Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 10
J 0 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Flosi er góðum gáfum gæddur og sagður hafa yfir að ráða svokölluðum límheila. Flann er húmoristi. Mælskur og góð- ur og rökfastur ræðumaður. Flosa er oft legið á hálsi fyrir að vera fullhvatvís og fljótur upp. Hann ersagður eiga það til að verða orð- Ijótur þegar fýkur I hann. „Maðurinn er húmoristi og getur verið skemmti- legur. Einn afhöfuðkost- um hans er sá að hann er Kópavogsbúi. Helstu ókostirnir eru þeir að hann á það til að vera fullmikill popúlisti, hann á það til að tala upp i eyru kjósenda það sem hann telur að þeir vilji heyra, en sllkt kann aldrei góðri lukku að stýra til langframa I pólitíkinni. Hann á það líka til að stuða marga með oröavali." Gunnar I. Birgisson, formaður bæjar- ráös Kópavogs og alþingismaður. „Flosi er ótrúlega skarpur og minnugur. Hann er fljóturað tengja og greina hluti. Flugmælskur er hann lika auk þess að vera góður samstarfsfélagi. galla ætti að nefna þá má benda á að hann mætti vera duglegri í Ukamsræktinni." Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingar í Kópavogi. „Flosi er mjög flinkur í því sem hann gerir og ekki síst i að koma fyrir sig orði, maður á auð- velt með að heillast af því. Svo er hann náttúrulega I senn ástríkur faöir og lærifaðir barna sinna. Hann er þræl- skemmtilegur. Helsti galli hans er hvað hann erhvatvís og fljót- ur upp. Eins og hann getur verið fljótur að hugsa og lunkinn aö koma fyrir sig orði getur það llka virkað I neikvæðum skiln- ingi." Katrín Júliusdóttir, þingkona Samfylk- ingarinnar og barnsmóðir Flosa. Flosi Eiríksson er fæddur 20. desember 1969 í Reykjavík, þó sjálfur segist hann Kópavogs- búi framar öllu öðru. Flosi er sonur hjón- anna Þorgerðar Þorleifsdóttur húsmóður og Eirlks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs, en hann er látinn. Flosi erstúdent frá MK, menntaður húsasmiður auk þess sem hann stundar viðskiptafræðinám við Háskólann I Reykjavik. Hann á tvö börn og er kvæntur Nínu Björk Sigurðardóttur viðskiptafræðingi. Mega giftast tengdó Yfirvöld í Skotlandi hafa gert mönnum kleift að giftast fyrrverandi tengdamæðrum sínum og konum að giftast fyrr- verandi tengdafeðrum sínum. Lögin sem felld hafa verið úr gildi voru frá árinu 1567 og byggðu á Gamla testamentinu, sem segir að maður sem leggist með móður eig- inkonu sinnar skuli brenndur lifandi. Forstjórar hætta Kristján Þ. Davíðsson, forstjóri HB Granda, og Sturlaugur Sturlaugsson aðstoðarforstjóri láta af störfum hjá fýrirtækinu á næstunni. Eggert B. Guð- mundsson, sem verið hefur markaðsstjóri, verður nýr forstjóri HB Granda. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, hefur farið fram á það við sýslu- manninn á Seyðisfirði að fjórir Litháar sem nýverið komu til starfa hjá GT verk- tökum við Kárahnjúka verði handteknir og yfirheyrðir. Gissur segir mennina ólöglega i landinu. Lettnesk kona er milligöngumanneskju um komu mannanna og hugsanlega fleiri landa þeirra. Lettnesk kona flytur verka- menn ólönlega til landsins 'mmm Litháarnir fjórir komu hingað til landsins nýverið og hófu þegar í stað störf við Kárahnjúka. GT verktakar höfðu þá ekki fengið at- vinnu- eða dvalarleyfi fyrir mennina og því munu þeir verða handteknir og yfirheyrðir af lögreglu. Vinnumálastofnun hefur undanfarið borist fjöldi umsdkna um dvalarleyfi á forsendum svokallaðra þjdnustuviðskipta til handa lettneskum og litháísk- um verkamönnum. Sama lettneska konan er skráður milliliður á öllum umsdknanna. „Það kom í ljós við frekari skoðun hjá okkur og Utlendingastofnun að mennirnir hafa ekki fengið dvalar- leyfi hér á landi. Þó umsókn um slikt hafi nýverið borist okkur til umsagn- ar þá hafði ekkert leyfi verið geflð enda ekki forsendur til þess," sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, í samtali við DV í gær. Hann var þá staddur við Kára- hnjúka þar sem hann skoðaði mál Litháanna íjögurra. Yfirheyrðir um forsendur Gissur segir Vinnumálastofnun hafa farið þess á leit við lögreglu- embætti sýslumannsins á Seyðis- firði að mennirnir yrðu færðir til yfirheyrslu enda væri dvöl þeirra hér á landi, óumdeilt, ólögleg. Forsvarsmenn GT verktaka verða sömuleiðis yfirheyrðir. „Við viljum að mennirnir verði yfirheyrðir um ástæð- ur þess að þeir komu hing- að og sömuleiðis hvaða forsendur lágu þar að baki. Fyrirtækið hefur hugsanlega gerst brotlegt við lög með því að flytja þá hingað inn án leyfis," segir Gissur. DV hefur um nokkurt skeið haft spurnir af því að einn eða fleiri aðil ar hafi haft milli- göngu um skipulagðan innflutning á vinnuafli frá Eystrasaltslöndunum. Gissur staðfesti það. Staðfesti milliliðinn „Næsta mál á dagskrá er að kanna hver það er sem stendur á bak við þetta og með hvaða hætti staðið er að þessu," segir Gissur sem staðfestir að nafn að minnsta kosti einnar lettneskrar konu, sem búið hefur hér á landi um nokkurra ára skeið, hafi ítrekað komið upp í tengslum við umsóknir um dvalar- leyfi líku því sem Litháarnir fjórir við Kárahnjúka áttu að komast til landsins á. Gísli Sveinbjörns- son, annar eig- anda GT verk- taka, kvaðst ekki kannast við það að mennirnir væru hér í óleyfi þeg- ar DV náði tali af honum í gær. Hann staðfesti að umrædd lettnsek kona hefði haft um- sjón Forstjóri Vinnumálastofnunar Gissur Pétursson hefur farið þess á leit við log- regtu að fjórir lithálskir starfsmenn GT verktaka við Kárahnjúka verði færðirtil yfirheyrslu ásamt eigendum fyrirtækisms. undanþágur aðeins veittar í tilfell- um eins og þegar fyrirtæki hafa keypt tæki og vörur sem krefjast uppsetningar og samningar liggi fýr- ir um að framleiðendur sendi starfs- menn sem komi að uppsetningu þeirra hér. DV hefur ennfremur heimildir fyrir því að fleiri aðilar hafi stund- að þann leik sem lettnesku kon- unni er gefið að sök að hafa leikið en í þeim tilfellum komi menn hingað til lands sem ferðamenn. Þannig herma heimildir blaðsins að litháísk kona sem búsett er hér á landi hafi haft milligöngu um komu landa sinna hingað til lands í sama tflgangi. helgi@dv.is með komu Litháanna hingað og kvaðst hafa frétt af starfsemi henn- ar í gegnum kollega sína í verktaka- stétt sem notið hefðu aðstoðar hennar við að flytja hingað verka- menn. Fleiri í innflutningi Að sögn Gissurar Pétursson- ar eru umsóknirnar allar á sömu leið. Sótt er um dvalar- leyfi tfl þriggja mánaða á þeirri forsendu að um þjón- ustuviðskipti sé að ræða. Gissur segir að slíkar um- sóknir séu ekki algengar og eigi þá við í öðrum tOfelI- um en þeim sem hér um ræðir. Þannig séu slíkar * •'í' - • , ’, -■ 'i&.v ' ■ • f rannsókn Vinnumálastofnun hefur staðfestan grun um skipu- lagðan og ólöglegan innflutning á vinnuafli frá Eystrasaltslöndunum. Grunur verkalýðshreyfingarinnar er þar með staðfestur. m. Ríkið sektaði vörubilstjóra um hundruð þúsunda á grundvelli ógildrar reglugerðar „Fjöldi manna hefúr greitt hvíld- artímasektir í gegnum árin á grund- veUi ófuUnægjandi refsiheimildar," segir Viðar Lúðvíksson hæstaréttar- lögmaður. Hann rak mál í Hæsta- rétti þar sem hann fékk því hnekkt að skjólstæðingur sinn greiddi sekt fyrir að hafa ekið vöruflutningabif- reið yfir sjö daga tímabU án þess að taka sér „lögboðna vikuhvíld". Reglugerð um hvíldartíma var sett hér á landi 1995 og hefur vega- eftirlitið sektað brotlega bílstjóra á þeim grundveUi. Þegar Viðar fékk málið inn á borð tfl sín og skoðaði það betur sá hann að viðhlítandi refsiheimild vantaði í lögunum. „Þar á að vera markaður einhver rammi um þá háttsemi sem á að vera refsi- næm. Það var hins vegar engin leið- beining um það í lögunum." Á þess- um grundveUi vann Viðar málið. „Það er ansi hart að mönnum sé gerð refsing án fuUnægjandi refsi- heimUdar. Það er fjöldi manns sem hefur greitt sektir í gegnum árin, við erum væntanlega að tala um hund- ruð þúsunda," segir Viðar. Sigurður Erlendsson vörubfl- stjóri er einn af þeim sem var sektaður fyrir að hafa ekki tekið sér „lögboðna hvfld". „Vegaeftirlitið stöðvar mig á förnum vegi, gerir at- hugasemdir og sektar mig um 160 þúsund krónur. Nú veit maður að þessi sekt var ekki leyfileg vegna þess að sektarheimild var ekki til staðar. Samt hef ég ekki fengið end- urgreitt," segir Sigurður. Hann seg- ir að ríkið eigi að sjá sóma sinn í að greiða honum þá upphæð til baka með vöxtum auk afsökunarbeiðni. „Það á bara að þagga þetta niður og gleyma þessu eins og svo mörgu öðru," segir Sigurður sem nú skoðar hvort hægt sé að reka mál hans fyrir dómstólum. tol@dv.is Viðar Lúðviksson hæstaréttarlögmað- ur Segir þaö vera hart að fjöldi manns hafi greitt sektir án þess að fullnægjandi refsi- heimild hafi verið til staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.