Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Síða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005 11 Storkará golfkúlum Þýskt storka- par liggur þessa dagana á óvenju- legum eggjum á golfvelli. Sam- kvæmt frétta- miðlinum Ananova hafa storkarnir safnað ógrynni golfkúlna og liggja nú á þeim í þeirri von að þær klekist út. Fólk er ekki einungis hissa á söfnunaráráttunni heldur eru líffræðingar lfka yflr sig spenntir þar sem storkar búa sér yfirleitt hreiðurstað í trjám eða ofan á byggingum. Aðþrengdar eiginkonur Uppgefnar eigin- konur í rúmenska bænum Nistoresti tóku sig til og lokuðu áfengisbúð í bænum sem opin var ailan sólarhringinn. Þær kvörtuðu sáran yfir því að eiginmenn þeirra gætu keypt áfengi hvenær sem væri dags eða nætur, jafnvel út á reikning. Afleiðingin var almennt getuleysi karlanna, stöðug rifrildi og jafnvel skilnaðir. Þær mótmæltu fyrir utan búðina og kærðu eigandann til neytendasamtaka héraðs- ins. Búðinni var lokað með- an málið er rannsakað. Dýrtferðalag Bandarískt fyrirtæki hef- ur sett á markað ferðatöskur sem það segir þær dýrustu í heimi. Fyrirtæk- ið, Henk Premium Godds North America, kailar ferðatöskulínuna Henk og kosta þess- ar sérsmíðuðu töskur frá um 1,2 miiljónum króna. Hægt er að velja milli leðurs og kolefiiistrefja á ytra byrði á meðan hægt er fá innri klæðningu úr handskornum ítölskum valhnetuvið. Steve Baldacci, forstjóri fyrirtækis- ins, segir töskumar fyrir þá sem láta sér í léttu rúmi liggja hvað hlutimir kosta. Uppúr hefur soðið í ísraelsku utanríkisþjónustunni. Utanríkisráðherrann og sendi- herra ísraels í Bandaríkjunum deila af hörku. Eiginkonur þeirra tengjast málinu og Madonna er sögð eiga hlut að máli. Madonna rót átaka ísraelskra erindreka Opinber nefnd á vegum ísraelskra yfirvalda rannsakar nú hat- rammar deilur á milli tveggja æðstu manna utanríkisþjónustu landsins, utanríkisráðherrans og sendiherra fsraels í Bandaríkj- unum, deilur sem eiginkonur beggja eru flæktar í. Undirrót deilnanna er sögð valdabarátta Silvans Shalom utan- ríkisráðherra og Dannys Ayalon sendiherra um hver gegni mikilvæg- asta hlutverkinu í samskiptum við Bandarfkin. ísraelskir fjölmiðlar leiða líkur að því að upp úr hafi soð- ið þegar eiginkona Shaloms, sjón- varpskonan Judy Nir Moses Shalom, ásakaði starfsmenn sendiráðsins í Bandaríkjunum um að hafa klúðrað skipulagningu á myndatöku hennar með söngkonunni Madonnu. Madonna var stödd í pílagrímsför í ísrael í tengslum við ný- tekna trú sína, kabbala. Svívirðingar Frú Shalom mun hafa verið ævareið yfir að vera hundsuð á þennan hátt og segja heimildir að hún hafi heimtað að einkaritari Ayal ons, Liran Peter- sil, yrði látinn fara. Eftir að sendiherr- ann hafði þvertekið fyrir allt slíkt greip utanríkis- ráðuneytið inn í og lagði stöðu einkaritar- Ariel Sharon Verður að höggva á hnútinn í deilum erindreka sinna og eiginkvenna þeirra. Frú Ayalon hefur ver- ið ásökuð um að hafa niðurlægt starfsfólkið með munnsöfnuði og svívirðingum. ans niður. Ayalon hefur lagt ffam kvörtun vegna málsins og lagt fram upptökur af símtölum sem sönnun um að málið sé runnið undan rifjum frú Shalom. Heimildarmenn innan ísraelska utanríkisráðuneytisins segja hins vegar að kvartanir Ayalons séu ein- ungis til að draga athygli frá eigin vandræðum. Rannsókn stendur nú yfir á framkomu eiginkonu hans, Anne Ayalon, við starfs- fólk ísraelska sendiráðs- ins í Bandaríkjunum. Frú Ayalon hefur verið ásökuð um að hafa niðurlægt starfsfólkið með munnsöfnuði og svívirðing- um. Sharon ræður Deilan er nú komin á það stig, samkvæmt heimildum, að Afdrifarík heimsókn Madonna kemur sjdlfsagt af fjöllum vegna deilunnaryfir myndunum sem aldrei voru teknar afhenni og utanríkis- ráðherrafrúnni fsraelsku. síðastliðinn mánudag ákvað Shalom að kalla Ayalon heim og svipta hann þar með sendiherrastöðunni. Nánir samstarfsmenn Shaloms segja hann ekki geta unnið með sendiherranum lengur, hann hafi misst alla trú á honum. Slík aðgerð er hins vegar háð samþykki frá Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels. Sharon gæti hafnað henni þar sem hann og Aya- lon eru sagðir góðir vinir. Neikvætt ísraelskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr riffildi erindrekanna. Hins vegar hafa leiðarahöfundar helstu dag- blaða í ísrael harmað ástandið og segja það varpa neikvæðu ljósi á utanrfksþjónustu landsins. í leiðara í Haaretz á þriðjudaginn sagði að deilan sýndi nauðsyn þess að taka af öll tvímæli um hver færi með stjórn samskipta ísraels við Bandaríkin. Þar er lagt til að sendiherrann heyri beint undir forsætisráðuneytið. Heimild: BBC \ V L ^ I k- J Fjöldi notaðra bíla koma í sölu á hverjum degi. Komdu áður en þeir seljast. Komdu núna. KUKKADM{B. Skoðaðu bílana í smáauglýsingum Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavik, Akureyri. Brimborg Reykjavík: Bíldshöföa 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.is brimborg Öruggur stadur til að vera á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.