Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 32
JT* f* j í* íl 3 J í (J t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jmafnleyndar er gætt. r-J r-1 r~J r) r-* ZJZJÍ) ZJ SKAFTAHLÍÐ 24, 10SBEYKJAVÍK[STOFNAÐ 19W ] SÍMIS505000 • Landið er að rísa hjá Vil- hjálmi H. Vil- hjálmssyni lög- fræðingi sem sakaður var um ritstuld í loka- ritgerð sinni í faginu. Vil- hjálmur var ein af vonarstjörnum Samfylkingar- innar og á fleygiferð upp á stjörnuhimin stjónmálanna þegar ritstuldurinn kom í ljós. Fór hann þá til Siglufjarðar og síðan á Blönduós þar sem hann gerðist sýsluskrifari. Er nú svo komið að Vilhjálmur er orðinn aðstoðarlögreglustjóri á Blönduósi og er að endur- heimta fyrri stöðu sína í fagleg- um og félagslegum skilningi. Mætti jafnvel búast við fram- boði frá Blönduósi þegar og ef eftirspurnin verður næg... Hvar er Greenpeace? Villidýrane&id hefur gefið mein- dýraeyðinum í Vestmannaeyjum skotíeyfi á kanínur sem tröllríða nú eyjunni. Meindýraeyðirinn í Eyjum heitir Ásmundur Pálsson, kallaður Ási galdró. „Þeir hafa farið í nokkrar veiði- ferðir, aðallega í Sæfjallið þar sem kanína hefur komið sér fýrir,“ segir Kristján Bjarnason, garðyrkjustjóri Vestmannaeyjabæjar, kallaður Grasi. „Ég hef heyrt að sýslumaður hafi farið með Ása á kanínuveiðar og hafi sýnt þessu mikinn áhuga," segir garðyrkjustjórinn. Skotíeyfi Villidýranefndar helgast af því að kanínurnar séu farnar að ógna lundabyggðinni í Eyjum sem er sú stærsta í heimi. Er talið að fjöldi lunda í Vestmannaeyjum skipti milljónum. Kristján garð- yrkjustjóri segir hins vegarfráleitt að kanínurnar séu orðnar svo margar. Eða verði það. „Þessu fylgir að veitíngastaðir hér eru farnir að bjóða upp á kanínukjöt í miklum mæli og ég veit að Ási meindýraeyðir hefur einnig verið með grillveislur þar sem eingöngu hefur verið notast við kanínukjöt,“ segir Kristján Bjarnason. Vísindamenn hafa kannað nýtt sambýli kanína og lunda í Eyjum. Munu niðurstöðurnar vera athyglis- verðar. Svo virðist sem kanínurnar setjist að í lundaholum, víkki þær út en búi síðan til aukagat sem veldur því að pysjurnar krókna úr kulda þegar síst skyldi. í Vestmannaeyjum gengur skot- leyfl Villidýarneftidar til handa Ása galdró meindýraeyði undir nafninu „Licence to Kill". eftir samnefndri kvikmynd um James Bond. Hlunnindi af prestum Ákveðnar hug- myndir eru nú uppi um að svipta presta hlunn- indum af prestsjörðum sínum. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði lagt til að við prestsskipti á prests- jörðum verði hlunn- indi viðkomandi jarða skilin frá öðrum búskap og verðmætin látin renna í Prestsetrasjóð. Sjóðurinn myndi síðan deila verð- mætunum jafnt á allar prestsjarðir. Prestsetur og brauð gefa mis- mikið af sér á landsbyggðinni. Prestar í góðum brauðum geta lifað konunglega á með- an aðrir lepja dauðann úr skel. Dæmi eru um presta sem selja bandarískum millj- arðamæringum laxveiðileyfi svo ekki sé minnst á ábatasama dún- tekju. Hefur mikil óánægja ríkt meðal presta vegna þessa og þá sér- staklega hjá þeim sem ekkert hafa. Hinir una sælir við sitt. Svanur aflífaður við sundlaug Svanur, sem dvalið hefur á andapollinum við sundlaugina á Akureyri undanfarin 2-3 ár, hefur verið aflífaður. Hafði svanurinn sýnt af sér ruddaskap við sundlaug- argesti og ógnaði þeim, að því er virtist viljandi. Um þverbak keyrði þó um daginn þegar slá átti gras- balann við andapollinn: „Þá varð svanurinn brjálaður og þurfti félagi minn að halda honum á meðan ég sló. Hann var kolvití- aus,“ segir Jakob Björnsson, 27 ára sláttumaður bæjarins á Akureyri. „Þetta gekk þó allt vel en í fram- haldinu ákvað bærinn að aflífa svaninn. Það var ekki hægt að hafa hann þarna." Fyrir nokkrum árum urðu svip- aðir atburðir við Reykjavíkurtjörn. Þar trylltist svanur í tíma og ótíma og réðst á fólk. Varð svanurinn þekktur í fjölmiðlum undir nafninu Kári. Þann svan þurfti einnig að af- lífa. Svanaímyndin hefur skotið rót- um í nafni íslands erlendis og þá sérstaklega vegna klæðnaðar Bjark- ar Guðmundsdóttur á óskarsverð- launahátíðinni 2001. Þar stal Björk senunni með svan um hálsinn. Hann var sem betur fer dauður. Ráðgjöf landslagsarkitekta Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landsiagsarkitektunum Birni Jóhannssyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að þvi að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Fáöu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina þér að kostnaöarlausu eða kynntu þér úrvaliö á steypustodin.is Pantaðu tíma í síma og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins og heimkeyrslunnar þér að kostnaðarlausu. Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8-18 og 10-14 laugardaga. STEYPUSTÖÐIN www.steypustodin.is Reykjavik: Malarhöfða 10 • Hafnarfirði: Hringhellu 2 • Selfossi: Hrísmýri 8 Hellur og steinar fást einnig i verslunum BYKO Hellur steinar STEYPA MÚRVÖRUR EININGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.