Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 14
74 FÖSTUDAQUR 14. MAÍ2004 Fréttir 0V Nú eru ekki nema einn dagurí Eurovision og undirbúningurí algleymi. Engin stíg frá Dönum „Ég vissi alltaf að svona gæti farið en ég er sáttur við minn hlut. Þetta er búið að vera mikið ævintýri, áður en ég vann undankeppn- ina heima í Danmörku var ég bara venjulegur vinnandi maður. Núna er ég kominn með plötusamning og búin að upplifa Eurovision. Það er miklu meira en ég átti von á,“ seguTómas Þórðarson sem komst ekki áíf am í úrsbta- keppni Eurovision. Það þýðir að Danir koma ekki til með að gefa stig í keppninni í ár sem kemur sér illa fýrir fs- lendinga. Danir hafa reynst okkur ágætlega í stigagjöflnni og samtals gefið okkur 57 stig, þar af tvisvar fullt hús stíga. Ég er ekki kyntákn „Það er mikið hrós að vera líkt við Kylie Minogue þótt mér finnist við ekki vera neitt líkar. Ég upplifi mig alla vega ekki sem kyn- tákn," segir hin sænska Lena Philipsson sem hefur verið spáð góðu gengi í Eurovision- keppninni í ár. Hún hefur margoft reynt að komast í Eurovision en aldrei tekist fyrr en nú. Þessi 38 ára gamla snót hefur þó aldrei látið mótíætíð hafa nein áhrif á sig og er nú, 18 árum eftír að hún reyndi fyrst, kominn alla leið. „Eg er öll að skána af kvefinu sem ég var með. Ég vona bara að ég verði orðinn góð á morgun annars gæti Svíþjóð þurft að taka þátt í und- ankeppninni að ári,“ segir Lena sem hefur legið uppi í rúmi alla vikuna. Mistökvið talningu atkvæða Eitthvað rugl var á stiga- gjöfinni þegar undanúrslit- in fóru fram á miðviku- dagskvöldið. Þessi mistök breyta þó engu um efstu tíu sætin sem gáfu áframhaldandi þátttökurétt í keppninni heldur hefur endurtalningin aðeins áhrif á löndin þar fyrir neðan. Fimm lönd faérðust til en atkvæði í Mónakó og Króa- tíu voru vitlaust talin. Spennan magnast fyrir Eurovision. Keppnin fer fram á morgun og á miðvikudags- kvöld kom í ljós að það verða Grikkir sem fara á svið á undan okkur. Jónsa og fé- lögum lýst illa á það þar sem þeim er spáð sigri. Höfundur okkar lags er samt full- ur sjálfstrausts og segir Jónsa muni rústa keppninni á morgun. „Við rústum bessari keppni „Það versta við undankeppnina var að missa Dani og Finna út úr keppninni. Frændur okkar af Norðurlöndunum hafa alltaf verið duglegir við að gefa okkur stig,“ segir Sveinn Rúnar sem staddur er á Tyrklandi ásamt hinum í Eurovision-hópnum. „Ég bjóst svo sem við að Finnar íslendingar fallið niður og lægst myndu detta út en þetta með Dam mörku kom mér á óvart. Bæði var lagið hressandi og sviðsframkoman flott þannig að ég er nokkuð von- svikinn," segir Svenni sem er farinn að verða spenntur fyrir morgundeg- inum. Gríska goðið „Undankeppnin hafði náttúrlega líka áhrif á hvaða þjóðir verða á und- an okkur á svið á morgun. Eftir að búið var að draga kom í ljós að Grikkir verða á undan okkur sem er mjög slæmt. Að fá þetta gríska goð á undan sér er í raun skelfilegt. Þeim er spáð sigri af mörgum og þess vegna var ég að vona að við mynd- um fá eitthvert lélegt lag á undan okkur en svona er þetta bara," segir Sveinn en bætir því við að þetta muni ekki hafa nein áhrif á Jónsa og hans frammistöðu. „Jónsi á eftir að syngja þetta feyki vel og það er fullt af partímúsík sem Grikkirnir þurfa að keppa við en ekki eins mikið af rólegum lögum lík og okkar. Það á eftir að hjálpa okkur. Ég vona bara að einlægni okkar íslendinga eigi eftir að komast vel til skila. Svo rúst- um við þessu bara - sjö, níu, þrett- án,“ segir Sveinn Veðbankar hafa nú margir hverjir breytt spám sínum og vinningslíkum á einstökum kepp- endum með hliðsjón af úrslitum undankeppninnar. Sumstaðar hafa erum við í 14. sæti. Aðrir veðbankar hafa aftur á móti fært okkur enn ofar og einn veðbankinn spáir íslandi nú fjórða til sjöunda sætinu. Grátandi Frakkar Sveinn Rúnar segist þó sætta sig við að lenda einhvers staðar í miðj- unni þótt stefnan sé vissulega tekin á toppinn. „Það er bara svo erfitt að spá fýrir um þetta svona fyrirfram. Lagið sjálft skiptir venjulega ekki mestu máli - sviðsframkoman og túlkun flytjandans eru mjög mikil- væg og líka smáatriði eins og klæðn- aðurinn. Fólk pælir í öllu þannig að við verðum bara að vona það besta," segir Sveinn sem segir skrítna hluti vera að gerast í Istanbúl. „Það gerð- ist eitthvað hjá franska liðinu í gær. Þegar ég kom niður af hótelherberg- inu mínu voru allir Frakkarnir sam- an á barnum hágrenjandi. Ég hef ekki hugmynd um af hverju en það getur verið vegna þess hversu dýrt áfengið hérna er, það er meira að segja miklu dýrara en heima á íslandi," segir Sveinn Rúnar sem gaf sér tíma á milli æfinga í gær til að rölta um bæinn ásamt lífvörðunum sínum. „Svo fór ég að sjá tyrkneska maga- danssýningu. Það var þvílíkt flott." íslenski hópurinn verður á æfingum í allan dag en generalprufan fer fram í kvöld. Hún verður öll tekin upp til vonar og vara ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis á morgun. Aðal- keppnin fer svo fram annað kvöld kl. 19 og verður öllu að sjálfsögðu sjón- varpað beint á RÚV. Jónsi er 17. keppandi á svið og gera má ráð fyrir því að hann troði upp rétt eftir ld. 20. Jónsi fer á svið á morgun Grikkland stigurá svið á undan íslandi en þeim erspáð sigri af mörgum. Jónsa og félögum lýst illa á þetta en ætlar sér samt sem áður að fara alla leið. JSÍIi „Égvona baraað einlægni okkar ísiendinga eigi eftir að komast vel til skiia. Svo rústum við þessu bara." C ísraelsmenn duttu út í fimmta skiptið í röð. Pólitíkin talin ráða miklu þegar kemur að stigagjöf inni. Pólitíkin að ganga at keppninni dauðri David D’Or ffá ísrael komst ekki í úrslit Eurovision og er þetta í fimmta skiptið í röð sem að ísraelar ná slökum eða eng- um árangri í keppninni. „Við emm mjög vonsvikin, við höfðum trú á þessu lagi,“ sagði Ofer Menachem, upplýsingafulltrúi ísraelska hópsins. Margir telja pólitíkina hafa ráðið miklu um þessa niðurstöðu þar sem h'til samúð er með málstað ísraels- manna í stríði þeirra við Palestínumenn meðal almennings í Evrópu. „Þjóðimar sem komust áfram áttu það auðvitað skilið en við stóðum okkur vel og áttum lfka skilið að fara alla leið,“ Ruslana hlttlr Davíft skildu tengsi hinnar úkraínsku Ruslönu við forsætisráð- herra íslands hafa ráðið einhverju um að hún komst áfram i úrslit? sagði David D’Or sem vildi þó lít- ið tjá sig um pólitískar Miðar málsins. Póhtísk tengsl og hagsmunir hafa mildð verið tíl umræðu en stígagjöfin í keppninni er oft htuð af slíkum hlutum. Þannig gefa Kýpur og Grikk- land hvert öðm ahtaf 12 stig og Norðurlandaþjóðirnar hafa oftar en ekld staðið saman. Það sama var uppi á ten- ingnum á miðvikudag þegar mikih fjöldi þjóða frá Balkanskaga komust áffam. Margir vilja meina að gömlu kommúnistamir hafi lagt á ráðin um að kjósa hver ann- an en aðrir benda á menningarleg tengsl þessara landa og segja þau raunverulega ráða ferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.