Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 11
EXV Fréttir FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 11 Kynlíf á heila Hoffmans Dustin Hoffman hugsar um kynlíf sjöundu hverja sekúndu. Hann segir í við- tali við þýska blaðið Bunte að hann hafi hugsað enn oftar um kynh'f á meðan hann vann að myndinni Meet the Fockers þar sem hann leikur kynóðan föður aðalpersónunnar. Hann segir að Barbra Streisand, sem leikur eiginkonu hans í myndinni, hafi minnt sig mikið á fyrrverandi eigin- konu sína. Tók barinn gíslingu Hollendingi nokkrum var nóg boðið eftir ítrek- uð drykkju- læti frá írsku öldur- húsi sem staðsett er við hliðina á íbúð hans. Herra van Belt tók sig til og negldi fyrir út- gönguleiðar krárinnar, braut svo niður vegginn sem skildi barinn frá íbúð hans og sprautaði ísköldu vatni yfir gesti staðarins sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Hávaðinn var orðinn óþolandi og ég gat ekki orðið sofið en nú hef ég loksins lýst yfir stríði," lét van Belt hafa eftir sér og sagði næsta leik að sprengja skítabombur á staðnum, héldi hávaðinn áfram. Vill notaðar nærbuxur Söngfuglinn Tom Jones er nýkominn úr tón- leikaferðalagi um hinn vestræna heim. Á tónleikum goðsins í Las Vegas fékk hann slatta af kvennærbuxum upp á svið eins og tíðkast. Eitthvað hefur ein sendingin farið fyrir brjóst- ið á honum þar sem verð- miðinn hafði ekki verið fjarlægður af nærbuxunum. Við tilefnið sagði hann við sendandann: „Ástin, þú verður að taka miðann af því annars er allt fúttið far- ið úr þessu.“ Amma rændi banka Henni leiddist heldur betur, ömmunni sem dæmd var fyrir bankarán í Austurríki. Elfriede sem er áttræð ákvað að taka með sér leikfangabyssu í bank- ann og draga hana upp fyrir framan gjaldkerann og segja: „Þetta er rán!“ Þegar hún hafði séð svip- inn á gjaldkeranum rak amman upp skellihlátur og sagðist vera að gera grín. Dómaranum fannst þetta hins vegar ekkert grín og dæmdi hana í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, og amman svar- aði að bragði: ,Ætli ég tóri það lengi." Af víðsýni fársjúks páfa Rosalegt er að fylgjast með páfa- greyinu þessa dagana. Hann er fast- ur inni á spítala, þessi elska. Sem bet- ur fer er Jóhannes Páll II samt sem áður í þráðbeinu sambandi við Guð. Spítalavistin og veikindin aftra honum ekki frá því að þjóna kirkj- Sylvía Döi lóttir veltir þvl upp hvort meinta skammsýni páfagarðs megi skýra með bágu heislufari foringjans. Myndlistarneminn segir unni sinni og ekki bara henni - held- ur öllu mannkyni á sama tíma. Enginn smá karl í krapinu. Tekist hefur að koma ofan í hann mat reglulega og ekki nóg með það heldur hefur hann getað setið í stól nokkrar klukkustundir á dag aleinn! Páiixm heldur því miður ekki höfði frekar en flestir nýfæddir en það kemur katmski. Er hann svo nánast ófær um að tala og segir sagan að hann hafi notast við segulbandstæki með hljóðupptöku til að ávarpa múginn - sem safnaðist saman fyrir utan spítalann í Róm sunnudaginn var! Þessi valdajöfúr og einkavinur Guðs þjáist af Pariásons-sjúk- dómnum sem gerir honum erfitt mn mál ásamt mjaðma- og hnévanda- málum sem að gera honum væntan- lega erfitt um gang. Valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar getur sem sagt hvorki labbað né talað. TöfR Er ég er farin að hallast að því að Jóhannes sé heymalaus líka og þar fyrir utan heyri hann hreinlega ekk- ert hvað Guði segir. Eða í besta falli misskilur hann eða misheyrir alveg rosalega í sumum málefnum. Lág- mark - fyrst honum er dröslað á milli staða eins og ósjálfbjarga ungabami - að þeir splæsi á hann eins og einum hálskraga svo hann geti nú séð! Skemmtilegra fyrir karlgreyið að sjá eitthvað annað en kjöltuna á sjálfúm sér endalaust. Sem útskýrir samt kannski af hveiju maðurinn hefúr ekki sannfærst af húmanisma nú- tímans og sé ekki búinn að fatta að þaö er ekki kúl að skilja útundan og mismuna fólki! Þetta 84 ára „liðna lík“ hefúr ekki misst aðdáendur því að fylgismenn hans bera enn fullt traust til hans. Segja að við þurfum bara að treysta honum. Því hann viti hvað hvað eigi að gera. Unginn sem hvorki labbar né talar og er heymalaus. Ok. Sannfærandi. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem vann glæsilegan kosningasigur í fyrradag verður að hreinsa hnífapör á veitingastöðum áður en hann borðar. Hann biður um að kerti á afmæliskökum barna séu tekin af áður en blásið er á þau, til að sýklar dreifist ekki yfir matinn. Forsætisráðherrann getur ekki tekið á hurðarhúnum á almenningssalernum og opnar með olnboganum. HPBinlætisóöup og vinalaus danskup íopsœtispáöbeppa Anders Fogh Rassmussen hefur aldrei átt nákominn vin, hefur bara einu sinni orðið drukkinn, hleypur og æfir á hverjum morgni og hefur verið fastur í bókum og stjórnmálafræðikenn- ingum frá unga aldri. Þetta kemur fram í nýrri bók sem Anne Sofie Kragh hefur skrifað um danska forsætisráðherrann. Bókin heitir Fogh, sagan um forsætisráðherrann. Anders Fogh Rassmussen er á allra vörum eftir að hann vann kosn- ingasigur í dönsku kosningunum. Keppinautur hans, Mogens Lykketoft, varð að taka pokann sinn en Jafiiaðarmannaflokkur hans tapaði miklu á meðan ríkisstjómar- meirihlutinn hélt sínu. í bókinni er fjallað um hrein- lætisæði Anders Fogh. Hann þvær hvert einasta vínber áður en hann borðar það. Hann getur ekki opnað dyr á almenningssalemum nema með olnboganum af ótta við bakterí- ur. Hann þrífur hnífapörin á fínustu veitingahúsunum sjálfur áður en hann stingur þeim upp í sig. Danski forsætisráðherrann vill einnig að kaffibollar séu vel þrifnir áður en hann fær sér að drekka úr þeim. Ekkert munnvatn á afmælistertur Þegar böm halda upp á afrnæli, fer Anders Fogh þess á leit að kerti séu fjarlægð af afinælistertunum áður en bömin blása á þau. Hann vill ekki að munnvatn komist á kökuna sem hann á svo eftir að fá sér af. Myndin sem dregin er upp af þjóðar- leiðtoga Dana sýnir því sérkennileg- an og vinalausan mann með sterkan drifkraft og mikla pólitíska sannfær- ingu. Meiri sjarma en Lykketoft Fogh þykir ekki sérstaklega sjar- merandi en hann þótti þó bera af keppinauti sínum Lykketoft sem þykir hafa enn minni persónuþokka. Danir fá nú meira af því sama og þeir hafa fengið síðustu fjögur árin og virðast vera ánægðir með það. Þannig verður innflytjendalöggjöfin áfram með þeim hörðustu í Vestur Evrópu og stuðningur Dana við Bandaríkjamenn verður ofan á. Það var ekki bara Mogens Mogens Lykketoft Tapaði og hætti. Lykketoft sem þurfti að taka pok- ann sinn, heldur hætti Holger Niel- sen einnig sem formaður Sósíalíska þjóðarflokksins. Velta menn í Dan- mörku fyrir sér hverjir taki við af þeim. Er jafnvel talað um að Poul Nyrup Rassmussen, fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra muni taka við af Lykketoft. Reyndar nýtur hann lítilla vinsælda hjá veð- bönkum þar sem sex nöfn eru fyrir Kötturinn Tinker erfði 50 milljónir Fyrrverandi eiginkona Jacksons Milljónaköttur kominn ífelur Köttur, sem erfði nýlega yfir fimmú'u miUjónir króna, er nú kominn í felur þar sem honum hafa verið sendar fjölmargar líflátshótan- ir. Kötturinn, sem heitir Tinker, hefur búið í Norður-London. Þegar eigandi Tinkers, Margaret Layne, dó í fyrra 89 ára gömul, arfleiddi hún köttinn að einbýlishúsi sínu, sem var 350 þúsund punda virði, og 100 þús- und pundum í peningum. Margaret Layne var ekkja þegar hún dó. Það voru aldraðir nágrannar kattarins sem komu honum frá hús- inu, þar sem ekki þótti óhætt að hann væri þar lengur. Granninn sagði köttinn vera kominn til Wales en hann þorir ekki að segja hvert. „Eftir að Tinker fékk arfinn hringdu hundruð manna í okkur sem voru Köttur Ríki kötturinn Tinker er i felum afþví að fólk vildi drepa hann. afbrýðisamir út í köttinn. Tinker var villiköttur áður en frú Layne tók hann að sér. Granninn segir að hún hafi ekki treyst fólki, aðeins dýrum, og þess vegna arfleiddi hún hann að auðæfum sínum. Hætt í miðri lýtaaðgerð Debbie Rowe, fyrrverandi eigin- kona Michaels Jackson og móðir tveggja barna hans lítur vægast sagt hræðilega út eftir lýtaaðgerð sem hún fór í á dögunum. Aðferðin sem notuð var er svokölluð ofurhitaað- ferð sem vanalega hefur litla fýlgi- kvilla í för með sér. Læknar þurftu að hætta í miðri aðgerð eftir að andlit Debbie hafði tútnað óvenjulega mikið út. Rowe kaus sér þessa teg- und aðgerðar því með henni þarf ekki að beita neinum hnífum og ekkert því skorið eða klippt. Glysdrottningin fýrrverandi, sem er 44 ára, er sögð hafa kosið að flikka aðeins upp á úditið svo hún liti vel út í réttahöldunum þar sem hún krefst þess að fá fullt forræði yfir börnum þeirra. En hún hefur látið hafa eftir sér að þessi réttarhöld séu aðeins formsatriði því hún telur sig- Jackson og Debbie Hún fórilýtaaðgerð sem mistókst hrapalega að hún Iftur núút eins og þanin blaðra. ur sinn vísan vegna ásakana um barnhneigðar fyrrverandi maka sfns. Debbie og Jackson slitu samvistum fyrir nokkrum árum og hefur vin- skapur þeirra kólnað hægt og bít- andi síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.