en þó má gera ráð fyrir smá breytingum á því hvernig við útfærum okkar leik. Við munum halda okkur við 3-5-2 áffam og grunnurinn er sá sami. Við teljum að þetta kerfi hentí okkur mjög vel en við munum reyna að skerpa á mönnum í hverri stöðu fyrir sig og bæta það sem hægt er að bæta. Helstu breytingar sem hægt er að búást við eru að þeir þrír sem eru inni á miðjunni munu raða sér öðruvísi upp. Það verða einhverjar breytingar gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Það eru allir heilir hjá okkur nema Helgi Sigurðsson sem verður ekki með en hann meiddist um helgina. Hann fékk högg á síðuna og á erfitt með andardrátt og hlátur og þá er eitthvað að," sagði Logi Ólafsson. henry@dv.is ÚvV' í >v . m 1 ■ Síi Of kraftlausir Logi Ólafsson varekki ánægður með það hversu kraftlausir leikmenn hans voru I síðasta leik gegn Albönum og hann vill að menn taki betur á gegn Lettum I kvöld. DV-mynd Hilmar Þór «• Kóngurinn snýr aftur Keane æfði með félögum sinum iírska landsliðinu en getur ekki leikið vegna meiðsla. Hann var fremstur i flokki á æfingunni eins og oft áður. írinn Roy Keane blæs á sögusagnir Er hjá stærsta fálagi í heimi Bresku blöðin voru fljót að slá því upp að Roy Keane, fyrirliði Manchester United, gæti yfirgefið herbúðir félagsins í kjölfar þess að hann ákvað að gefa aftur kost á sér í írska landsliðið. Sú ákvörðun á að hafa farið verulega í taugarnar á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd„ sem á síðan að hafa hnakkrifist við Keane að sögn bresku blaðanna. Keane var fljótur að slá á sögusagnirnar í gær og segist alls ekki vera á förum. „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við United og hef aldrei verið hamingjusamari. Ég tel að ég sé að spila fyrir stærsta félag í heimi og í raun efast ég ekkert um það. Ég ber mikla virðingu fyrir Milan- liðunum, Arsenal og Celtic því það eru allt frábær félög. En ég á tvö ár „Þetta er óheppileg umræða en óhjá- kvæmileg þegar maður er atvinnu- maður í fótbolta." eftir og ég ætla mér að klára þann samning. Þetta er óheppileg umræða en óhjákvæmileg þegar maður er atvinnumaöur í fótbolta," sagði Keane. Ákvörðun hans um að snúa aftur í írska landsliðið kom verulega á óvart en eins og flestir muna hætti hann með landsliðinu rétt fýrir HM 2002 með miklum hvelli. Staðan er önnur í dag því nú er kominn nýr þjálfari og Keane telur sig heilsu- hraustari en áður. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.