Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 Fréttir j>v Kostir & Gallar Helga Vala liggur ekki á skoö- unum stnum og á til að láta fólk heyra þaö. Hún er föst fyrir og lætur ekki vaða yfir sig. Helga Vala er gagnrýnin á sam- félagiö og fólkið l kringum sig. Hún lætur engan segja sér fyrir verkum og er sinnar eigin gæfu smiöur. Sterkar skoðanir Helgu Völu eiga þaö til aö koma henni / vandræöi. Helgu getur verið svolítiö sjálfhverf. Stundum skortir hana sjálfstraust og sumir gætu haldiö, vegna þess hvernig hún kemur fram, aö hún sé gribba. Þeir sem þekkja hana vel vita hins vegar aö þaö er rangt. „Helga Vala eróvenju llfs- glöö og skemmtileg stelpa og með eindæm- um dugleg, raunar algjör hamhleypa til allra verka. Hún ber áhyggjur heimsins á herðum sér og má ekkert aumt sjá, sem vissulega er kostur en getur stundum flækst fyrir. Hún er einstaklega lagin viö aö skipu- leggja strandblakmót. Óheyrileg og stundum ótlmabær löngun I kaffi latte frá Kaffitári getur kostað vandræöi." Björn Þór Sigbjörnsson blaöamaður. „Hennar stærsti kosturer mjög rlk réttlætiskennd. Hún er llka afar skemmti- leg, frábær og vel að máli farin. Gallinn er aö hún getur veriö mjög gagn- rýnin á aöra I kringum sig. Þaö getur samt llka veriö kostur. Hún er llka örugglega jafn gagnrýnin á sjálfa sig." Jóhanna Vlgdis Arnardóttir lelkkona. „Hún er góöur vinur og ánægjulegt að vinna meö henni. Helga Vala tekuráhverju viöfangs- efni afinnlifun og eld- móði - og keyrir þvl stöku sinnum fram úr sjálfri sér. Hún er útsjóna- söm, úthaldsgóð, stálheiöarieg og þrautseig, með úrvalsgóða til- finningagreind. Efni I framúrskar- andi fjölmiölamann. Viö söknum hennar á Ríkisútvarpinu." Jón Asgeir Slgurósson útvarpsmaöur. Helga Vala Helgadóttir er fædd áriö 1972. Hún erdóttir leikaranna Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann. Helga fór IMH og þaöan I Leiklistarskóla fslands. Hún hefur lltiÖ leikiö heldur unniö aö mestu í útvarpinu. Hún var meö slödegisþátt á Byigjunni og starfaöi svo á Rúv þar sem hún hætti um áramótin. Helga Vala er gift Grlmi Atlasyni. Hún á eina dóttur meÖ Sindra Freyssyni rithöfundi. Guðný María Arnþórsdóttir er dagmamma í Nökkvavogi. Guðný er þó ekki með leyfi til að starfa sem slík þar sem hún var svipt sjálfræði og lögð inn á geðdeild fyrir nokkrum árum. Hún var einnig svipt forræði yfir eigin börnum. Guðný segist ekkert þrá heitar en að fá að passa börn annara foreldra. „Ég vil bara fá að gera það sem ég geri vel. Passa börn," segir Guðný María Arnþórsdðttir, dagmamma og öryrki í Nökkvavogi. Guðný er ekki með leyfi frá Leikskólum Reykjavíkurborgar til að starfa sem dagmamma en hefur áfrýjað til félagsmálayfírvalda. Guðný var á sínum tíma svipt sjálffæði og forræði yfir eigin börnum. Sannleikurinn er sagna bestur, er mottó Guðnýjar. Hún segir andleg vandræði sín afleiðingu áralangrar baráttu um börnin sín og sjálfstæði. „Ég var gift í mörg ár og starfaði sem dagmóðir þegar maðurinn minn fór ffá mér," útskýrir Guðný. „Þetta var árið 1995 og ég hafði góða reynslu af þessum manni. Ári síðar varð ég ástfanginn af útlendingi en það var ást í meinum. Mig langaði að flytja út með börnin en fjölskyldan sagði að ég væri rugluð. Fyrrverandi eigin- maðurinn sigaði svo á mig lögfræð- ingi og við lentum í heiftúðlegri forræðisdeilu." Þurfti ekki að selja sig Guðný tapaði forræði yfir börnum „Ég og börnin gátum þannig eignast líf að nýju án þess að ég þyrfti að selja líkama minn - gerast hór- kona." sínum árið 1998. Hún segist hafa gef- ist upp og farið tii útlanda að vinna. í lok júlí hafi hún komið heim þegar dóttir hennar handleggsbrotnaði. Guðnýju langaði að sjá börnin sín aftur. „Ég fór heim til þeirra og bróðir minn, sem bömin voru hjá, sigaði lögreglunni á mig. Ég var sett inn á geðdeild. Dópuð upp og svipt sjálf- ræði,“ segir Guðný sem er óvirkur alkóhólisti og leitaði í kjölfar þessa til SÁÁ. Hún var greind sem öryrki og flutti árið 1999 í bæinn eftir að hafa verið í endurhæfingu á Akureyri. „Ég var mjög þakklát fyrir að vera greind sem öryrki. Það gerði mér kleift að vera fjárhagslega sjálfstæð. Ég og bömin gátum þannig eignast líf að nýju án þess að ég þyrfti að selja líkama minn - gerast hórkona," segir Guðný. Óstöðug kona En það eru ekki allir sáttir við stöðu Guðnýjar í dag. Hún flutti í Nökkvavoginn haustið 1999 og byija- ði aftur að passa böm. Sjálf segist Guðný ekki hafa auglýst starfsemi sína - foreldrar hafi leitað til hennar og hún tekið starfinu fegins hendi. Vorið 2002 fór að halla undan fæti. Ættingjar Guðnýjar, sem DV ræddi við, segja að hún hafi ekki verið hæf til að passa börn og Guðný segir að nýir eigendur að húsinu þar sem hún býr hafi staðið í vegi fyrir sér. Hún hafi ekki fengið dagmömmu- leyfið endumýjað. Berst við kerfið „Eftir þetta héldu foreldrar þó áffarn að hringja í mig og ég hef síðustu tvö árin starfað sem dag- mamma án leyfis," segir Guðný. Samkvæmt upplýsingum frá Leik- skólum Reykjavíkurborgar er hún ekki með opinbert starfsleyfi á þessum vettvangi. Þær upplýsingar fengust reyndar einnig að mál Guðnýjar væri til með- ferðar hjá félagsmálayfirvöldum. Hún hefur áfrýjað því að fá ekki leyfi. Að hennar mati er hún fullkomlega hæf til að gæta bama. „Þetta er bara áróður frá fólki sem vill mér ekki vel," segir Guðný sem biðlar til félagsmálayfirvalda að veita sér leyfi. Hún segir: „Mér finnst það mannréttindi að ég fái að gera það sem ég elska og geri vel." simon@dv.is Þótt tælenskur auðmaður vilja kosta musteri á íslandi fagna búddistar ekki sigri Stöðvuðu fíkniefnaveislu Á föstudagskvöld vom grunsamlegar manna- ferðir við íbúð í fjölbýlis- húsi við Heiðarholt í Keflavík. Er lögreglan kom á staðinn vaknaði gmnur um fíkniefhaneyslu þeirra sem inni vom. Ekki var komið til dyra og varð lögreglan að sparka upp útidyrahurðinni. í íbúð- unni vom þrír piltar og ein stúlka og á borðstofu- borði var um það bil 0,5 gr af hassi og 0,4 gr af am- fetamíni. Fólkið var hand- tekið og fært f fanga- geymslu en sleppt seinna um nóttina aö lokinni yf- irheyrslu. Ekkert af fólk- inu býr í íbúöinni en hafði farið inn um glugga. Búddistar velkomnir en ekki bjartsýnir Ragnheiður Rfkharðs- dóttir bæjarstjóri Mosfells- bæjar segir aö búdda- musterið muni njóta sömu réttinda og önnur trúfélög. „Við höfum bara fengið fyrirspurn um það hvort búddamusterið myndi njóta sömu rétt- inda og fríðinda og Þjóð- kirkjan gerir ef að bygg- ingu þess yrði, svo sem niðurfellingu fasteigna- og gatnagerðagjalda og ókeypis lóðaúthlutun. Þessum spurningum svömðum við í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar ját- andi. Það er sjálfsagt að þeir sem em búddatrú- ar sitji við sama borð og aðr- ir. Málið er bara komið svo stutt á veg komið að ekki hafa borist ferkari fyrirspurnir," segir Ragnheiður Rlk- harðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæj- ar. Eins og DV hefur greint frá hefur Andrea Sompit Sieng- boon einn aftalsmönnum Tælendinga hér á landi. Tælensk-íslenska félagið sent sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu fyr- irspurnir varðandi byggingu búddamusteris. Áhugamenn um slíkt mannvirki þykja ekki af lak- ari endanum en meðal þeirra em eigandi flugfélags- ins Bangkok Airwa- ys og Gala- ynai, prinsessa Tælands. Einn talsmönnum Tælendinga og búdda- trúa hér á landi, Andrea Sompit Si- engboon, segist þó taka þessum um- ræðum hóflega alvarlega. Þetta hafi oft komið í umræðuna en ekkert hafi gerst í þessum málum. Það sem gert hafi verið í trúmálum búddista hér á landi hafi sprottið upp af framtaki einstaklingana. „Vtð höfum ekki haft hugann mikið við bygg- íngu nýs musteris heldur aðallega við að borga af þeirri aðstöðu sem við höfum komið okkur upp í Kópa- vogi. Það virðist alltaf eitthvað koma upp á þegar rætt er um musteri Bangkok Airways Eigandi eins glæsileg- asta flugfélags heims hefur áhuga á aö reisa búddamusteri hér á landi. því það hefur svo oft verið talað um þetta án þess að nokkuð komi út úr því. Við myndum þó auðvitað verða ánægð með nýja aðstöðu og vonum að þetta gangi veTí þetta skiptið," segir Andrea Sompit Siengboon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.