Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 15
DV Menning FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 15 Bók Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu númer eitt er nú komin út í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Alexander er lögfræð- ingur frá Simbabve með heilbrigðisrétt sem sérgrein og hefur í gegnum tíðina sent frá sér ótal fræðirit, smásögur og barnabækur. En árið 1998 kom fyrsta sagan um einkaspæjarann knáa Ramotswe í Botsvana út og fékk góðar viðtökur svo hann ákvað að skrifa meira um þessa ágætu konu. Þær eru nú orðnar fimm og ekkert lát á Ramotswe-æðinu, verðlaunum Alexand- ers fyrir innhald bók- anna og hönnuða fyrir bókakápurnar. A morgun.yerður opnuð sýning á noggmyndaverkmu „bí?* eftir Einar Má Guðvarðarson í Sverrissal. „Bið“ eru fimm mótaðar og lóðréttar fígúrur sem mynda hring um aflanga vatnsskál. Vitnað er í lista- manninn í sýningarskrá og segir hann þar meðal annars: „Hún er bið kynslóðanna en einnig hverrar manneskju." Einar Már til- einkaði verkið öllum þeim sem bíða át- ekta, þjóðarbrotum og einstakling- um sem þrá frelsi og sjálfsákvörð- unarrétt - réttinn til að lifa sinn draum. Einar Már rak vinnustofu og sýningarhúsnæði í Ljóaklifi í Hafnar- firði en dvaldi einnig langdvölum í Japan. Hann lést fyrir ári og ánafn- rlafnarborg verk sitt „Bið“. . Skáld frá Vopnafirði á skálda- kVÖIdl Klukkan 20 í kvöld hefst dagskrá í Miklagarði á Vopnafirði tileinkuð skáldunum Guðfinnu Þorsteinsdóttur eða Erfu, Þorsteini Valdimarssyni og Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi, en þau voru öll fædd á Vopnafirði. Eysteinn Þorvaldsson bókmenntafræðingur og Guðmundur Sigvaldason jarðfræð- ingur fjalla um skáldskap þrem- menningana en Margrét Helga Jó- hannsdóttir leikkona les úr verkum þeirra. Nemendur Vopnafjarðar- skóla.Tónlistarskóla Vopnafjarðar, Gunnar Guttormsson, Halldór Ólafsson, Jón K. Arnarson Þorbjörn Rúnarsson og Muff Warden skemmta með söng og hljóð- færaslætti. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir vaktar mannlíf og menningu. rgj@dv.is Hellamálverk á Englandi Fyrirréttu ári fundust 12 myndir í Creswell-hellum á Englandi. I vor og sumar hafa sérfræðingar rannsakað myndirnar með aðstoð sólarljóssins ekki síður en rafmagns og komist að því að hellisbúar skreyttu veggina fyrir 13þúsund árum. Isaldar- listamennirnir notuðu skorur í berginu og útfærðu frekar til að skapa myndir afvísundum, dádýrum, björnum og að minnsta kosti þremur tegund- um fugla. Ensku hellamynd- irnar jafnast ekki á við eldri á Spáni og ÍFrakklandi að gæð- um og magni, en bresku sér- fræðingarnir tala þó um hina sixtínsku kapellu ísaldarinnar. Þetta eru einu merki um list- sköpun fornsteinaldarmanna á Bretlandseyjum. Glymskrattar borgarinnar Djasssveitin Glymskratt- arnir varð til í verkefn- inu Skapandi sumar- starfhjá Reykjavíkur- borg og Hinu Húsinu. Þótt verkefninu sé form- lega lokið hættu Glym- skrattarekki djassiðkun sinni. Þeir verða á Rósenberg á laugardagskvöld og spila þar og syngja djassóþusa fráýms- um tímum. Um sönginn sjá þær Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir, Steingrímur Karl Teague er við hljómborðið, Grímur Helgason blæs í klarínett, Andri Ólafsson plokkar kontrabassann en Magnús Tryggvason lemur húðir. Þúfan hennar Huldu Hákon „Mér finnst Hulda Hákon ákaflega skemmtilegur myndlistarmaður. Á sýningunni núna er hún að fást við sitt nánasta umhverfi á Hverfisgötunni og það er ekki verra að hafa það í huga þegar mað- ur virðir verkin fyrir sér. Þetta er svona þúfan hennar Huldu Hákon." Lilja Pálmadóttii, myndllistarmaöui Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2004 hefst á laugardag. Hátíðin hefur verið sumarhá- tið siðan 1999 en á sér lengri sögu. Áhugi á harmonikuleik og tónlist eykst jafnt og þétt eftir nokkra lægð síðustu áratugina. í fjölskyldu Jónatans Karlssonar hefur hljóðfærið lengi verið í hávegum haft, hann hefur undirbúið hátíðina. Ungar stúlkur elska nikkuna „Hér í Reykjavík starfa bæði fél- ög harmonikuleikara og harmon- ikuunnenda," segir Jónatan Karls- son. „En svo eru harmonikufélög starfrækt um allt land. Hljóðfærið var allsráðandi hér á landi á árum áður en áhuginn dvínaði nokkuð á árum popps og rokks. En síðustu 10-15 ár hefur harmonikan ikuleik en piltar. Þetta er ekki leng- ur hópur gamalla karla að spila, strákar læra á harmonikur og stelp- urnar láta æ meira að sér kveða." Nikkan í fjölskyldunni Mönnum ber almennt saman um að faðir Jónatans, Karl Jón- atansson, hafi öðrum fremur greitt götu harmonikuleikara og -unnenda á ís- landi. Að sögn Jónatans kenndi faðir hans harm- onikuleik í hálfa öld, „og hann stofnaði Harm- onikufélag Reyk- javíkur árið 1986 en félag harmon- ikuunnenda í Reykjavík stofnaði hann 1978. Svo hefur hann átt hlut að stofnun félaga um allt land og Harmonikumiðstöðin er eiginlega framlenging á hans starfi. Landssamband harmonikufélaga hittist á landsmótum en félögin starfa í sínum heimabyggðum að kynningu og kennslu," segir Jónat- an ennfremur. Góðir gestir Á laugardaginn verða klassískir hamoniku- tónleikar í Fríkirkj- 15. „Matthías Kormáksson byrjar en þetta eru kveðjutónleikar hans, hann er að fara í nám í útlöndum," heldur Jónatan áfram. „Síðan spilar Igor Zavadsky, hann hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun fyrir harmonikuleik á alþjóðavett- vangi og var valinn þjóðarlistamað- ur Úkraínu fyrir fjórum árum. Hann spilar tónverk eftir Bach, Mozart, Vivaldi, Albinoni, Chopin, Paganini og Piazolla svo nokkrir séu nefndir. Á sunnudeginum hefjast hátíða- höldin kl. 13 í Árbæjarsafni, þar spila innlendir og erlendir þátttak- endur um allt safn og sennilega verður um helmingurinn kven- kyns," segir Jónatan Karlsson hjá Harmonikumiðstöðinni. sótt í sig veðr- ið og nú sækja , i ungar | ‘ f stúlkur 1 ' ekki síður 1 ' nám í ' harmon- unm Reykja- vík og hefjast þeir kl. Igor Zavadsky frá hamonikuleikari Þjóðar- listamaður Úkraínu árið 2000 er heillaður aflslandi. Karl Jónatansson harmon ikufrömuður Spilaði fyrst fyrir dansi 11 áraá ballilslld- arverksmiðjunni á Krossanesi. pS Jonatan Karlsson hjá •" I Hamonikumiðstöðinni O „Harmonikufélög eru m starfrækt um allt land" Minjar uppgangstímans á Seltjarnarnesi á 19. öld rannasakaðar Fornleifarannsóknir á Nesinu í sumar hefur Margrét Hermanns Auð- ardóttir fomleifafræðingur haft umsjón með rannsóknum við Bygggarðsvör á Sel- tjamamesi. „Umhverfisnefnd Seltjamar- nesbæjar hafði frumkvæöi aö þessum rannsóknum og að fengnu leyfi hjá Fom- leifavemd rflásins var hafist handa," segir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri. „Þegar íslendingar hófu að sækja sjó í auknum mæli á 14. og 15. öld, þéttist byggðin víöa við sjávarsíðuna, afbýlið Bygggarðar em frá þeim tíma. Á19. öld var svo mikill uppgangstími hér á Nesinu, síð- an dró úr útgerð opinna skipa og Seltim- ingar snem sér að þilskipaútgerð. Þeir áttu tíu þilskip í upphafi 20. aldar en útgerð þeirra var liðin undir lok árið 1910," segir Jónmundur. „Leifar uppgangstímanna á 19. öld em hér vítt og breitt um Seltjamar- nesið og við viljum viðhalda þessum minj- um og jafnvel byggja mannvirki, endurgera að einhverju leyti það sem þama var á 19. öld. En áður en við hæfumst handa við þaö vildum við athuga hvað væri undir." Marg- rét Hermanns Auðardóttir vinnur nú að skýrslu um rannsóknina en megintUgangur hennar var að kanna hlutverk og aldur val- inna mannvirkjaleifa við Bygggarðsvörina. „En ég held að mér sé óhætt að segja að þama fundust ekld minjar um hús eða slflt- ar byggingar, þetta virðast aðallega vera garðar og hleðslur. Að lokinni rannsókn- inni og að fengnum niðurstöðum ættum við að geta gert hér eftirllkingu af útgarðs- vör,“ segir Jóiunundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjamamesi. 4j Jónmundur Guðmars- Jgj son bæjarstjóri á Sel- S tjarnamesi „Viljum gera 3§ eftirllkingu afútgarðsvör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.