Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 21
BV Sport MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 21 Sigþór íValá nýjan leik Sigþór Julíusson hefur gert munnlegt samkomulag við Valsmenn um að leika með þeim í Landsbankadeildinni í fótbolta á komandi tímabili. Sigþór er ekki ókunnur í herbúðum Vals en hann lék með liðinu tímabilin 1995 og 1996. Sigþór hefur leikið með KR-ingum undanfarin átta ár en spiiaði ekkert síðasta sumar vegna meiðsla á hné. Hann sagði í _. samtali við DV að hann væri Æ/ « óðum að ná m og að hann / . Æ' ættieklci I */mí g> I vonáþví \ H1 Jf J aðmeiðslin W||l " / Sigþór er fimmti 1 leikmaðurinn sem gengur í raðir Valsmanna frá því að tímabilinu lauk siðasta haust, en áður höfðu Atli Sveinn Þórarinsson, Guðmundur Benediktsson, Kjartan Sturluson og Steinþór Gíslason skrifað undir samninga við félagið. Auk þess framlengdi Kristinn Ingi Lárusson samning sinn við félagið nú um helgina. Stefán til Hácken Stefán —% Gíslason, , miðjumaðurinn ‘ . sterkihjá Keflavík, mun '”*■ |s halda til sænska “ Q liðsins s. ,, , Hacken í þessari :rjí viku þar sem hann mun vera til reynslu ínokkradaga. ‘ Stefánhefur / leikið lykil- / 1 hlutverkí ' \ KeflavíkurUðinu síðan hann kom heim úr atvinnu- mennskufyrir .5 tveimur árum en hann lék með Arsenal, norska Uðinu Stromsgodset og austurríska liðinu Grazer AK áður en hann kom heim. Umboðs- maðurinn Amór Guðjohnsen hafði milUgöngu um för Stefáns en hann lék með Hácken á sínum tíma. Keflavík kynnir í sland Forráðamenn knattspymu- deildar Keflavíkur hafa látið gera DVD-disk til að kynna þann val- kost fyrir erlendum Uðum að æfa og keppa í knattspymu á íslandi yfir vetrarmánuðina. Efiúdiskins var frumsýnt á Fjörukránni á föstudag. Asmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri knattspymu- deildar Keflavíkur, sagði að að- staðan á íslandi væri, með til- komu knattspymuhaUanna, orðin frábær og það væri mun gáfulegra fyrir fræg erlend Uð að koma til ís- lands heldur en að þvælast í drykkjuferðir til Spánar. Keflvík- ingar munu með hjálp góðra aðila kynna efnið erlendis og vonast eftir góðum viðtökum. Dirk Nowitzki hefur farið á kostum með Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum í vetur. Þrátt fyrir að félagi hans, Steve Nash, hafi sagt skilið við Mavericks hefur Nowitzki átt sitt besta tímabil til þessa og axlað meiri ábyrgð með liði sínu en áður. Það op bara Binn ■ Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, sem leikur með Dallas Mavericks, hefur heldur betur sannað sig í NBA-deildinni í körfubolta. Hann er fyrir löngu orðinn besti körfuboltamaður Þjóðverja fyrr og síðar og einn albesti erlendi leikmaðtuinn sem spilað hefur í deildinni. Það var í mars árið 1998 sem Dirk Nowitzki vakti áhuga manna í NBA-körfuboltanum. Þá fór fram Nike World Hoop Summit-körfu- boltahátíðin í Alamodome-höllinni f San Antonio en þar áttust m.a. við bestu leikmenn Bandaríkjamanna gegn alþjóðlegu úrvalsliði. Nowitzki kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, sallaði 33 stigum á Bandarfkjamenn, tók 14 fráköst og áttu verðugir andstæðingar á borð við Rashard Lewis (Seattle Super- sonics) og A1 Harrington (Atlanta Hawks) ekki möguleika gegn Þjóð- verjanum knáa. Frammistaða Nowitzkis leiddi til þess að hann varð fyrsti leikmaður sögunnar sem var valinn í NBA frá evrópsku liði. Nowitzki var níundi í háskólavalinu árið 1998 af Mil- waukee Bucks sem skipti honum til Dallas Mavericks fyrir Robert Traylor. Og hver ætli þessi JMr Traylor sé? Það er ekki alveg f' vitað. Stjóm Bucks sér enn eftir því að hafa misst Nowitzki úr greipum sér. Nelson hafði trú á Dirk Þó að mönnum hafi fundist Dirk Nowitzki hafa margt til brunns að bera þá fór ferill kappans fremur ró- lega af stað. Sjálfur hafði Dirk áhyggjur af því að hann væri ekki til- búinn fyrir NBA-körfuboltann og áformaði að spila í eitt ár til viðbótar í Evrópu til að öðlast meiri reynslu. Forráðamenn Dallas Mavericks sannfærðu Dirk um að hann ætti fullt erindi í NBA-körfuboltann og lét hann því slag standa. Á fyrsta tímabili sínu með Mavs lék Dirk 20,4 mínútur, skoraði 8,2 stig og tók 3,4 fráköst að meðaltali í leik. Don Nel- son, þjálfari Dallas, var sannfærður um að Dirk væri ein af stórstjörnum framtíðarinnar í NBA og lagði ríka áherslu á að hann yrði áffarn með liðinu. Þá þóttu Nowitzki og leik- stjórnandinn Steve Nash ná vel saman og miklar vonir voru bundn- ar við þá sem eitt af sterkustu tvíeykjum deildarinnar. Fánaberi Evrópu Með hverju árinu hefur Dirk Nowitzki vaxið ásmegin og breytt skoðunum körfúboltaspekinga í Bandaríkjunum. Þeir telja hann vera fánabera evrópsks körfubolta í NBA- deildinni og hrósa honum í hástert. „Nú fara alhr njósnararnir til Evrópu í þeirri von um að finna annan Dirk,“ sagði Kenny Smith, „Ég ber meiri ábyrgð núna, tek fleiri skot og er mun aðgangs- harðari en áður. Það er mitt hluverk núna," fyrrverandi leikmaður Houston Rockets og núverandi íþrótta- þulur á sjónvarpsstöðinni TNT. „En það er bara einn Dirk Nowitzki og ef menn fara að taka við evrópskum leikmönn- inn með það á bak við eyrað að viðkomandi nái sama árangri mun það eyðileggja fyrir evr- ópskum körfúboltaleikmönn- um." Nowitzki er mikill maður á velli, 2,13 metr- ar á hæð og hefur mjög góða hreyfigetu mið- að við svo stóran mann. Hann er eitraður skot- maður, hvort sem það er þegar hann hleyp- ur út ur hindr- unum, eða þegar umbak- fallsskot er að ræða. Þó svo að hann hafi misst eina af mik ilvægustu driffjöðr- um sínum í sumar þeg- ar Steve Nash var skipt til Phoenix Suns, og margir búist við því að hans dýrðardagar væru á enda, þá nýtti hann sumarið til að bæta sig enn meira. Miklar framfarir má greina í boltameðferð Nowitzkis sem gerir honum kleift að ná góðri skotstöðu, komast ffamhjá leikmanninum og skora eða komast á vítalínuna. Nowitzki hefur tekið 4,3 víta- skotum meira að meðaltali í leik en í fyrra og hefur að auki hækkað meðaltal sitt í stigaskorun um 4,2 stig. Þá er hann einnig orðinn betri einn-á-einn nálægt körf- unni og getur því hæglega nýtt sér hæðarmuninn við marga af framherjum deildarinnar. „Ég ber meiri ábyrgð núna, tek fleiri skot og er mun aðgangsharðari en áður. Það er mitt hluverk núna," sagði Nowitzki. Þessi snjalli leikmaður er ekki lengur besti erlendi leikmaður- inn í NBA heldur einn besti leikmað- urinn, punkmr. sXe@dv.is „Nú fara allir njósnar- arnir til Evrópu í þeirri von um að finna ann- an Dirk... eh það er bara einn Dirk Nowitzki og efmenn fara að taka við evr- ópskum leikmönn- um með það á bak við eyrað að við- komandi nái sama árangri mun það eyði- leggja fyrir evr- ópskum körfu- boltaleik- monnum. Stórstjarna Dirk Nowitzki hefur náð að festa sig i sessi sem einn afbestu leikmönnum NBA-deildarinnar i körfubolta. Hann ber jafnframt höfuð og herðar yfir aðra erlenda leikmenn í deildinni. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.