Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandi: GunnarSmári Egilsson Ritstjóri: Mikael Torfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreiflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Karen Kjartansdóttir heima og að heiman Persónuleg í?e^s"?liefur að viðskiptavini 10-11 reki nú í rogastans í verslunarleiðöngrum sfnum. Astaeðan er ^ sú að það virðist vera orðið að regiu þar á bæ að spyrja vin- gjarnlega hvort kaupa- nauturinn hafi fundið það sem hann sóttist eftir að finna f verslunarleiðangrinum. Vissulega eru þeir margir sem gleðjast yfir svo elskulegri spurningu en þeir eru fleiri sem segjast hvorki vita upp né niður og hvað þá í hvorn fót- inn þeir eiga aö stfga við að fá svona persónulega þjónustu. Drengir fara halígka I dag er að vanda spennanai fyr- irlestur upp f Háskóla á vegum Rannsóknarstofu [ kvenna- og kynjafræðum og ber hann yflr- skriftina Drengir f skólum. Goðsagnir og veruleiki. Er þessi fyrirlestur sagður sprottinn af háværri um- ræöu um að drengir hafi faríð hall- oka f skóla en auk þess og margs ann- ars verður rætt um það hve rfkjandi hugmyndir um karimennsku innan samfélags- ins hafa haft skaðleg áhrif á mótun drengja. Þykir mörgum ráðstefna sem þessi þarfaþing þar sem nú virðist hvert kari- kyns ofurstimið á fætur öðru fara fyrir dóm vegna nauðgana og áreitis, ber þar fyrst að nefria Michael Jackson, Bill Cosby og rapparann Snoop Dogg. Tilgangslausar IðSfSÍRMEknMkHi. skóla (slands eru að hefjast elna ferðina enn. Að venju og sem von er ganga nú flestir fram- bjóðendanna um ganga skólans bfspenrtiryfir þvf mikla og mikil- væga hlutverki sem þeir sækjast eftir aöfáaö gegna. Þeir eruþó færri sem telja þessar kosn- ingar einhverju máli skipta enda segja margir aö aðalbaráttumál fylkinganna sé að ata störf hinna aur og óhroða. Enn ffem- ur þykir mörgum súrt f broti að þetta fólk sem oft er taliö efni f framtfðarráðamenn þjóðarinnar einbeiti sér svo mikiö að þess- um málum, það lofi alls ekki góðu og vekji takmarkaðar væntingar. Friðriks i Ólafssonar- þeirri keppni upp. Leiðari Mikael Torfason Hœlekanir áfasteignamarlcaði eru svo örar aðfóllc er ektci fyrr btíið að slcrifa undir bindandi kauptilboð og bíður þess að skrifa undir sjálfan kaupsamninginn þegar íbúðin hcektcar svo mitcið að seljandinn vill bara liœtta við allt sanian. Fasteignasprengjan í skugga fasteignasvika Hækkanir á fasteignamarkaði eru svo örar að fólk er ekki fyrr búið að skrifa undir bindandi kauptilboð og bíður þess að skrifa undir sjálfan kaupsamninginn þegar íbiíðin hækkar svo mikið að seljand- inn vill bara hætta við allt saman og selja íbúðina aftur með stórgróða. Við höfum sagt frá svona viðskiptaháttum hér í DV. Þetta er staðreynd og fómar- lömbin em fjölmörg. Lagalegur réttur fólks sem lendir í svona löguðu er ótvíræður. Þetta er bannað með lögum. Kauptilboð er bindandi. En ástæðan fyrir því að menn komast upp með þetta er að einstaklingurinn - kaupandinn í þessu tilfelli - verður sjálfur að leita réttar síns fyrir dómstólum. Slíkt er fokdýrL Lögfræðingar taka mikið fyrir hvem klukkutíma sem þeir eyða í mál og það þarf að skipa matsnefndir og ég veit ekki hvað og hvað. Þar að auki þarf fórnarlambið að búa einhvers staðar. Margir fasteignakaupendur em fjölskyldufölk sem getur varla farið með fjölskylduna á vergang vegna málarekstrar sem gæti tekið nokkur ár. Því fara fáir í mál. Flestir andvarpa bara og blóta eilítið og finna aðra íbúð. Gera bindandi kauptílboð, krossleggja fingur og vona það besta. Vegna þess að þeir fá enga aðstoð. Fasteignasalar yppa öxlum og lögreglan hefur enga heimild til að bera seljandann út nema að dómstólar hafi kveðið á um slíkt. Hér er komið brýnt verkefni fyrir þingmennina okkar að vaða í og breyta lögum og veita lögreglu heimild til að bregðast við þegar fjölskyldumar í landinu em sviknar. Það gengur ekki að fólk standi sjálft í að berjast árum saman fyrir dómstólum til þess eins að fá íbúð sem það á nú þegar. Fólkið er með kauptilboð í höndunum og það á að vera nóg. Restin er formsatriði. Það á gera allt til þess að ekki sé hægt að leika sér að híbýlum fólksins í landinu. Menn hafa lengi talað um að handbolti sé þjóðaríþrótt íslendinga. Það var þá! Stórmót eftir stórmót mæta þessi strákagrey og láta valta yfir sig í beinni útsendingu þjóðinni til háðungar. Það virðist engu máli skipta hvort þjálfarinn heitir Viggó eða Guðmundur, við töpum alltaf - fyrir allan pen- inginn. Því er löngu kominn tími til að við finnum okkur nýja þjóðaríþrótt, helst ættum við að finna upp á glænýju sporti sem aðrar þjóðir þekkja ekki. Þannig gætum við verið best í einhverju. Hér eru 6 hugmyndir. Að éta viðbjóð Finnar hafa náð iangt með þvi að tolla leng- ur en flestra þjóða kvikindi ifunheitum sánaböðum. Hér getum við lært affrændum okkar og gert þjóðlegan sið að heimsgrein. Okkur þykir flott og fint að éta pungapaté, skötu angandi af hlandfýlu og hákarl sem lyktar eins og rotnandi lik. Við gætum slegið upp heimsmeistarakeppni i að éta þennan viðbjóð, kannski i Smáralind, og fyllst afstolti þegar út- lenskir keppendur kúgast yfir kræsingunum, en okkar menn bursta leikinn. Fyrirgefn- JH ing Hp HnÍI við ^ gleymum I A-.' |(f'fogfyrir- \ f gefum ... fyrren aðrar þjóðir. Frakkar verða t.d. alltaf brjálaðir ef gutrætur hækka um hálfa evru og hópast út á götur og henda gulrótum i ráðamenn. Svona gerist aldrei hér. Olíusamráð hef- ur milljarða af landsmönn- um en áfram sækjum við á bensinstöðvarnar eins og ekkert hafi í skorist. Því ætti auðvitað að taka upp keppni i fyrirgefningu á ólympiuleikunum. Kepp- endum yrði misboðið á ýmsan hátt og það er alveg pottþétt að islenski kepp- andinn myndi alltafsigra - auðveldlega! Krútttjútt . - Útlend- •*’ ingarsjá ' ekki sól- ina fyrir ¥ m ‘slensku kruttkyn- slóðinni sem dælir út framúrstefnulegri músik og myndlist. Þessir krakkar sem plægja akur- inn og veita milljónum inn i þjóðarbúið i formi ferða- mannatekha eru upp til hópa óíþróttamannlega vaxnir, flestir fölir og hokn- ir og fara með veggjum á kafi i húfum og treflum. i Ijósi fyrri afreka ætti að neyða þetta fólk til að búa til iþróttagrein - krútttjútt - sem þeir einir skildu og gætu eitthvað i. Útlending- arnir myndu gapa afað- dáun og þjóðarstoltið vaxa i jöfnu hlutfalli. S'JEssLá i látinna -‘-’-j-M | Fegurða- f rsam- eru eins kon- iþróttagrein og við höf- n verið úti að aka á þeim ttvangi siðan Hófi og ri da Pé voru upp á sitt •sta. l'slenskar konur virð- t bara hafa verið forljótar ian. I minningargreina- imleiðslu eigum við þó al- ört heimsmet, miðað við •fðatoSu, og ættum að •ta okkur það; efna til is konar andlegrar feg- ðarsamkeppni látinna. iðað við látlausan fagur- tlann um horfna sam- rðamenn okkar i blöðun- n ættum við ekki í neinum indræðum með að rúlla , ' _ Fegurðar- fpL Æ afbrigðið í ^ skák Fyrst Fisch getur búið sinar eigin reglur i skák gæti Friðrik Ólafsson alveg gert það lika. Það segir sig st sjálft að Friðrik Ólafsson yrð, alltaf heimsmeistari i Friðrik: Ólafssonarafbrigðinu enda myndi hann einn skilja leik- inn. Áfram Friðrik! Séð og heyrt spilið Nú er hægt að fá Séð og heyrt-spil- ið á hund- raðkall inæstu Hagkaups- verslun enda gekk það vist ekkert of vel þegar það kom út fyrir nokkrum árum. Fólk getur yfirleitt ekkert i spil- inu enda vita fáir utan rit- stjórnarskrifstofu S&H hver Marin Manda er eða hvað hún var að gera 13. ágúst 2001. En við gætum þó ef- iaust aðeins meira en hvaða útlendingur sem er. Fólkið í Éfnýjunarnefnd samkeppnlsmála er fíll Einar Benediktsson Kristinn Björnsson Geir Magnússon Samráðssvikari sem enn situr Eiginmaöur fyrrverandi dóms- Samráðssvikarinn i Essó. sem forstjóri Olis. málaráðherra og samráðssvik- arinn I Skeljungi. VIÐ ÍSLENDINGAR ERUM ekki fífl. Jafhvel þótt einhver mannanna í olíusamráðinu hafi kallað okkur það í tölvupósti á milli æðstu samráðs- manna. En okkur á DV sýnist stund- um að þetta með að við, fólkið í landinu, séum fífl sé bara eitthvað sem jafnvel æðstu menn ganga um og trúa statt og stöðugt. Við vitum hið gagnstæða. Fólk á íslandi er al- mennt séð mjög vel gefið. Allavega flestir sem við þekkjum. Fyrst og fremst AUÐVITAÐ ER FYRIRSÖGNIN hér að ofan eingöngu smá skopstæling á þessum tölvupósti. Það pirrar okkur líka óstjómlega að áfrýjunamefnd samkeppnismála hafi lækkað sektir olíufélaganna svo mikið að þau hagnast á samráðinu. Jafnvel um milljarða. Heilar 4.000.000.000 krónur segir Jón Magnússon hæsta- réttarlögmaður í Fréttablaðinu í gær. Það er engin hemja. EF EINHVER 0KKAR á DV myndi svíkja yfirvöld um skattpeninga þyrfti viðkomandi að greiða ríkinu þá til baka, ásamt sektum og vöxt- um. Ef greiðslan yrði hins vegar ekki innt af hendi biði skattsvikarans svokallaða löng fangelsisvist. Þetta kallast rétdæti. íslendingar eiga ekki að fá komast upp með svik og pretti. Menn eiga að borga sitt ellegar fara í fangelsi. ÞAÐ ER ÞV( ALGERT hneyksli að olíufélögin og forstjórar þeirra skuli sleppa svona létt. Auðvitað eiga þeir að greiða hverja einustu krónu sem þeir sviku út úr okkur með samráði. Þessum peningum var stolið frá okkur og við eigum að fá þá til baka með vöxtum. Bara venjulegum bankavöxtum og svo dráttarvöxtum ofan á þá. Síðan á að sækja forstjór- ana til saka og sekta þá eða stinga í fangelsi eftir því hversu glæpur þeirra telst stór samkvæmt íslensk- umlögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.