Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 Fréttir £>V Rússar lýsa áhyggjum Stjómvöld í Rússlandi hafa lýst áhyggjum af átök- um Palestínumanna og Israela á Gaza en mjög mannskæð átök hafa verið þar síðustu daga. Rússneskaut- anríkisráðuneytið sagði það nauðsyn- legt að koma á vopnahléi hið fyrsta í yfirlýs- ingu sem send var út í dag. ísraelski herinn hefur banað 28 Palestínumönnum frá því á þriðjudag. Þingmenn Framsóknarflokksins eru hikandi við stuðning við fj ölmiðlafrumvarpið. Formenn kjördæmasambanda gefa ekki upp afstöðu til fjölmiðlafrumvarpsins og enginn af þeim framsóknarmönnum sem DV ræddi við var tilbúinn að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við frumvarpið. Margir þingmenn og aðrir lykilmenn Framsóknarflokksins eru tvístígandi með afstöðu sína til fjölmiðlafrumvarpsins og sam- kvæmt heimildum DV fara líkumar á því að nýjar breytingatil- lögur komi fram á frumvarpinu milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu mjög vaxandi. Framsóknarþingmenn Hikandi vegna andstöðu aimennra flokksmanna. Grænland lifir á rækju Meirihluti útflutnings- verðmætis Grænlendinga kemur frá sölu á rækjuaf- urðum, eða 60 prósent. Alls felast 90 prósent út- flutnings Grænlands í sjávarafurðum. Verðmæti útfluttra afurða dróst saman um 10 prósent í fyrra í samanburði við árið á undan. Hættur að lesa blöðin Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkj- anna, fór í óvænta heim- sókn til Bagdad í gær. Þar ávarpaði hann hermenn í Abu Ghraib og ráðlagði þeim að lesa ekki það sem stæði í blöðunum um pynt- ingar fanga sem átt hefðu sér stað í fangelsinu. Sjálfur hefur Rumsfeld tekið við að lesa sögu þrælastíðsins í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins byggir stuðningur sumra þing- manna flokksins nú á skilaboðum frá forystunni um að breytingar verði gerðar á frumvarpinu milli annarrar og þriðju umræðu til að koma tíl móts við gagnrýnisraddir um stjómarskrárbrot og að frum- varpið brjóti í bága við EES-reglur. Samkvæmt heimildum munu þingmennirnir Dagný Jónsdóttir, Birkir J. Jónsson og Jónína Bjartmarz stóla á einhverjar slíkar breytingar £ stuðningi si'num en þau hafa verið „hölt“ í stuðningi sínum við fmm- varpið, svo notuð séu orð eins heim- ildarmanns úr innsta hring. Forysta flokksins hefur afskrifað stuðning Kristins H. Gunnarssonar en hann nýtur stuðnings flokksfélaga í sínu kjördæmi. Þá vekja svör Hjálmars Árnason- ar þingflokksformanns við spurn- ingum DV athygli. „No comment" sagði hann aðspurður um hvort hann styddi frumvarpið afdráttar- laust í núverandi mynd og „no comment" svaraði hann sömuleiðis „Ég vil að málið verði stöðvað og skoðað betur í sumar." aðspurður hvort hann teldi líkur á frekari breytingum á frumvarpinu mdli annarrar og þriðju umræðu. Varaþingmenn ekki tilbúnir að lýsa stuðningi Fyrsti varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík-norður, Guð- jón Ólafur Jónsson lögfræðingur, vildi ekki tjá sig um frumvarpið. „Ég hef ekki kynnt mér frumvarpið nógu vel til þess að gefa upp afstöðu mína til þess,“ sagði þessi varaþingmaður Halldórs Asgrímssonar og Árna Magnússonar. Næsti varaþingmaður á eftir Guðjóni er Sæunn Stefánsdóttir, en hún er jafnframt aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. Hún var spurð hvort hún vildi lýsa afdráttarlaust yfir stuðningi eða andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið. „Nei, ég er ekki tilbúin til þess,“ sagði Sæunn. Óframsóknarlega unnið Nokkur félög Framsóknarflokks- ins hafa þegar lýst yfir andstöðu við frumvarpið, þeirra á meðal Fram- sóknarfélag Garðabæjar og Bessa- staðahrepps og í Bolungarvík, og fé- lög ungra framsóknarmanna í Reykjavík og í Mýrasýslu. Einar Sveinbjörnsson, bæjarfuUtrúi flokksins í Garðabæ og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdótt- ur, segist „100% sammála ályktun félagsins. Ég vil að málið verði stöðvað og skoðað betur í sumar. Það hefur verið unnið mjög óffam- sóknarlega að þessu máli í fiokkn- um, sem hingað til hefur lagt áherslu á að ná í öilum málum niðurstöðu þar sem sem flestir geta staðið sáttir upp frá borði," segir Einar. Formenn lýsa ekki stuðningi Formenn kjördæmasambanda Framsóknarflokksins, sem DV náði tali af, voru upp til hópa ófáanlegir til að taka afstöðu af eða á til fjölmiðla- ffumvarpsins. „Ég vil ekki opinbera afstöðu mfna til ffumvarpsins í fjöl- miðlum. Ég geri það á réttum stöð- um,“ sagði Sævar Þór Sigurgeirsson, formaður kjördæmasambands Reykjavíkur-suður. Þorlákur Bjöms- son, formaður kjördæmasambands- ins í Reykjavík-norður hafði svipað að segja. Gestur Gestsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík- norður, segist ekki gera upp hug sinn fyrr en hann væri búinn að leggjast yfir efni frumvarpsins. Magnús Ólafs- son, formaður kjördæmasambands- ins í Norðvesturkjördæmi, segist ekki hafa skoðað málið. „Ég hef því ekki mótað afstöðu mína, en mér sýnist ff amsóknarmenn vera að vinna vel í málinu.“ Eyjólfur Árni Rafnsson, for- maður kjördæmasambandsins í Suð- vesturkjördæmi segist hafa haft svo mikið að gera að honum hafi ekki öðlast að setja sig inn í málið. „Ég lýsi því hvorki yfir stuðningi né andstöðu við málið, fyrr en ég er búinn að kynna mér það.“ fridrik@dv.is, kgb@dv.is Björn Thoroddsen tón- listarmaður: „Ég er að fara að spila á tónteikum í Austurbæ í kvötd og því kemst ekkert annað að í augnablikinu. Þetta eru út- gáfutónleikar Guitar Islancio og ég mun remb- ast við að standa mig þar. Þetta eru valinkunnir Hvað liggur á? sómamenn sem spila með mér, þeir Gunnar Þórðar- son ogJón Rafnsson, en ég býst við að þetta verði svoldið bratt fyrir okkur. Við veröum lítil sveit Istór- um sal en ég vona að þetta gangi sem best." Gunnar I. Birgisson segir illa farið með Guðna Ágústsson af flokknum Formaður Framsóknar gefur skotleyfi á Guðna Yfirvofandi fækkun ráðherra Framsóknarflokks um einn veldur ólgu í flokknum. Fátt hefur verið sagt opinberlega um átökin fyrr en nú að Gunnar Birgisson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, lýsir því afdráttariaust á heimasíðu sinni að samherjar Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra og varafor- manns flokksins, vegi að honum með velþóknun Halldórs Ásgríms- sonar formanns. Gunnar staðhæfir að Valgerður Sverrisdóttir, náinn bandamaður Halldórs, og hjálpar- kokkar hennar reyni að gera lítið úr Guðna. „.. og þykir alveg ljóst að skotleyfið á Guðna er fengið með leyfi formannsins,1' segir Gunnar á heimasíðu sinni. „Ég hef þekkt Guðna í áratugi og þekki hann aðeins af heilindum ein- um,“ sagði Gunnar í samtali við DV í gær. Gunnar segir að ffá sínum bæjar- dyrum séð sé mjög ósanngjarnt hvernig samstarfsmenn Guðna komi fram í hans garð. „Mér finnst ósanngjarnt hvernig samherjar hans gera lítið úr persónu hans og reyna að gengisfella hann sem stjómmálamann með aðdrótt- unum,“ segir Gunnar. Hann gefur Guðna hæstu ein- kunn fýrir frammistöðu í starfi. „Guðni Ágústsson hefur staðið sig vel £ afar erfiðum málaflokki og er að ná bæði góðum árangri fyrir bændur og neytendur. Þá er Guðni skemmtilegur með afbrigðum og hnyttinn í tilsvörum, nokkuð sem ekki er í tísku innan Framsóknar. Guðni kemur oft með skoðanir sem sýna annað sjónarhorn, og hefur kjark til að fylgja þeim eftir. Hann er traustur maður og á réttum stað. Má segja að hið góða og sanna Fram- sóknarhjarta slái í brjósti hans. Það er misráðið af Halldóri for- manni að flauta Guðna af, þrátt fyrir að hann langi til þess.“ „Fleiri gerast nú heimasíðumenn en ég ætlaði og þakka ég Gunnari hlý orð í minn garð. En ég þekki enga aðra stöðu en að ég standi sterkur í þingflokknum. Eftir síðustu skoðanakönnun Gallups finn ég að störf mín eru metin þannig að ég eigi mikinn stuðning; bæði í mínum flokki og annarstaðar. Ég hef enga trú á því að Halldór Ás- grímsson hvetji þingmenn eða aðra til að vinna gegn mér. Þannig þekki ég hann ekki og held að ég standi sterkt sem vara- formaður við hlið hans,“ sagði Guðni Ágústsson þegar DVhafði samband við hann. rt@dv.is Guðni Ágústsson Sagð- ur vera i skotlinu Haiidórs Ásgrimssonar formanns. Eurovision matseðill 15mai2004íbeinni Hard Rock Crísasamloka/HRC Pig Sandwich Vinsælasta samlokan okkar! Svínabógur reyktur í 14 klst., rifinn af beinunum og blandaður í HRC Grisasósu. Borin fram með hrásalati og frönskum kartöflum. Our most popular sandwich! Select pork shoulder, hickory smoked for 14 hours, then hand-pulled so it is tender and juicy, an old Southern delicacy with our famous vinegar- based bar-b-que sauce. Served with cole slaw and french fries. Kr 1112,- Cajun Kjúklinga samloka/Cajun chicken sandwich Grilluð Cajun krydduð kjúklingabringa í brauði smurðu með Cajun sinneps majonesi, með káli og tómati. Borin fram með hrásalati og frönskum kartöflum. Spicy chicken sandwich with Creola mayo, tomatoes and iceberg lettuce. On a freshly baked bun. Served with cole slaw and french fries. BBQ Borgarí/BBQ Burger 200 gr. hamborgari grillaður í BBQ sósu og hjúpaður bræddum osti. Borinn fram með hrásalati og frönskum kartöflum. Grilled in BBQ sauce, with cheese. Served with a full plate of french fries and fresh salad. Kr 1000,- LOVEALL SERVEALL Kr 1080,- STÓR BJÓR AF KRANA, EUROVISIONTILBOÐ: 480

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.