Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2005, Blaðsíða 13
J3V Frittir MÁNUDAGUR 10.JANÚAR2004 13 ísland vinsælt Stjórnarandstaðan á faraldsfæti hjá Bretum Breskir netxiotendur leita í talsverðu mæli eftir e&ii um íslands ef marka má lista sem Daily Mirror birti yfir 100 vinsælustu leitarorðin á netinu. Orðið „Iceland" er þar í 69. sæti aðeins fimm lönd eru iiar: Kýpur, Spánn, Frakk- land, Ástralía og Malta. Milljóníhá- tæknistyrk Sveinn Ólafsson, sér- fiæðingur við Raunvís- indastofnun Háskóia íslands, fær eina milljón króna í „forverkefiiisstyrk" frá sveitarfélaginu Skaga- firði, til að gera viðskiptaá- ætlun vegna uppbyggingar og skipulagningar há- tækniseturs á Sauðárkróki. Atvinnu- og ferðamála- nefiid Skagaíjarðar sam- þykkti þetta á síðasta fundi sínum. Skiptineminn Steingrímur snýr afturtil Nýja-Sjálands Steingrímur J. Sigfiísson, formaður Vinstri grænna er í fifi á Nýja-Sjálandi þessa dagana. Þar heimsækir Steingrímur fjölskyidu sem hann dvaldi hjá þegar hann var skiptinemi á Nýja- Sjálandi sem ungur maður. Steingrimur hefur verið í stöðugu sambandi við fjölskylduna í gegnum árin og hafa þau heimsótt hann til íslands. Steingrímur hefur lengi stefiit að heimsókn til fjölskyidunnar á Nýja- Sjáiandi Jón Bjamason, þingmaður Vinstri grænna, segir Steingrím hafa verið mjög spenntan fyrir ferðinnl „Þetta hefur verið langþráður draumur hjá honum að heimsækja þau enda lítur hann á þau sem hálfgerða fósturfjöl- skyldu sfaa," segir Jóa ögmundur Jónasson, flokksfélagi Jóns og Steingríms, er í Palestfau í boði palest- "u verkalýðshreyfingarinnar. Jón Bjamason segist ekki vera hissa á þessu flandri ögmundar. „Hann er mikill ævintýramaður og réttlætis- kennd hans er svo mikili að hann vill helst vera á vígvellfaum þar sem barist er fyrir réttlætinu," segir Jón sem fylgist með heimasíðufærslum ögmundar, sem hann segir vera afdráttariausar og skemmtilegar. Jón talar aukþess reglu- lega við ögmund í sfma. „Eg heyrði í honum í dag [á föstudagj og þá vonaðist hann til að komast inn á Gaza." Sjálfur er Jón ekki á leið til útlanda. „Ég ætla í Skagaflörðinn á kariakvölds- skemmtun með kariakómum Heimi." Jón Bjarnason Fer f Skagafjöröinn. Ogmundur Jónasson Á feröalagi f Palestínu. Steingrfmur Sigfússon A feröalagi á Nýja-Siátandi. Skíðaparadís Snæfellsnesinga hefur verið lokuð í allan vetur. Skíðafólk af svæðinu ekur til Reykjavíkur til að komast á skíði í Bláfjöllum. Drífa Skúladóttir á Hellissandi segir það kannski ekki mikið að aka í tvo tíma til að fara á skíði en að sér svíði að geta ekki stundað íþróttina í sinni heimabyggð. Skíðaparadísin sem ekki opnar Á skfðum f Bláfjöllum. Fólk afSnæfellsnesi sækir f skíðasvæöi á höfðuborgarsvæðinu. „Skíðalyfturnar á Snæfellsnesi eru ekkert opnar þannig að fólk finnur bara aðrar leiðir til að komast á skíði,“ segir Drífa Skúla- dóttir frá Hellissandi, en fjölskylda hennar og vinir af Snæfells- nesi keyrðu til Reykjavíkur í gær til að fara á skíði í Bláfjöllum. og ekki annað að sjá en gott færi sé í fjöllunum. „Fólk vill breyta til, prófa ný svæði og vera í öðru umhverfi. Það er leiðinlegt aö ekkert sé opið hér þó að möguleikarnir séu fyrir hendi. Ég tel að ef bæjarstjómirnar myndu bregðast fljótt við myndi ferðaþjón- ustan hér á Snæfellsnesi taka við sér um vetrarmánuðina." toi@dv.is Á Snæfellsnesi em þrjár lyftur, ein á Fróðárheiði, ein í Grundarfirði og ein við Snæfellsjökull. Einnig er boðið upp á ferðir með snjótroðara upp ájökul. Þrátt fyrir gott færi og mikinn snjó síðustu daga hefur engin lyfta verið opin þar til lyftan í Grundafirði var opnuð um helgina. Em Snæfells- nesingar sagðir langþreyttir á viðbragðsleysi bæjarstjórnar við að opna lyfturnar. „Þetta em vannýttir möguleikar," segir Drífa Skúladóttir á Hellissandi. „Ef það væri áhugi fyrir því væri hægt að opna lyftumar um leið og færi gefst. Það er blíða núna og gott skíðaveður en allt lokað. Vissulega hefur verið snjóleysi og vond veður, það er ekki tilfellið núna en samt standa dýrar og ffaar lyftur ónot- aðar." Mikið er um að íbúar á Snæfells- nesi keyri suður til að fara á skíði. „Við getum það náttúrlega, það tekur ekki langan tíma að keyra, bara rúma tvo tíma," segir Drífa. „En fólki svíður að geta ekki stundað skíðaíþróttina heima." „Það er mikið um að fólk hringi hingað af höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort að lyftumar séu opn- ar,“ segir Sigrún Reynisdóttir sem vinnur á Arnarstapa í ferðaþjónust- unni. Hún segir að það hafi verið furðuh'till snjór á Snæfellsnesi und- anfarið en núna sé mikið af honum • •• að vera trúleysingi „Það er yndislegt að vera trúleys- ingi. Það veitir frelsi frá mýtum og hindurvitnum sem sputtu upp fyrir langa löngu og í allt öðmvísi samfé- lögum en við lifum og hæmmst í í dag. Ef til vill var þörf á einhverjum af þessum sögum í fortíðinni, til dæmis bann við svfaakjötsáti. Það er auðvitað mjög eðlilegt að það hafi einhvern tíma komið upp því í eyðimörkinni hefur svfaakjöt mjög fljótlega orð- ið eitrað og hættu- legt mönnum að leggja sér til munns. Auðvitað á það ekki við í dag frekar en mörg önnur bönn sem trúmenn predika. Menn halda bara áfram að hlýða gömlum sögum án þess að hugsa um hvaða ástæða var að baki í byrj- un. Ekki trúboði trúleysis Ég er ekki trúboði trúleysis en mér finnst trúmálum gert of hátt undir höfði í samfélaginu í dag. Jóla- dagatal Sjónvarpsis segir að það sé verra að trúa ekki á guð en á hann og svo mætti lengi telja. Með vefsíð- unni sem ég ritstýri, vantru.net, vilj- um við bara koma boðskap á fram- færi hafi fólk á annað borð áhuga á því að kynna sér hann. Við reynum hvorki að troða honum upp á fólk né rakka niður þá sem kjósa að trúa. Við erum nú orðin um það bil fjörtíu í félaginu og þó við skrifum ekki öll inn á vefinn þá er mikið rætt um þama inni. Trú getur samt haft mjög slæm áhrif, hún gerir það ekki alltaf en í mörgum tilefellum er svo farið. Það hefur til dæmis verið farið mjög illa með samkynhneigt fólk vegna einhverrra gamalla ummæla og skipana sem ætti að vera búið að henda út fyrir langa löngu síðan. Vantrúin kviknaði snemma Trúleysi mitt byrjaði líklega með því að ég heyrði áhugaverða tilvitn- un í útvarpinu ff á heimspekingnum Nietzsche. Ég man hana ekki ná- kvæmlega í dag og hef því miður ekki fundið hana aftur þrátt fyrir talsverða leit. Hún var samt eitthvað á þá leið að líklegra væri að menn hefðu skapað guð en guð mennina. Á svipuðum tíma og ég heyrði þessi orð var mér gefið Nýja testamentið af Gideon-félaginu. Ólíkt flestum öðrum krökkum las ég bókina og sannfærðist enn meira um sann- leiksgildi orða Nietzsche. Vitan- lega þróuðust þessar hugsanir mfaar meira með árunum en það var um það bil svona sem vantrú mfa kviknaði fyrst. Upphafning andlegra málefna Mér finnst vera hálfgerð fyrirlitn- ing á raunveruleikanum í tungumáli okkar. Það er talað um veraldlega hluti og efnisleg gæði af hálfgerðri fyrirlitningu. Aftur á móti eru andleg efni nær ávallt upphafin og lofuð. Þetta finnst mér erfitt að skilja því það eru svo margir hlutir sem mér eru kærir efnislegir, til að mynda vinir mínir og kærasta. Hvers vegna ættu mér að finnast andlegir hlutir merkilegri en þau? Undanfarið hefur verið að lifna yfir bókstafstrú hér á landi, það er að segja róttækari trúfélög utan Þjóðkirkjunar. Lfldega stafarþetta af því að fólk sem raunverulega kýs að trúa flýr frá Þjóðkirkjunni vegna þess hve útvötnuð hún er orðin. Þar eru prestar alltaf að gæta sfa á því að móðga engan og sneiða framhjá umdeildum hlutum. Heilu köflun- um er sleppt og boðskapnum hagrætt svo sem flestum líki. Margir prestar í dag virðast lflca ekki vera mjög trúaðir þegar maður talar við þá, heldur em virðast þeira aðeins hrifnir af hefðinni. Ég get ekki skilið hvaða gagn er af slíku bákni sem kirkjan er.” Það er talað um veraldlega hluti og efnisleg gæði af hálfgerðri fyrir- litningu. Óli Gneisti Sóleyjarson er einn þekktasti trúleysingi þjóðarinnar. Pistlar hans á síðunni vantru.net hafa vakið athygli margra hvort sem þeir aðhyll- ast trú eða trúleysi. Óli telur vantrúna blessun og finnst yndislegt að þurfa ekki að lifa undir oki gamalla og úreltra kennisetnínga sem spruttu upp fyrir svo löngu siðan og við allt aðrar aðstæður en eiga við í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.