Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 15 -I D.anir bíða.eftir að fá að sja bruöarkjoT María Donaldson með mikilli eftirvæntingu. Verðandi prinsessan fór til Mílanó fyrir rúmum mánuði til að finna rétta efnið í kjólinn. Þar hitti hún frægan danskan hönnuð sem ráð- lagði henni við valið. Kjóllinn þarf í senn að vera virðulegur sem og hentugur fyrir sterka nútímalega konu. Margrét drottning hefur sýnt hönnun kjólsins mikinn áhuga og er titluð ein af hönnuðum hans. Brúðkaup í beinni Fyrir þá allra áhugasömustu um brúðkaupið hef- ur Hið konunglega fjelag kallað til samkomu í kaffihúsinu Amokka við Borgartún klukk' an 13 í dag. Þar munu félagsmenn og aðrir áhugasamir koma saman og horfa á beina útsendingu af vígslunni. Brúðartertan og danskt öl verða á sér- stöku tilboði. Þeir sem ekki hafa feng- ið nóg geta skellt sér í Norræna húsið í kvöld en þar verður beinni útsendingu af veislunni varpað upp á breiðtjald. Öll- um er velkomið að mæta á meðan húsrúm leyfir en útsendingin byrjar klukkan 19. Eftir brúðkaupið mun María hljóta titilinn Hennar konunglega hátign krónprinsessa María Elísabet en mun í daglegu tali vera kölluð Hennar konung- lega hátign krónprinsessa María. Lífið hefur heldur betur tekið óvænta beygju fyrir Maríu. Hún var óþekkt í heimalandi sínu, Tasmaníu, en er nú á allra vörum um alla Evrópu. María nýtur gríðarlegra vinsælda í Danmörku og eru Danir stoltir af henni sem verðandi drottn- ingu sinni. Ástralir eru líka að springa úr monti enda María sú fyrsta sem giftist inn í evrópska konungsfjölskyldu. Indíana Ása Hreinsdóttir fylgist með kóngafótkinu á föstudögum og lætur blátt blóðið streyma með stíl. Indiana&dv.is Friðrik krónprins Danmerkur gengur að eiga Maríu Elísabetu Donaldson í dag. Kaupmannahöfn er á öðrum endanum vegna viðburðarins. Brúðar tertaner tll hérna Fáein bakarí hafa fengið uppskriftina af hinni konung- legu brúðartertu sem boðið verður upp á í brúðkaupinu. Eitt þeirra er Café Konditori Copen- hagen á Suðurlands- braut. Við íslendingar getum því bragðað á tertunni og segja þeir sem smakkaö hafa að hún sé gómsæt. Tilvalið er að skella sér í bakaríið og næla sér í eina slíka til að vera í réttri stemm- ingu meðan horft er á beina út- sendingu af athöfninni. Brúð- kaupið er sýnt beint á RÚV og byrjar klukkan 13. Brúðhjónin Friðiik krónprins og María Eliiabet ganga i það heilaga i dag. Spenningurinn fyrir brúðkaup aldarinnar er nú í algleymingi en Friðrik, krónprins Dan- merkur, gengur að eiga hina lögfræðimennt- uðu og áströlsku Maríu Donaldson í dag. Kaupmannahöfn er í fullum skrúða og fólk í hátíðarskapi. í dag mun borgin endanlega fara á annan endann og hefur lögreglan lokað stór- um hluta miðborgarinnar af öryggisástæðum. Danir hafa verið beðnir um að skilja bíla sína eftir heima og nota lestir ef þeir þurfa að kom- ast á milli staða. Þeir bílar sem ekki verður búið að fjarlægja úr miðbænum á tilsettum tíma verða dregnir í burtu og eigendur sektað- ir. Vinna liggur niðri á mörgum stöðum enda flestir æstir í að fylgjast með athöfninni. Þeir íbúar sem búa næst kirkjunni hafa leigt út svalir sínar svo að flestir geti notið útsýnisins og barið brúðhjónin augum. Brúðhjónunum og fjöl- skyldum þeirra var boðið til hátíðarmálsverðar í ráðhúsinu á mið- vikudaginn ásamt helstu embættis- mönnum lands- ins. Konurnar mættu flestar með svo stóra hatta að erfitt var um vik að fylgja þeirri hefð að smella koss á kinn en gest- irnir létu það ekki slá sig út af laginu og gerðu grín að vandræða- legheitunum. Prinsinn sagði í ræðu sinni að miðað við það fjölmiðlafár þegar hann var fyrst keyrður í gegnum borgina, stuttu eftir Spennan magnast Danirfjöl- menntu til að berja brúðhjónin aug- um þegar þau mættu i ráðhúsið. Kaupmannahöfn í fullum skrúða Hattadagur María, Margrét drottning Borgin er undirlögð i skreytingum fyrir og flestar aðrar konurnar mættu með brúðkaupið sem fer fram í dag. stóra hatta imálsverðinn í ráðhúsinu. Hinn konunglegi matseðill f forrétt verður boðið upp á lyng- hænuseyði og lynghænuegg í topp- kálssalati, soðinn Sankti Péturs-fisk og fennelkrydduð tær krabbasúpa. í aðalrétt eru heilsteiktar nautalundir með þistilhjartamauki, nýjum sam- sökartöflum, skarlatslaukur í stökku deigi og sinnepsósu í estragoni. í eft- irmat er boðið upp á Saint André- brúðartertu. Veitingunum er skolað niður með bestu fáanlegu vínum undir tónum frægustu tónlistar- manna Dana. fæðingu hans, vissi hann ekki við hverju mætti búast núna. Eftir málsverðinn í ráðhúsinu gengu krónprinsinn og María út á sval- irnar og veifuðu til borgarbúa sem mættir voru í þúsundatali til að heiðra verðandi brúðhjónin. Að- eins bætti í vind- inn þegar parið steig út á ar sem endaði iví að hattur svalirnar sem e með þvi að hatt Maríu flaug af höfði hennar nið- ur til aðdáenda hennar en atvikið vakti mikla lukku almennings. Danir eru him- inlifandi með nýju prinsess- una og ekki minnkuðu vinsældir hennar þegar / hún tjáði frá Þ löngun sinni í .Jl að eignast mörg börn. Nú bíða Danir spenntir eftir " litlum prinsum og prinsessum. Friðrik og María buðu til partís í gær Munaði engu að illa færi Litlu munaði að illa færi fyrir verðandi brúð hjónunum í umferðinni í gærkvöld. Friðrik krónprins og María voru á leið úr sam- kvæmi þegar drukkinn ökumaður ók í veg fyrir bíl þeirra. Ljósmyndarar náðu skelf- ingarsvipnum á verðandi prinsessunni og augljóst var að henni var illa brugðið. Lög reglan kom fljótt á vettvang og handók stútinn, Parið tók sér frí frá erfiðri dagskrá síðustu daga með því að skella sér út á lífið í gærkvöld. Þar var saman kominn meginþorri ungra meðlima kornmgsfjölskyldna Evrópu og víðar. Meðal gesta vom meðal annars Filip, krónprins Spánar, og kærasta hans, fréttakonan Letizia Ortiz, en þau ætla að gifta sig næstu helgi. Spænsku prinsessurnar létu sig ekki vanta í fjörið né Hákon, krónprins Noregs, og Mette-Marit kona hans. Meira að segja krónprins Japan, María Donaldson og Friðrik krónprins af Danmörku ídag verður brúðkaup aidarinnar hatdið i Danmörku en þegar blaðið fór i prentun var Dorrit þegar mætt til Kaupmannahafnar en alls óvist hvort Ólafur Ragnar Grimsson yrði viðstaddur athöfnina. Naruhito, mætú í partíið. Eftir vel heppnað kvöld drifu Friðrik og María sig heim og sluppu með skrekkinn á leið- inni. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.