Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 2004 29 Fræga fólkið á það til að fara yfir um og taka upp á einhverjum fáránlegum hlut- um. Nægir að nefna nöfn Michaels Jackson og Whitney Houston til þess að fólk átti sig á því hvað átt sé við. Sumar stjörnurnar hafa aldrei náð að jafna sig á þess- um atvikum á meðan aðrar hafa orðið frægari fyrir vikið. DV rifjaði upp nokkur atvik þar sem stjörnurnar náðu botninum með faranlegri hegðun sinni. Mariah Carey Eftir aöhafa mætt i viðtal til Carson Daly á MTV sumarið 2001 sendi Mariah Carey frá sér tilkynningu sem í stóð:„Ég vil að aðdáendur minir viti að égeraö ieita lífsins. Ég get engum treyst vegna þess að ég eraö reyna að skilja llfið. Ég ætla að gera allt til að komast út úr þessu herbergi. Ég hef leyft mér að treysta fólki um of. Ég ætla að taka stutta pásu en það er samt ekkertað.' átti skiljanlega erfittmeð issu og litið hefur heyrst frá divunni slöan.EMI-út- gáfangafst að iokum upp á henni og sagði henni upp. Húnleitar nú að nýjum samningi. Bobby Brown Hann hefur verið á hraðri niðurleið með konu sinni siðasta áratuginn. Hann hefur verið handtek- | inn fyrir að lemja Whitney og börnin, líka fyrir að vera með dóp og því verið inn og út úr fangelsum sfðustu ár. (fyrra sagði hann f viðtali að hann reykti ekki hass nema annan hvern dag. Hann fékk litla samúð enda átti sfðar eftir að koma f Ijós að vandamálið var mun stærra. Hann er nýkominn úr fangelsi vegna brots á skiloröi. Margot Kidder Þessi leikkona vann sér það helst til frægðar að leika Lois Lane í gamla daga en árið 1996 gerðist nokkuð sem fáir geta út- skýrt enn þann dag f dag. Margot flutti allt f einu út úr fbúð sinnl og á götuna. Hún deildi pappakassa með heimilislausum manni og fannst ekki fyrr en viku sfðar f almenn- ingsgarði. Þá hafði hún rif- ið af sér hárið til að þekkj- ast ekki, var skftug upp fyrir haus, tannlaus og nánast raddlaus. Hún mætti f viðtal til Barfoöru Walters og viðurkenndi að vera ekki heil á geði. Ekk- ert hefur spurst til hennar sfðan. * Christian m Slater Var tekinn árið 1994 með byssu á JFK-flugvelli I New York. Þremur árum slðar var hann búinn að fá séraöeins of mikið kókain og blanda þvi saman við vodka og teklla þegar hann ákvað að iemja vinkonu sína i andlitið. Maður sem snerist stúlkunni til varn- aðarvar því næst laminn niö- ur og annar til. Löggan mætti á vettvang og handtók kall- inn. Hann sagöist hins vegar ekki muna eftir neinu.„OK, ég er geöveikur og hefekki verið góð fyrirmynd" sagði Slater I viðtali ári slðar. Hann er þó enn mikils metinn í Hoiiywood. Martin Lawrence Árið 1996 reyndi Martin að fara um borð i flugvéi með skammbyssu. Siöar sagðist hann hafa verið ringlaður vegna þess að hann hafði far- ið útað hlaupa fyrr um dag- inn 135 stiga hita klæddur i kraftgalia eða eitthvað állka hlýtt. Þetta er samt ekki hans versta atvik þvl siðar sama ár var hann handtekinn á götu- horni I Los Angeles, öskrandi á fólk og sveiflandi byssu.„Ég gæti aldrei gert neinum mein, ég er bara að reyna að vera fyndinn," sagði Martin við biaðamenn að þessu loknu. Hann er þó enn skærstjarna Charlie Sheen Charlie hefurverið stjarna frá tvftugu og allan sinn feril gortaði hann af þvf hversu mörgum vænd- iskonum hann hefði sofið hjá. Þegar hann var hvað verst staddur var hann far- inn að sofa hjá þremur hórum á dag milli þess sem hann slátraði tveimur vodkaflöskum. Hann fór f meðferð en stakk af skömmu sfðar. Þá lét pabbi hans, Martin Sheen, gefa út handtökuskipun á hendur honum og var hann neyddur til að fara annað hvort f meðferð eða fangelsi. Hann fór f með- ferð og þykist vera ham- ingjusamur f dag. Við von- um að þaö sé satt. Anna Heche Var með leikkonunni Ellen DeGeneres fram til ársins 2000. Daginn eftir að þær slitu samvistum bankaði hún upp á hjá ókunnugu fólki og sagði að bflinn hennar hefði bllað. Þvf næst gekk hún Inn og bað um að fá að fara f sturtu. Löggan mætti á vettvang en þá sagðist hún vera Guð og ætla að fara með löggurnar til himna f geimskipinu sfnu. Hún út- skýrði þetta f ævisögu sinni og kenndi misnotk- un föður sfns og ecstacy- notkun um uppá- tækið. Hún er gift f dag, á eitt bam og er að fara að leika f nýrri kvikmynd. Robert Downey Jr. Skráði sig á spjöld sögunnar árið 1996þegarlögreglan handtók hann fyrir ofhraðan akstur. Ibllnum fannst krakk, heróin og byssa. Skömmu síð- ar ráfaði hann inn i garð hjá nágranna sinum og missti meðvitund. Næstu fimm ár einkenndust af fangeisisvist, meðferðum og atvinnuleysi. Slðan reifhann sig upp i smá tima en allt hrundi aftur þegar hann kynntist sopanum á ný. Robert virðist þó allur vera að koma til og hefur verið að gera tónlist samhliða þvi að leika siðustu misserin. Whitney Houston Það byrjaðiað dala hjá Whitn- ey árið 1997 og slðan þá hefur hún verið á hraðri niðurleið. Hún byrjaði á að halda tón- leika í beinni útsendingu þar sem hún leit út eins og heróln- fíkill, sem kom orðrómi afstað. Þá mætti hún ekkiá Óskarinn þar sem hún átti að veita verð- laun og á Michael Jackson- styrktartónleikum leit húri svo illa út að menn vildu banna henni að koma fram. Síðan var hún tekin með eiturlyfog viðurkenndi allar hrakfarirnar í sjónvarpi. Nú eru hún og Bobby Brown nýkomin úr fangelsi og meöferð og ætla að hefja nýtt llf. Michael Jackson Það er af nægu að taka hjá Jackson. Allar misnotk- unarásakanirnar hafa ver- ið áberandi sfðustu ár en margir vilja meina að lýta- aðgerðirnar, brúðkaup hans og grfmurnar sem börnin hans eru alltaf með lýsi hugarástandi manns- ins betur. Þá hefur Jackson viðurkennt f við- tölum að hann sofi hjá fullt af börnum - án þess þó að misnota þau. „Lygar hlaupa spretthlaup en sannleikur hleypur mara- þon," lét hann hafa eftir sér f nóvember og sagði allt slæmt umtal um hann vera lygi. Jackson verður þvf að teljast sigurvegari þegar kemur að geð- sýkisköstum frægafólks- Nicolas Cage kolféll fyrir 19 ára barstelpu Meira Nicolas Cage Hollywood-lið- ið fékk heldur betur eitthvað tilaðtalaum þegarCage mætti með ungu kærust- una sina upp á arminn. eyða þau nú saman eins miklum tíma og þau geta. Nicolas fékk Hoilywood-liðið til að gapa af undr- un þegar hann mætti með hina ungu unnustu sína í partí tengt Óskarsverðlaunahátíðinni en leik- arinn er meira en tvöfalt eldri en hún. ICim er af fátæku fólki komin og hafa vinir hennar haft eftir henni að hún þurfi að klípa sig reglulega til að fuílvissa sig um að hana sé ekki að dreyma. Cage tók alla fjöl- skyldu Kim í Disneyland í Kaliforn- íu og sparaði ekkert til að gera dag- inn sem eítirminnilegastan fyrir þau. 12 ára sonur Cage frá fýrra hjónabandi, Weston, var með í ' för. Nicolas Cage ædar að ganga í það heilaga með nítján ára þjónustu- stúlku sem hann hitti fyrir tveimur mánuðum. Þau kynntust síðasta Valentínusardag þegar Cage ráfaði inn á veit- ingahúsið þar sem Alice Kim vinnur. Eftir smá spjall bauð Cage henni á Óskarsverðlaunahátíðina en vinir hans segja að hann sé kolfallinn fyrir stúlkunni. Leikarinn hefur gefið kærust- unni risa demantshring og Kata eignast son Leikkonan Cate Blanchett er orðin móðir i annað sinn. Hún ól son á spitala i Lundúnum á föstudaginn siðasta. Blanchett, sem til- nefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn i Elizabeth, hefur þegarákveðið aö drengur- inn eigi að heita Roman Robert. Hin 34 ára leikkona er gift handritshöfundinum Andrew Upton og saman eiga þau fyrir tveggja ára son. Stjörnuspá Margrét Rós Gunnarsdóttir kynningarfull- trúi er 28 ára í dag. „Hún veit hvert hún ætl- ar sér í þessu lífi, hvernig markmiðum skal náð og hvar tækifær- Jk in liggja. Metnaður, drifkraftur sem sjaldan sést og , vilji til að ganga I ófarinn veg býr greinilega innra með henni," segir í stjörnuspá hennar. Margrét Rós Gunnarsdóttir VV Mnsbemn (20. jan.-18.febr.) vV ----------------------------------- Hér er boðuð farsæld sem ýtir undir sjálfstraust þitt. Ef þú finnur fyrir einhvers konar reiði um þessar mundir er hér um tímabundið ástand vatnsber- ans að ræða. Allt mun leika f lyndi og vikan verður góð fyrir þær sakir að ástin umlykur þig. H Fiskarnirn9.fefcr.-2ð.marsj Hér kemur fram að breytingar á húsnæði virðast eiga hug þinn allan. Hér ert þú minnt(ur) á að með æfingu og þolinmaeði ættir þú að geta náð mjög góðum árangri sem gleður hjarta þitt svo um munar næstu mánuði. T Hrúturinn (21.mars-19.i Þú ert fær um að hjálpa ná- unganum ef þú einsetur þér að huga að þörfum annarra. Hér kemur fram ábending um að þú látir ekki aöra ráðskast með þig. b Nautið (20. april-20. mai) Þú átt von á stöðuhækkun og betri fjárhagsafkomu þegar líða tekur að sumartíð ef þú lærir að gefa það sem þú helst vilt eiga. Þér er ráölagt að forð- ast að vera of góð(ur) með þig og ein- blína á þinn innri styrk til hjálpar þeim sem þarfnast aðstoðar. Tvíburarnirpr. mal-21.júni) Þegar þú verður fyrir mótlæti kemst þú auðveldlega (gegnum það. Ekki láta tækifærin fram hjá þér fara með rangri ákvarðanatöku sem tengist starfi þfnu eða námi. Krabbinn (22.jún(-22.júio Gæfa og gengi einkennir starf þitt eða nám en þér er á sama tfma ráð- lagt að huga enn betur að eigin líðan og innra jafnvægi. Huggun, bati og gæfa tengist líðan þinni þar sem lukkuhjól þitt snýst þér í hag með komu sumars. Ljónið® .júll-22. ágústl Heilsa þfn er góð og líkams- styrkur þinn eykst ef þú hugar vel að Ifðan þinni og hemur skap þitt gagn- vart náunganum. Góðmennska þín er áberandi á sama tíma og möguleikar Ijónsins eru takmarkalausir. Meyjan (23. ágúst-22. septj Þú gætir átt það á hættu að verða fyrir öfund f þinn garð en ert á sama tíma fullkomlega fær um að halda ótrauð(ur) áfram þrátt fyrir misjafnar skoðanir annarra. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Ef þú ert efnalítil(l) fýrir munu aðstæður breytast til batnaðar á ör- skömmum tíma ef þú hugar vel að þvf sem fram fer f kringum þig. Þú ert um þessar mundir að ganga í gegnum reynslu sem gagnast þér án efa. Ekki blanda þér að nauðsynjalausu í ósætti vina. Sporðdrekinn (24.okt.-21.mv.) Hættu að réttlæta langanir þínar gagnvart þeim sem standa þér næst. Reyndar er minnst á að undirbún- ingur varðandi mál hér er mikilvægur þvf kæruleysi getur valdið þér vandræð- um. / Bogmaðurinn (22.núv.-2i. desj Gróskutímar eru fram undan og þú munt komast yfir vandamál þín með réttu hugarfari. Þú finnur eflaust til mikillar sálarró um þessar mundir, sem er af hinu góða. Steingeitin(2j.fe.-f9./flfi.j Gættu þín á rifrildi við vini og ættingja næstu daga. Ef þú finnur fyrir leiða þegar nám þitt eða starf þitt er tekið fyrir ættir þú að breyta um stefnu með því að sýna meiri dugnað í verki. SPÁM AÐUR.IS 'r > I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.