Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 37
DV Lífið FIMMTUDAGUR 7 9. MAÍ2005 37 Pétur Ólafsson sem vinnur að B.A.-ritgerð í sagnfræði tekur sögu Stöðvar 2 fyrir og kryfur til mergjar Skrifar BA-ritnerð Stöö Pétur Ólafsson, sagnfræðinemi við Háskóla íslands, skrifar BA.-ritgerð sína í sumar. Það væri ekki í frásögur færandi en ritgerðin fjaliar um sögu Stöðvar 2. „Já, Ég nennti einhvern veginn ekki að skrifa eitthvað mjög hefðbundið um stefnubreyt- ingu vinstristjómar á ár- unum ‘56-’58 í ein- hverjum málefn- um. Mig langaði að skrifa eitt- hvað poppað. Það er lfka gaman að skoða hvað þjóðfélagið hefur breyst á stuttum tíma. Viðhorf gagnvart frjálsri fjölmiðlun." Pétur er í start- holunum en planið var að eyða sólríkum degi á Þjóðarbókhlöð- unni. „Ég er í rauninni að skrifa hana í sumar og er reyndar að byrja á henni í dag. Ég fékk þessa hugmynd í vetur og hef voða lítið gert í henni fyrr en í dag. Ég er að skoða núna bækur og heimildarmyndir og fer bráðum að taka viðtöl og svoleiðis. Þetta er líka góður tími til þess að gera þetta þar sem Stöð 2 verður 20 ára á næsta ári. Ég er búinn að senda einhvern póst á upphafsmennina. Hans Kristján, Jón Pétur Ólafsson Mun eyða sumrinu á Þjóðarbókhlöðunni. Óttar og Völu Matt. Þannig að þetta er raunar ailt á miklu byrjunarstigi. En svo á þetta allt að vera tilbúið í haust." Aðspurður hvort þessi ritgerð yrði nógu poppuð til að vera skemmti- lesning svaraði Pétur: „Já, ég vil helst að hún verði það. Það fer bara dáld- ið eftir hvort prófessorinn samþykkir. Planið var náttúrulega að hún væri dáldið skemmtileg og að- gengileg." Nú er þetta frekar óhefðbundiö B.A.- ritgerðarefni. Hvers vegna valdir þú þetta efni? „Stöð 2 var náttúrulega lengi eina frjálsa sjónvarps- stöðin en auðvitað kem ég inn á samkeppnina. Saga Stöðvar 2 er kannski ítarlegri og kannski aðeins skemmti- legri. Þannig að ég er bara að leita núna í bæði dagblöðum og tímarit- um, ársskýrslum, ævisögu Jóns Óttars sem er góð heimild varðandi upphaf- ið og fleira slíkt." DV óskar Pétri Ólafssyni góðs gengis með ritgerðina og vonar að hann þurfi ekki að eyða of mörgum sólríkum dögum grúskandi í heimild- um á bókasöfrium bæjarins í surnar. Fyrstu útsendingar Stöðvar 2 gengu brösulega fyrirsig. SigurlaugJóns dóttirfermeð fréttirá upp- hafsárunum. Hér fer Páll Magnusson með fréttir. Takið eftir grafíkinni í bakgrunni. Hér sitja Vala Matt, Jón Óttarog Hans Kristján, foreldrar Stöðvar 2. Mugison kentinn heim í heiðardalinn Tónlistarmaðurinn Mugison er kom- inn heim úr stifum Evróputúr þar sem hann tók eina stórborg á dag.Tónleik- arnir hafa greinilega gengið vel þv( breska tónlistarpressan hefur hælt honum (hel. TheTimes segir:„Mugimama tekur brenglaða hugmynd Bjarkar um popp og snýr henni (90 gráður." í nokkrum dómumerhannkenndurvið Tom Waits og Will Oldham. Artrocker kann einnig vel að meta tónlist hans:„Ynd- islegt brot af nútimanum. Llstrænt rokk... hugrakkt, djarft og fallegt." Á heimasfðu Mugison (www.mugi- son.com) segist hann hafa verið held- ur illa til fara þegar var farið að Ifða undir lok túrsins.„Við vorum orðnir ansi illa lyktandi siðustu dagana, það var ekkert pláss fyrir aukaföt, þannig að við vorum f sama draslinu nærri þv( allan tfmann, nema við skiptum út mugibolum og seldum þá með mugi- svita, þeir kostuðu meira og eru nú til sölu á eBay,sumtfólk!l" (gær fór Mugison norður ásamt kær- ustu sinni og barnsmóður þar sem hann spilaði á Græna Hattinum. Næstu tónleikarnir verða slðan á NASA á föstudaginn næstkomandi og lofar hann góöum tónlelkum ( skiptum fyrir góða mæt- ingu. Um nóttina er síðan ferðinni heitið til London þar sem hann spilar á tónleikum á laugar- dags- og sunnudags- kvöld. Hinir þreyttu geta aldrei hvílst. Forsala fyrir tónleik- ana á NASA er í 12tónumog á NASA. Kominn til að spila Örn heldur tónleika á NASA á föstudag. Upphitunarhljómsveit Megadeth valin HLAUPA TILBOÐ „Ég er bara að heyra þetta fyrst núna, þetta verður spennandi. Ætíi maður þurfi ekki að fara að grafa ffam gamla long play-plötu eins og það hét f gamla daga og fara að hlusta," segir Eiríkur Hauksson, söngvari hljómsveitar- innar Drýsils. í gær kom það í ljós að hljóm- sveitin Drýsill hitar upp fyrir Megadeth á tónleikum í júní. En merkilegt er að segja frá því að hljómsveitin hefur ekki sést í ein 19 ár. Hún var stofnuð árið 1984 og starfaði til 1986. Eiríkur er því allur í „kommbökkunum" þessa dagana því eins og kemur fram á síðunum hér fyrir ffarnan mun hann einnig rifja upp gamla takta með Icy-hópnum um helgina. En fyrsta og eina plata Drýsils kom út árið '85 og er það platan Welcome to the show. Hún var með fyrstu alvöru þungarokks- grúppum á íslandi og algjör brautryðjandi. Tónleikamir verða 27. júní en miðasala hefst víðs vegar um land 22. maí. Tónleik- arnir verða í Kaplakrika og er tak- markaður miðafjöldi. Miðaverð er kr. 4.500. GRUÍIDIG Grundig T555211 21" SJÓNVARP meðfi " RCA tengi að framan, TILBOÐ 14.995 GILDIR AÐEINS I DAG Whirlpóol TILBOÐ 39.995 (rh Heimilistæki Kynntu þér málin I verslun okkar eða á vefsvæðinu www.ht.is v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.