Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 23
3>V Fókus MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 23 * T 1955 Fæddur í York, Pennsylvaníufylki. 1960 Leikskólamynd af honum ertekin sem hann síðar notaði sem hugmynd að verkinu „Nýi Jeff Koons". 1963 Faðir Koons selur Málverk Jeffs í verslun sinni.Verkin eru eftirlíkingar af verkum gömlu meistaranna. 1972 Stundar nám (list og hönnun. Tileinkar sér ameríska alþýðulist og myndlist fyrri alda. 1975 Stundar framhaldsnám við Lista- háskólann (Chicago. 1976 Flytur til mekka nútímamyndlist- ar, New York. 1977 Byrjar að vinna skúlptúra þar sem hann endurvinnur tilbúna hluti (ready-made). Byrjar að vinna hluti sem hann steypir í stál eins og plastleikföng, blóm og kanínu. 1979 Fleldur áfram að vinna list„ln- flatables", hluti sem hann steypir (ryð- frítt stál; tekatla, frystikistur, brauðrist og ryksugur.Kiaeðir hluti með plexigleri og notar flúrljós. Þessa stefnu kallar hann „The New".Jeff Koons hefur störf á Wall Street sem verðbréfamiðlari til þess að fjármagna list sína. 1980 „The New" er sýnt í fyrsta skipti ( glugga Nýja nýlistasafnsin i New York. 1981 Byrjar að vinna með rannsóknir á þyngdarleysi með Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði Dr. Richard Feynman. Verkin eru í þróun (nokkur ár og voru fyrst sýnd árið 1985 þar sem meðal annars þyngdarlausum körfubolta er sökkt í vökva. 1985 Fyrsta einkasýning Koons í New York. Sýnir meðal annars árangur sinn af samstarfinu við eðlisfræðing af tilraun- um með þyngdarleysi. 1986 Listgagnrýnendur skilgreina nýja íistfræðilega stefnu„Neo Geo". Jeff Koons er frumkvöðull stefnunnar, Lux- ury and Degradation.Sýnir meðal ann- ars stór málverk sem eru eftirlíkingar af auglýsingaspjöldum drykkjaframleið- anda. Framleiðir líka verk sem eru stytt- ur steyptar (stál sem eru blanda af list og smekklausum klisjum.Glansandi gervi lúxus... 1987 Kanína Koons er notuð sem tákn fyrir sýningu Saatchi-safnsins á amer- ískri samtímalist í London„New York Art Now". Koon er helsta stjarnan á Whitn- ey-tvíæringnum (New York. 1988 Sýnir fígúratlva skúlptúra úr gleri og postulíni af þekktum ffgúrum; Bleiki pardusinn, Buster Keaton og Michael Jackson.Notar spegla og lágkúruleg efni. Kynhneygð er mikilvægur hluti sýningarinnar. 1989 Risa auglýsingaskilti (innsetning) sett upp á Broadway,„Made in Heaven", með (starring) Jeff Koons og llona Stall- er(Cicciolina). 1991 Made in Heaven-sýningin opnuð í gallerf Max Hetzler í Köln og lleana Sonnabend, New York. Sýningin táknaði himneska ást. Koons þvertekur fyrir það að sýningin hafi eitthvað með klám að gera heldur sé táknræn fyrir allt önnur gildl. 1992 Alþjóðlegir gagnrýnendur fagna „Hvolpnum", 12 metra háum skúlptúr, gerðum úr lifandi blómum. 1997 Fyrsta einkasýningin (Frakklandi í Galerie Jéröme de Noirmont. Yfirlits- sýning yfir 30 verk listamannsins frá ár- unum 1977 til 1992. 1998 „Hvolpurinn" settur upp fyrir fram nýja Guggenheim-safnið f Bilbao á Spáni. 1999 Sýning á nýjum verkum,„Easy- fun" opnar í New York. 2000 Risastór blómaskúlptúr afhjúp- aður í Frakklandi. 2002 Fær frönsku viðurkenninguna „Légion d'Honneur" fyrirferil sinn sem listamaður. Franska sjónvarpsstöðin ARTE framleiðir ítarlega heimildarmynd um Koons. 2003 Heimildarmyndin („Jeff Koons. Un homme de confiance") um ævi og störf Jeff Koons. 2004 13.ma(- Jeff Koons kemur til (s- lands. 14. maí - Jeff Koons viðstaddur opnun á sýningu amerískra samtíma- listamanna í Listasafni fslands. Sex verk eftir Koons eru á sýningunni. Ein skærasta og litskrúðugasta stjarna myndlistarinnar, Jeff Koons, ætlar að mæta á Listahátíð í Reykjavík sem verður opnuð 14. maí næstkomandi. ur sem hefur styrkleika Marcels Duchamp í hugmyndafræði, vin- sældir, útgeislun og fjölhæfni Andys Warhol. Hann er popp- og kvikmyndastjarna listheimsins og nýtur þess að vera sá myndlistar- maður sem hvað mesta athygli fær hjá íjölmiðlum og notar það óspart sem hluta af list sinni. Eitt athyglisverðasta dæmið er samband hans við klámmynda- drottninguna Cicciolinu sem hann giftist árið 1991. Á meðan á hjóna- bandinu stóð vann Koons talsvert af skúlptúrum og ljósmyndum þar sem hann notaði þau hjónin sem fyrirmyndir, meðal annars gerði hann myndaseríu af þeim í samför- um. Margir töldu hjónabandið vera hugmyndafræðilega listræna inn- setningu sem vakti gríðarlega at- hygli nánast daglega á meðan á því stóð. Þau skildu árið 1992 og stuttu seinna fæddist þeim sonur. Cicci- olina flutti til Rómar með barnið og fékk forræði yfir því eftir langar og miklar deilur. Koons hélt forræðis- deilunni áfram og var dæmt for- ræði yfir drengnum árið 1998. Ferill Koons dalaði lítið eitt eftir þessa uppákomu, hann kom svo ferskur inn að nýju rétt fyrir alda- mót. Stjarna hans heldur þannig áfram að skína og það skærara en nokkru sinni fyrr. freyr@dv.is Jeff Koons er fæddur í York í Pennsylvaníufýlki árið 1955 og er þarf af leiðandi 49 ára gamall. Koons er myndlistarmenntaður New York-búi sem starfaði sem verðbréfamiðlari á Wall Street í New York, þar til hann náði fót- festu með sérstakri myndlist sinni um miðjan níunda áratuginn. Koons er í dag einn áhrifamesti myndlistarmaðurinn á lífi og hefur markað djúp spor í listasöguna fyr- ir heldur óvenjulegt framlag sitt. Fáir myndlistarmenn eru jafn fjölhæfir og Koons sem vinnur með alla mögulega miðla; málverk, ljós- myndir, postulín, kvikmyndir, skúlptúra og fleira. Allt virðist leika í höndum hans. Hann er listamað- • Er þýskt orð sem notað er í enskri tungu til þess að sldl- greina list sem byggist á slæm- um smekk eða smekkleysi. Kitsch er þannig sú hugmynda- fræði í myndlist sem fjallar um það að vinna með smekkleysið í myndlistinni og ná að hefja sig yfir það. Jeff Koons er fjármálaséní „Hannerundrabarn í peningurn, flármála- séní. Sá um fjár- mögnun á MOMA í New York þegar safnið var sett á stofn og gerði það með glæsibrag. Hann verður ( raun ekki umdeildur myndlistarmaður fyrr en hann fer að vinna með kitsch í myndlist sinni. Þá verður hann verulega umdeildur og það var skemmtilegt hvernig hann dansaði á þeirri grensu og gerði kitschið að sinu. Þetta eru þau verk sem hann er þekkt- astur fyrir. Hann verður í kjölfarið mynd- listarmaður sem er súperstjarna, svona svipað og Andy Warhol hafði verið. Fyrstu ár hans í myndlist eru ákaflega merkileg fyrir það hvernig hann fjár- magnar dýra framleiðslu á list sinni með verðbréfabraski.Verkin seldi hann undir framleiðslukostnaði." Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaöur Viö erum eins! „Ég komst að því þegar ég var að vinna verk þar sem ég blandaði andliti mínu við þekkta listamenn með svo- kallaðri morphtækni að ég lenti í erfið- leikum þarsemand- litsdrættir okkar eru nánast eins; það er jafn langt á milli augna, nef og munnur eins.og svofram- vegis. Andlit okkar voru þannig nánast eins upþbyggð. Mér fannst þetta ákaf- lega merkilegt. Seinna komst ég að því að við eigum líka sama afmælisdag og eftir það fór ég að senda honum af- mæliskort, sem hann hefur reyndar aldrei svarað." Erling Klingenberg myndlistarmaöur Ratar alltaf réttu leiðina „Hann tekur svona radíkal-beygju þegar hann fer að vinna með kitsch, það eru ekki margar leiðir út úr því en Jeff Koons tók þessa beygju sém oftar en ekki er eins og völundar- hús sem erfitt er að komast út úr. Hann virðist alltaf hafa fulla stjórn og finna sér leiö út. Menn eru in og out, og hann datt aðeins út eftir Cicciolinu-dæmið, féll um sig sjálfan en rétti svo verulega úr kútnum og kom sterkur inn um siðustu aldamót. Hann kemur þá með postulins- og glerverk sem eru engu lík. Ég ber mikla virðingu fyrir honum fyrir að rata alltaf réttu leið- ina. Fólk sem ég þekki sem hefur unniö fyrir hann ber honum söguna vel." Magnús Sigurösson myndlistarmaöur Ætlaði að sprengja upp elítu Evrópu „Hann er stórkostleg- ur myndllstarmaður, einn af þessum aðal- köllum. Hann er ekki eins sterkur I dag og hann var fyrir 10-15 árumengóðursamt. Það er náttúrulega ótrúleg sagan þegar „Hvolpurinn" var settur upp við opn- unina á nýja Gugg- enheim-safninu í Bilbao á Spáni. Það var ekkert til sparað til þess að gera þetta risastóra hundslíki sem blómasérfræð- — ingar voru (fleiri mánuði að setja saman. Tveimur dögum áður en safnið átti að opna þar sem öll fyrirmenni Evrópu yrðu, kóngar og drottningar, komst lög- reglan að því að blómskreytingamenn- irnir voru allir meðlimir ETA hryðjuverka- samtakanna. Upphófst mikill skotbar- dagi þar sem meðal annars tveir lög- reglumenn létu Kfið.Að lokum náði lög- reglan að handtaka alla blómaskreyt- ingamennina.Eftir nánari rannsókn kom (Ijós að„The Puppie", risavaxni hvolpur- inn, var troðfullur af sprengiefni sem hefði ekki einungis þurrkað út kóngafólk og elitu Evrópu heldur líka eyðilagt ný- byggt safnið sem að öllum líkindum er dýrasta bygging Evrópu. Ef þetta hefði gengið upp, hefði Jeff Koons endanlega skráð sig á öll spjöld sögunnar." Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður r f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.