Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 15 Loftmyndir af Reykjavík Almenningi gefst nú tæki- færi til að skoða alla Reykja- vik úr lofti á Borg- arvefsja.is. Hægt er að skoða ná- kvæmar myndir af húsum borgar- innar, fyrir utan nokkur á Kjalamesi. Mynd- imar em frá si'ðasta sumri. Á Borgarvefsjá em víðtækar upplýsingar um aldur og fjölda íbúa stakra svæða, sögu byggðar, umferðarljós, veðurfar og jarðskjálftahröð- un. Til dæmis er jarðskjálfta- hröðun og úrkoma meiri í efri byggðum en neðri. Stórflokkur Össur Skarphéðinsson segir nýlega könnun Gallups á fylgi flokka ánægjuleg tíðindi. Sam- fylkingin mælist með 34% fylgi og er samkvæmt því stærsti flokkur landsins. „Þetta sýnir að við í Sam- fylkingunni emm á réttri leið. Það er greinilegt að við emm orðin stærsti flokkurinn,“ segir Össur sem nú stendur í ströngu enda berjast Samfylking- armenn á tvennum víg- stöðum. Forseti til Indlands á loftslagsráðstefnu Ólafur Ragnar ræðir um heimskautið í hitabeltinu í dag flytur Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands ræðu við setningu á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálf- bæra þróun í Nýju Dehli á Ind- landi. Hann opnar þar stóra tæknisýningu á laugardaginn. í ræðum sínum ætlar Ólafur Ragnar að fjalla um þann vitnis- burð um vaxandi hættur vegna loftslagsbreytinga sem rannsóknir á norðurslóðum hafa leitt í ljós. Hann ætlar líka að ræða um reynslu íslendinga af því að nýta jarðhita og sjálfbærar orkulindir og hvaða lærdóm önnur lönd, og heimsbyggðin öll, geta dregið af henni. í tilkynningu frá forsetaskrif- stofunni segir að þessa ráðstefhu sæki áhrifamenn í alþjóðamálum, vísindamenn, forystumenn í við- skiptalífi og fjölmiðlum og henni sé einkum ætlað að fjalla um við- brögð við vaxandi ógn vegna lofts- lagsbreytinga og hvernig hægt er að stuðla að því að þjóðir heims geti bætt lífskjör og styrkt efnahag sinn án þess að skaða um leið við- kvæmt jafnvægi náttúrunnar. Ólafur Ragnar mun hitta í þess- Ólafur Ragnar 77/ Indlands að tala um loftslag og þróun. ari ferð sinni ýmsa indverska for- ystumenn sem hann hefur unnið náið með sfðustu ár og áratugi. Séra Baldur segist utangátta í Framsóknarflokknum Ppesti er bpugöiö yflp minnisleysi Sivjar Séra Baldur Kristjánsson prestur og framsóknarmaður í Þorláks- höfn er undrandi á svörum Sivjar Friðleifsdóttur við spurn- ingum um það hvort stuðningurinn við fraksstríðið hefði verið ræddur í rfldsstjórn. „Mér brá við yfirlýsingu Sivjar Friðleifsdóttur sem „mundi bara alls ekki hvað hafði gerst á þessum ríkisstjórnarfundi". Getur verið að fundir í rfkisstjórn íslands séu óskipulegar kjaftasamkomur?" Spyr séra Baldur á heimasíðu sinni. „Að menn séu að ræða umhverfismál við annan endann á borðinu og stríð við hinn endann. Nú er ekki svo að Siv komist upp með það að halda því fram að þetta sé tveggja ára gömul upprifjun. Strax eftir innrásina í írak vöknuðu upp spurning- ar í þjóðfélaginu um það hvernig staðið var að þesari ákvörðun. Spurningin vaknaði strax og því finnst mér ótrú- legt að hægt sé að bera við minnis- leysi." Að lokum ályktar hann: „Kannski opnast í þessu máli glufa sem sýnir okkur skort á formfestu og fagmennsku hjá fólki sem situr í ríkisstjórn Islands." Utangátta Baldur segist utangátta í Fram- sóknarflokknum. Hann segist ekki koma auga á fyrir hvað flokkur- inn standi nú um stundir. „Lítill flokkur án grundvallarvið- horfa hlýtur alltaf að vera í hættu fyrir valdabrölts- mönnum," segir prestur- inn. Hann telur sig geta til- heyrt hvorug- um hópnum sem tekst á um yfirráð í flokknum um þessar mundir. „Annars vegar er hópttr manna sem hefur undanfarin ár litið til Venstre í Danmörku sem var lítill vinstri flokkur en þróaði sig til hægri og er nú stór hægri „Kannski opnast í þessu máli glufa sem sýnir okkur skort á formfestu og fag- mennsku hjá fólki sem siturí ríkisstjórn íslands." flokkur. Hins vegar eru sveitamenn- irnir í flokknum sem eru aldir upp á hlaðinu heima, hafa aldrei hleypt heimdraganum og eru jafhvel á móti EES," metur Baldur flokk- inn sinn. „En þó að einstaklingur geti lifað klofinn þá er erfitt fyrir heilan stjórn- málaflokk að gera það án þess að ein- hvers staðar sjái á.“ • •• að vera ábyrgur faðir? „Það er voða gott að vera ábyrg- ur faðir, ég nýt þeirra forréttinda að vera með bömin mín aðra hverja viku. Það tryggir manni bæði ná- lægð við þau og svo það að maður hafi eitthvað að segja um þau sem uppalandi því maður nær að mynda náið samband við bömin sín og tek- ur ábyrgð á uppeldi þeirra. En eins og ég segi þá em það ákveðin for- réttindi í því að vera virkur upp- alandi en margir ábyrgir feður em sviptir þessum sjálfsagða rétti sín- um. Dómstólar dæma feðrum því miður mjög oft umgengnisrétt sem nemur aðeins tveimur dögum aðra hverja helgi og það teljum við í félaginu ekki nægi- lega langan tíma til að vera í raun ábyrgur að uppeldi bamanna. Við erum því alfarið á móti þessu helgarpabba- hlutverki, sem verið er að halda í heiðri, því það kemur I raun í veg fyrir að maður geti verið ábyrgur faðir. Það er að segja faðir sem getur haft áhrif á uppeldi þeirra og mótun persónu- leika þeirra. Ekki til nein alvöru úrræði Ástandið er betra en það var 1980 en ég get eklá sagt að ég finni fyrir verulegum breytingum. Að vísu hefur aðeins dregið úr fordómum og þeim skoðunum að við séum á móti konum því þetta snýst jú oft um að konur koma í veg fyrir að við getum verið jafn mikið með böm- um okkar og við viljum. Staðreyndin er sú að yfir 90% skilnaðarbama hafa lögheimili hjá móður sinni. Sá sem hefur lögheimili bamsins skráð hjá sér hefur ýmis réttindi, til dæm- is til að flytja bamið á milli sveitarfé- laga auk þess sem það gerir fólki mögulegt að setja hina ýmsu tálma í sambandi við umgengni. Þaðerþví miður ekkert sem bendir til þess að eitthvað sé að gerast í málum þeirra feðra sem beittir em hinum ýmsu hindrunum hvað varðar umgengni. Það em ekki til nein alvöm úrræði fyrir feður í þessum málum. Það em samt nokkur svið sem ég gleðst yfir árangri á, sérstaklega því að okkur hefur tekist að efla meðvit- und feðra um sjálfasagðan rétt sinn til að umgangast og sinna bömum sínum eftir skilnað. Enn vantar samt mikið upp á. Úrskurðir og viðhorf sýslumanna virðast að vísu aðeins vera famir að Kta þannig út að þeir telji að það þjóni hagsmunum barnsins að fá að umgangast báða foreldra sína, þannig að við fáum ekki bara fordóma gangvart okkur. Það sem skiptir samt mestu máli er lagaumhverfið en þar höfúm við ekki náð neinum árangri. Staðlaðar hugmyndir um kynjahlutverk Ýmsir dómar sem hafa verið kveðnir upp ný- lega sýna að enn ríkja staðlaðar hugmyndir um kynjahlutverkin, það er að sjálfsagt sé að mæður eigi að vera umönn- unaraðilar og feð- ur forsjáraðilar. Þessar dóms- uppkvaðningar og hugmyndir um hlutverk foreldr- amna eftir kynj- um hljóta að styrkja I sessi það sem konur hafa verið að beijast gegn. Því tel ég að konur ættu að vera miklu harðari í því að berjast gegn þessum dómum heldur en þær em. Misréttið I for- sjármálum viðheldur misrétti í launamálum. Þetta er í andstöðu við jafnréttislögin, þetta er í andstöðu við fæðingarlögin og þetta er síðast en ekki síst í andstöðu við tíðarand- ann. Oft er til dæmis sagt að það að sparka bolta með bömunum sínum sé eklá nauðsynlegt fyrir bömin. Það falla dómar á hverjum degi þar sem feður em í raun dæmdir úr leik með því að ýja að því að það sem feður gera yfirleitt með bömum sín- um sé ómerkilegt og ófjölskyldu- vænt. Við í Félagi ábyrgra feðra viljum að böm geti átt uppbyggileg sam- skipti við báða foreldra sína. Böm eiga skilyrðislausan rétt til að mynda fjölskyldubönd við foreldra sína hvort sem þeir búa saman eða ekM.“ Þetta er í and- stöðu við jafn- réttislögin, þetta er í andstöðu við fæðingarlögin og þetta er síðast en ekkisístí and- stöðu við tíðar- andann. XíníS 2EÍS2ES!' sy-"” fY'-lss.** N9” k“” ■“ uppeldismálum en það geri réttindabaráttu feðra erfið ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.