Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 Fréttir DV Jörðin skelfur Fjöldi fólks varð var við óeðlilega mikið af jarðskjálft- um á Reykjanesskaga í gær. í fréttatilkynningu ff á veður- stofunni voru yfir 200 skjálft- ar yfir daginn og yfir 300 dag- inn áður. Samkvæmt upplýs- ingum ff á veðurstofunni eru skjálftamir ekki mjög stórir. Þeir stærstu hafa mælst um þrír á richter. Virknin á Reykjanesskaganum hefur aukist dag ffá degi og færist nú norðaustur í átt að Kistu- felli. Það er því ekki ástæða fyrir fólk að óttast skjálftana en Veðurstofan mun áff am fylgjast með svæðinu. Atvinnuleysið stendurístað Atvinnuleysi mældist 3,1% í júm' og einungis 0,1 prósentustigi minna en í sama mánuði í fyrra. Atvinnuleysið jókst á milli maí og júm' síðasdiðins. Aukningin kemur í kjölfar kyrrstöðu á vinnumark- aðinum síðustu mánuði þar sem árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur verið stöðugt. Greining ís- landsbanka segir að kyrr- staða þessi hafi vakið nokkra furðu en hún átti sér stað á sama tíma og hagkerfið var í miklum vexti. Gefur hún vísbend- ingu um að ffamleiðni- vöxtur hafi verið mikill að undanfömu og að vinnu- aflsþörf hagvaxtarins sé mætt með erlendu vinnuafli fremur en inn- lendu um þessar mundir. Hefur lögreglan staðið sig í leitinni að Sri? Skjöldur Sigurjónsson veitingamaður „Ég tel aö þeir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það má benda á að lögreglan hefuryfirleitt staðið sig með miklum ágætum í málum sem þessum og hefur tekist að upplýsa flest þeirra. Ég heftrú á þvl að þeir muni leysa þessa morðgátu eins og aðrar sem upp hafa komið hérlendis." Hann segir / Hún segir „Þetta er góð spurning. Svar mitt er já að mörgu leyti. Al- menningur hefur ekki fengið miklar upplýsingar eða fréttir afmálinu frá lögreglunni og þvl ekki gott að átta sig á þeirri rannsókn sem er í gangi. Hinsvegar má benda á að þótt fréttirséu afskornum skammti I fjölmiðlum er lög- reglan samt sem áður að vinna að fullu í málinu og rannsaka ýmsar vísbendingar sem hún fær." Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brot- um fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Ekkert kom fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlaust peningalán félagsins til svínabús Kristins. Lánsviðskipti MR við fyrirtæki Kristins Gylfa eru sögð hafa ver- ið út yfir öll eðlileg mörk. Tjónið nemi hálfum milljarði. Stjdrn Mjólkurfélags Reykjavíkur hefur nú til skoðunar hvort kæra beri fyrrverandi stjórnarformann og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrir brot í starfi með óeðlilegri fyrirgreiðslu við fyrirtæki stjórnarformannsins. Farið er með svarta leyniskýrslu lögmanns félagins um málið sem algert trúnaðarmál. Lagt var til á aðalfundi Mjólkurfé- lags Reykjavikur í byrjun júní að ósk- að yrði opinberrar rannsóknar vegna meintra brota Kiistins Gylfa Jónsson- ar, fyrrverandi stjórnarformanns fé- lagsins, í starfi. Málinu var vísað til stjórnar félagsins sem enn hefur enga ákvörðun tekið. Félagið hefur verið samvinnufélag í eigu viðskipta- manna. Kristinn Gylfi var fyrir nokkrum dögum í aðalhlutverki í stærsta per- sónulega gjaldþroti íslandssögunnar sem gert var upp á tæpar 1200 millj- ónir króna. Fékk41 milljón í peningum í greinargerð sem Þórarinn Við- ar Þórarins- son lög- maður tók saman að beiðni stjómar Mjólkur- félags Reykja- vfkur Kristinn Gylfi Jónsson „Fyrirtæk- in voru i mikilli uppbyggingu og þessi lánaviðskipti tengdust ákveðn-1 um hagsmunum Mjólkurfélags Reykjavíkur varðandi fóðursölu til framtíðar," segir fyrrverandi stjórn- arformaður MR um glfurleg lánsvið- skipti fyrirtækja sinna við félagið. (MR) er dregin upp sú mynd að Krist- inn-Gylfi og Sigurður Eyjólfsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri MR, hafi brotið gegn félaginu þegar þeir létu það lána fyrirtæki í eigu Kristins Gylfa, Svínabúinu Brautarholti ehf., 41 milljón krónaí beinhörðum pen- ingum. Þess utan þykir hafa farið langt út fyrir öll venjuleg viðmið hversu mikl- um skuldum fyrirtæki í eigu Kristins Gylfa og fjölskyldu hans fengu að safiia hjá MR vegna fóðurkaupa allt fram á síðasta ár. Endurskoðunarfyr- irtækið PriceWaterhouseCoopers metur tap MR vegna viðskiptanna 465 milljónir króna. Er tapinu lýst sem alvarlegu áfalli fyrir félagið. Tapið nam 195 milljónum króna vegna kjúklingabúsins Móa, 159 milljónum vegna Svínabúsins í Brautarholti og 111 milljónum vegna eggjaframleiðslunnar Nesbús. Skuldir faldar í ársreikningi Áðurnefnt peningalán var veitt í kringum greiðslu Brautarholtsbúsins á 7 milljóna króna skuld við MR. Um miðjan ágúst árið 2000 var gefið út 50 milljóna króna skuldabréf sem MR ábyrgðist. Að frádregnum kosmaði stóð eftir 41 milljón sem fór um bankareikning MR og inn á reikning svínabús- ins. Skulda- i bréfið fór ____________l fljótlega í, , ' W" SH vanskil og iMR neydd- f ist til að rleysa TsitlíÉ M I Hörður Harðarson „Það er hlut- I verk dómstóla að kveða upp úrum Iþaðhvort þessir menn beri refsiá- j byrgð, “segir núverandi stjórnarfor- | maður Mjólkurfélags Reykjavikur. bréfið til sín fyrir 59 milljónir króna. í mars 2000 var gefið út annað skuldabréf vegna Brautarholts. Var það upp á 29 milljónir króna. Um þetta bréfi gilti það sama og um fyrr- nefhda bréfið að þess var í engu getið í ársreikningi MR fyrir viðkomandi ár. Af þeim sökum leit út fyrir að skuldir Brautarholts við MR væru „aðeins" 79 milljónir króna í ársbyrj- un 2001 þegar skuldirnar námu í reynd 150 milljónum. Brutu af sér vitandi vits í skýrslu Þórarins Viðars segir að umrædd peningalánveiting hafi ver- ið ótengd starfsemi MR: „Formaður stjómar mátti vel vita að það væri svo óvenjuleg og dæma- laus ráðstöfun að félagið gengist í ábyrgð fyrir ótengd lán til viðskipta- manna að honum hlýtur að hafa ver- ið ljóst að veiting slíkrar ábyrgðar væri langt umfram heimildir fram- kvæmdastjóra félagsins," segir í skýrslu Þórarins. Farið hefur verið með skýrslu Þór- arins sem algert trúnaðarmál innan stjómar MR. Innihaldið var þó að nokkm kynnt á deildarfundum hjá félaginu í vor og á aðalfundinum í júní. Refsiábyrgð enn órannsökuð Þórarinn telur hvorki hægt að draga óbreytta stjórnarmenn í MR til refsiábyrgðar fyrir hin taumlausu lánsviðskipti né fyrir áðurnefnt pen- ingalán. Öðm máli kunni Æ.jT, - að gegna um Sigurð Eyj - ólfsson fram- kvæmdastjóra og ; Kristinn Gylfa sjálfan: „Verður að ætia að stjórnarformaður hafi borið á því nokkra ábyrgð að svo tókst til en það kann sem fyrr segir að I Þórarinn Viðar Þórarinsson „Hon- 1 um hlýtur að hafa verið Ijóst að veiting I slikrar ábyrgðar væri langtumfram j heimildir framkvæmdastjóra félagsins, I segir lögmaður Mjólkurfélags Reykja- 1 víkur um risalánveitingingar félagsins 1 til fyrrverandi stjórnarformanns. fela sér brot lögum um bók hald ársreikninga. Það myndi einnig varða hann ábyrgð ef sönnur yrðu á það færðar að hann hafi vísvitandi leynt stjórn Mjólkurfélagsins upplýsingum um Qárhag félagsins, eða stöðu þeirra fyrirtækja sem hann var í forsvari fyr- ir gagnvart félaginu. Kunna þar önn- ur lagaákvæði einnig að að koma við sögu. Ekki hefur verið lögð vinna í að freista sönnunar á þessum þáttum og verður það ekki gert nema ákvörðun verði tekin þar um," skrifar Þórarinn Viðar. Fengu viðskipti í staðinn Kristinn Gylfi Jónsson segir MR hafa ábyrgst 50 mifijóna króna skuldabréfið margnefnda frá í ágúst 2000 í tengslum við kaup Svínabús- ins Brautarholts á Síld & fiski hf. „Gegn því var gerður 200 milljón króna fóðurkaupasamningur til tveggja ára. Með honum vom Mjólk- urfélagi Reykjavíkur tryggð töluverð aukin fóðurviðskipti. Þetta vom því miklir viðskiptahagsmunir fyrir mjólkurfélagið. Við þennan fóður- kaupasamning var staðið," segir Kristinn Gylfi. Varðandi lánaviðskiptin vegna fóðurkaupa segir Kristinn Gylfi að ljóst sé að fyrirtækin hans þrjú hafi um tíma verið með um helming allra fóðurviðskipta við MR. „Fyrirtækin vom í mikilli uppbyggingu og þessi lánaviðskipti tengdust ákveðnum hagsmunum Mjólkurfélags Reykja- víkur varðandi fóðursölu tfi framtíð- ar,‘‘ segirhann. Stjórnin í sumarfríi Hörður Harðarson, núverandi stjómarformaður MR, segir stjómina enn ekki hafa rætt framhald málsins; hvort stjómin gangist sjálf fyrir nán- ari skoðun á málinu eða hvort því verði vísað til lögreglu: „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda hafa menn verið í sumar- fríum undanfarið. Það er hlutverk dómstóla að kveða upp úr um það hvort þessir menn beri refsiábyrgð vegna þessara mála,“ segir Hörður. Ekki náðist í Sigurð Eyjólfsson. gar@dv.is Steingrímur J. Sigfússon um stöðu forseta Undirritun Ólafs tæki rétt af þjóðinni arinnar," eins og hann kallar þá, hafi yfirsést mikilvægt atriði við hina snjöllu lausn sína. Það sé að hugsanleg staðfesting forseta á nýju lögunum sem þar með myndi sjálfur svipta þjóðina stjórnar- skrárbundnum rétti til að kjósa um málið. „Þá er hann fyrir sitt leyti að taka af þjóðinni réttinn sem hann færði henni með ákvörðun sinni um synjun staðfestingar laganna fyrr í sumar,“ segir Steingrímur. Hann er í viðtali við héraðs- fréttablaðið Austurgluggann. Þar ræðir hann meðal annars Steingrím- ur J. Sigfús- son formað- ur Vinstri grænna tel- ur að „brellu- kokkum rík- isstjórn- um nýtt fjölmiðlafrumvarp og málsmeðferð þess. „Það þyrfti eitt- hvað að hafa breyst frá því sem var í fyrra frumvarpinu svo forsetan- um gæti verið stætt á að staðfesta lögin. Hins ber líka að geta að þau rök sem komið hafa fram og lúta að seinkun gildistöku laganna fram yfir næstu alþingiskosningar, sem þar með geri það að verkum að kosið verði um þau þá, er að mínu mati hreinn fyrirsláttur enda vita menn það að í alþingiskosn- ingum eru menn ekki að taka af- stöðu til einstakra mála eins og þetta þrönga frumvarp tekur til þó áhrifa þess gæti víða,“ segir Stein- grímur. Ólafur Ragnar Grimsson Myndi taka rétt afþjóðinni með því að skrifa undir nýja frumvarpið, segir Steingrimur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.