Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 25 T DV Fókus Nýtt líf á Lauga í sumar hafa sprottið upp nýjar verslanir á Laugavegi og Klapparstíg. Litlar list- rænar verslanir sem njóta sköpunargáfu einstaklinganna sem að þeim standa sem oftar en ekki eru að selja eigin hugmynd- ir og framleiðslu. Litilu búðirnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á íslenskt hugvit og handverk listamanna sem hafa stigið skrefið til fulls og opnað verslun í kringum hugmyndir sínar. Bolabúðirnar Ósóma og Dogma selja einungis boli meö áprent- uðum hugmyndum þeirra sem verslanirnar reka auk annarra lista- manna. Báðar verslan- irnarselja boli með allrahanda myndum, áróðri og boðskap. I Portið lllgresi er fatabúð með notaðan fatnað I portinu beint fyrir framan Mál og menningu. Þar er líka verslunin Plastikk sem er stútfull af mörgum skemmtilegum munum á fínu verði. Frábeer gjafavara eða bara til eigin nota. Um helgina verðurpartí íportinu þarsem versl- unin er að stækka og mun hljómsveitin Isidor meðal annars halda uppi fjörinu klukkan tvö. Við hliðina á lllgresi er Oni sem selur ein- ungis íslenska hönnun ungra fatahönnuða. Þar fást líka bolir með allskyns myndum sem eru yfírleitt tilvísanir í íslenskar klisjur. Auk þess að selja íslenska fatahönnun er þetta eini staðurinn á landinu sem selurgömlu góðu kínaskóna. Lakkrís Á móti Símanum og Magna er svo litla Lakkrísbúðin þarsem systkynin Þurí, Þór og Andrea, kærasta Þórs, selja bæði eigin hönnun og annarra ígamalli hattabúð. Hornið I gömlu Flljómalind á horni Laugavegs og Klapparstígs er komið lítið skemmtilegt kaffi- hús á efri hæðinni. Niðri hefur svo verið opnuð hljómplötu- verslun þarsem Grammið varí gamla daga. Hljómplötuverslunin Músik og meira sérhæfir sig í heims- tónlist og ambient. Þau eru líka með gamlar góðar íslenskar bæði á vínyl og geisladiskum.Auk tónlistarinnar bjóða þau líka upp á gjafavöru og ýmislegt annað skemmtilegt. Listamannabúðirnar Á horni Laugavegs og Klapparstígs hefur myndlistarmaðurinn Jón Sæ- mundur nýlega fundið verslun sinn endanlegann samanstað. Nonna- búð er innsetning Jóns og ákaflega forvitnileg upplifun að skoða hvernigJón hefurkomið verki sínu Dead til skila í formi verslunar. Næsta verslun fyrir neðan Nonna er Ranimosk sem er lítil búð með allskyns skrítið og skemmtilegt dót. Bæði frábæra gjafavöru og fatnað. Ranimosk er verslun og verksmiðja sem eins og Nonnabúð er rekin af myndlistarmönnum. Það eru þau María Pétursdóttir, Bragi Halldórsson og Sólrún Auðunn. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 43. útdráttur 4. flokki 1994 - 36. útdráttur 2. flokki 1995 - 34. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 2004. Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaóinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.