Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 33
DV Menning MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 33 Híbýlí í síðasta sinn Á fimmtudagskvöldið verður síðasta sýning á Híbýlum vindanna í Borgarleikhúsinu. Leikgerð Bjama Jónssonar er eftir rómaðri skáld- sögu Böðvars Guðmundssonar sem er hin fyrri af tveimur er segja frá ís- lendingum sem yfirgáfii ættjörðina á síðari hluta nítjándu aldar og leit- uöu að nýrri framtíð fyrir sig og sína vestanhafe. Ólafur Jensson Fíólín er fátækur bóndi og heimilið er bam- margt. Hann og Sæunn kona hans neyðast til að sundra fjölskyldunni þegar þau ákveða að freista gæf- unnar í nýja landinu. Hlbýii vindanna er leikrit um drauma, brostnar vonir og söknuð, en fjallar síðast en ekki síst um þrautseigju og fómir fólks í leit að nýjum samastað í tilverunni. Það er tuttugu manna leikhópur sem fer með fjölmörg hlutverk í sýningunni, en aðalhlutverkin em í höndum Bjöms Inga Hilmarssonar og Ködu Margrétar Þorgeirsdóttur. Þórhildur Þorleifedóttir er leikstjóri sýningarinnar. Verkiö var frumsýnt snemma árs og hefur gengið fýrir fuilum húsum ailar götur sfðan. Siglingin niður Rauðará. DV-mynd ©Sigfús Már Pétursson/Leikfélag Það er allt í loft upp í Bretlandi eftir ráðstefnu um helgina um falsanir og stolin listaverk. Fullyrt er að meirihlut- inn af antík sem til sölu er í Bretlandi sé annaðhvort þýfi eða feik. Ráðstefnan var haldin á vegum ráðgjafanefiidar um svindl sem sam- tök löggiltra endurskoðenda í Bret- landi settu á fót. Paul Craddock, sem starfar við breska Þjóðminjasafnið segir allar tilraunir stjórnvalda í Evrópu og Ameríku til þessa hafa reynst bitlausar r baráttunni við þetta vandamál velferðarríkjanna. Hann segir afar fátt ófalsaðra gripa vera á markaði; flest sem til sölu sé þýfi eða feik. Fullyrt er að breski markaðurinn einn velti um 500 milljónum punda. Lagt var hald á gripi í fyrra að verð- mæti um 22 milljónir punda. Þýfi vex jafnan á ófriðartímum. Nýafstaðnar eru deilur við Rússa vegna herfangs þeirra úr síðari heimsstyrjöld sem loksins var skráð og viðurkennt. Ófriður í Indókína leiddi til flóðs af fomgripum þaðan og sama sagan endurtók sig í írak fyrir tveimur árum. Uppboðshús segjast vera að herða reglur srnar og liggja undir stöðugu eftirliti banka og stofiiana á borð við Art Loss Register í London þar sem skráðir em 160 þúsund gripir sem em þýfi á markaði. Ráð sérfræðinga em að enginn skuli kaupa neitt fyrr en feriisskrá liggi fyrir. Það er sama sagan hér. Ferils- skrár málverka em eftir fölsunarmál- ið jafn mikilvægt gagn á okkar litla markaði og verkin sjálf, vilji menn vera vissir um upprunaleika verksins. Reyndar virðast fréttir af þessum mái- um erlendis benda til að íslenskir dómstólar séu vel úr takt við um- heiminn ef marka má dóma í fölsun- armálinu. En stöðugt berast fféttir af horfii- um listaverkum. Nýlega var fjallað um hvarf tuga verka eftir ítalska mál- arann Burri. Frægt er mál Munch- myndanna sem hurfu í vitna viðurvist i Osló. Hér á landi em stuldir á mál- verkum fátíðir. Þó er haft í minnum hve stór hluti af málverkasafni Stúd- entagarðanna hvarf á áttunda ára- tugnum af veggjum Gamla Garðs og Nýja Garðs. Þetta málverk eftir Svavar Guðna- son er nú á uppboði hjá Lauritz í Kaupmannahöfn. Dönsku uppboðs- húsin hafa vísað frá öllum ásökun- um að megla með þýfi og falsanir. Mynd Svavars ber að vísu sterk merki þess að vera frá timabilinu um 80-81 til dæmis langa málverks- ins í KBbanka við Hlemm en fylgir henni örugg og prófuð ferilsskrá? Ljósmyndasýning verður þriðja sumarið úti við í Kvosinni RAX á Austurvelli Tilkynnt var í gær að í sumar verði ljósmyndasýning á Austurvelli og er það í þriðja sinn sem efnt er til sýningarhalds á þessum græna bletti í Kvosinni. Að þessu sinni set- ur Edda-útgáfa upp sýningu á ljós- myndum Ragnars Axelssonar úr bókinni Andlit norðursins sem kom út um síðustu jól. Sýningin verður opnuð 24. júní og henni lýkur 1. september. Sýningin er í samstarfi við Höfuðborgarstofu, Pennann-Ey- mundsson og KB banka sem er aðal- kostunaraðili. Höfuðborgarstofa auglýsti í vor eftir umsóknum um not af ljós- myndastöndum í eigu Reykjavíkur- borgar sem notaðir hafa verið tvisvar sinnum áður. f fyrra skiptið þegar sýning Yanns Bertrand-Arth- us, Jörðin séð frá himni var sett upp og í fyrra þegar sýningin íslendingar með myndum Sigurgeirs Sigurjóns- sonar og texta Unnar Jökulsdóttur varsettupp. Hefur þessi nýbreymi mælst vel fyrir þótt skemmdarverk hafi verið unnin á myndunum sem uppi eru. SýningarhaJd af þessu tagi er afar kostnaðarsamt, einkum í gerð eftir- rita af myndunum og endurnýjun þeirra sem skemmdar eru. Þúsundir borgarbúa og gesta þeirra spranga um völlinn yfir sumarið og ætti þessi siður að verða fastur liður í sumarh'fi borgarinnar. Þar fengju íslenskir ljósmyndarar verðugan aðgang að almenningi, fáist einhver til að leggja til við kópíugerðina. Myndirnar í Andliti norðursins eru teknar víðsvegar um ísland og Færeyjar og á Grænlandi. Þær eru túlkun hans á h'fi fólks í þessum þremur löndum þar sem miklar þjóðfélagsbreytingar hafa leitt til þess að hefðbundnir h'fshættir og atvinnuvegir eiga í vök að verjast. Síðustu útisýningu sína hélt Rax suður á Söndum f tilefni af útgáfu bókarinnar. Nú sýnir hann á Austurvelli og Mál og menning er nærri rétt eins og þá. Það er Sig- urður Svavarson framkvæmdastjóri sem er til hægri. DV-mynd <S>Morgunblaöið/Einar Falur Út skaltu á fjöll Hinn kunni útvarpsmaður og þölmiðlung- ur, Páll Ásgeir Ásgeirsson, hefur um ára- bil ferðast um ísland og nú tekið saman litla en þétta handbók fyrir þá sem vilja leggja á fjöll og fimindi. Bókina kallar hann Útivistarbók- inaogþar þjappar hann saman á skýran hátt gagniegum upplýsingum fyrir gönguhrólfa. Nógu hefitr PáÚ að miöla göngufúsum af dýrmætri reynslu sinni. Hér segir hann af fatnaði, nauðsynlegum búnaði og nesti fyrir fiölskylduna; þali- göngum, fjöruferðum, fugla- skoðun, berjaferðum og bað- stöðum náttúrunnar. Þá er farið í siðfræði tjaldbúðalífs, hvað ekki má, og rakinn er réttur okkar til að nálgast náttúruna. Síðast en ekki síst er að finna í bókinni vandaðar lýsingar á spennandi gönguleiðum í ná- grenni Reykjavíkur. Útivistarbókin er 170 bls., öll litprentuð með fjölda ljós- mynda og korta. Jón Ásgeir hannaði bók og kápu. Það er JPV sem gefur út. Leiðbeinandi verð er 1990 kr. Kórinn um jólin með Möggu Stínu. Hún fer ekki með vestur um haf. vesturfarar Krakkamir í Grafarvoginum reka kór og æda að hleypa heimdraganum í sumar. Stefn- an er sett vestur um haf og nú em þau að safria sér í ferðasjóð. Þau verða með tónleika í Graf- arvogskirkju á sunnudag kl. 16 og kostar fimmhundmð krónur inn. Kaffisala í hiénu skilar þeim óskiptu og nú er að styrkja sitt lið. Unglingakórinn er í vináttu- sambandi við bandarfskan drengjakór Land ofLakes Choirboys frá Elk River í Minnesota. Drengjakórinn hef- ur tvívegis komið í heimsókn í Grafarvoginn og haldið tónleika í Grafarvogskirkju nú síðast fyr- ir réttu ári. Ferðin vestur verður löng og ströng. Krakkamir munu end- inrgjalda heimsókn Drengja- kórsins og haida ásamt honum þrenna tónleika í nágrenni Elk River í Minnesota og syngja við messu f Central Lutheran Church í Elk River. f Kanada heldur kórinn tón- leika í Winnipeg og Gimli og mun syngja við messu í Árborg. Einnig rnirn hann heimsækja eiliheimiii og gleðja eldra fólkið með felenskri tónlist. Á efnis- skrá kórsins er að finna nær eingöngu íslenska tónlist og er verkefrúö kallaö íslensk tónlist vestur um haf. Stjómendur á tónleikunum á sunnudag em þau Hörður Bragason og Odd- ný Jóna Þorsteinsdóttir en með kómum leika Birgir Bragason og Hjörleifur Valsson. Þá munu þær Svava Kristín Ingólfsdóttir og Amfríður Ösp Karlsdóttir syngja einsöng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.