Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Blaðsíða 40
Préitíijkot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jiafnleyndar er gætt. *-* Q r* f) r SKAFTAHLÍÐ 24,10S REYKJAVÍK [ STOFNAÐ1910 ] SÍMISSOSOOQ 690710"111117 • Undirbúningur fyrir tökur á banda- rísku stórmyndinni Flags Of Our Fathers er í fullum gangi þessa dagana og þykir líklegt að Is- land verði einn tökustaða. Clint Eastwood leik- stýrir og meðframleiðandi hans er Steven Spielberg. Kvikmynda- gerðamenn frá Malpaso Prod- uctions, fyrirtæki Eastwood, komu hingað til lands til að skoða aðstæður en fyrir tökurnar vantar auðar, svartar sand- strendur. Þar verða teknar inn- rásarsenur með bátum, spreng- ingum og bókstaflega öllu tengdu stríði. íslensk kvik- myndafyrirtæki verjast fregna af tökunum, enda má búast við því að barist verði um hituna... Fara bændurnir í hundana? Karl Frímannsson„7e/ ekki að samþykktin hafi úrslitaáhrifen úrræðin eru fyrir hendi." Sveitarstjóm F.yjafjarðarsveitar virðist ætía að skera upp herör gegn lausagangi hunda í sveitínni. Sveitar- stjómin gaf út samþykkt á síðasta ári þar sem ferðafrelsi ferfætlinganna í sveitinni er skert verulega. Hundur má til að mynda aldrei ganga laus á almannafæri og þarf að vera ör- merktur þannig að hægt sé að bera kennsl á skepnuna með óyggjandi hætti. Eftirlitsmaður í sveitinni má leita aðstoðar lögreglu ef þörf krefur og yfirvöld mega aflífa dýrið að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Leitað var álits sveitarstjórans, Bjarna Kristjánssonar, en hann vildi ekkert tjá sig um málið. Bóndi sem DV tahði við, vildi ekki láta nafns síns getið vegna hættu á að valda innansveitarerjum. Hann sagði þó að sér þætti einkennilegt að setja svo stífar reglur um hundahald í sveit jafn dreifbýlli og Eyjafirði. Það hlytu að teljast einkennilegir búsiðir að ist þá. Þá em úrræðin fyrir hendi,“ sagði Karl. Gangnamenn Gangnamenn hafa alltaf notast við hunda og hundar eru á flestum bæjum. hafa hund sinn bundinn á hlaði. Annar bóndi, Jón Jónsson að Stekkjar- flötum, hafði þetta að segja: „Þessar reglur em nú fýrst og fremst settar til þess að hafa úrræði ef eitt- hvað kemur uppá með dýrin. Eyjarfjarðarsveitin er blönduð byggð og við þurfum að geta tekist á við mál sem koma upp. Við höfum nú ekkert verið að eltast við menn og gá hvort hundar séu tjóðraðir í hlaði, enda það ekki hug- myndin sem liggur að baki. Það er erfitt að setja reglur sem ná aðeins yfir hluta sveitarinnar, og þannig ákváðum við að fara þessa leið.“ Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla taldi ekki að sam- þykktin hefði afgerandi áhrif í sveit- inni. „Hundar hafa endmm og sinnum sótt hér inn á skólalóðina og það hefur bmgðið við að börn hræð- Bœndur æfir í EyjaMI Hóla að allffa huada a laiisagingi Kanadabúar búast við Markúsi I Sendiherra og kandídat Guðmundur Eiríksson þykir einkar glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar og Markús Örn er vissulega þéttur á velli. Samkvæmt heimildum DV stefn- ir nú allt í að Markús Örn Antonsson núverandi útvarpsstjóri verði gerður að sendiherra í Kanada. Mun Guð- mundur Eiríksson sendiherra þar vera að hugsa sér til hreyfings en hann komst í fréttir í vetur þegar The National Post staðhæfði að náið samband væri milli hans og Adrienne Clarkson landsstjóra í Kanada. Guðmundur hafn- aði því í samtali við DV og sagði Post hafa lagt land- stjórann í einelti um langt skeið og þetta væri liður í því. í blaðinu var Guðmund- ur, sem þykir einkar heillandi og standa sig með afbrigðum vel í samkvæmislífinu, kallaður „The silver-haired, silver tonged Eiriks- son“. Hvort Markús örn Antonsson nái að rísa undir því að vera svo glæstur fulltrúi lands og þjóðar er svo spurn- ing. Guðmundur var í gær staddur á ráðstefnu í Noregi og náðist ekki í hann til að fá þetta staðfest. Þá svör- uðu hvorki Davíð Oddsson utanrík- isráðherra né Markús skila- boðum. Sýningu seinkað til að styggja ekki ráðamenn „Við frestum sýn- ingunni til að hún rekist ekki á við há- tíðahöldin," segir Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri Eddu útgáfu, en í gær var ljósmyndasýningin Andlit norðursins kynnt á Austurvelli. Þar verða sýndar þrjátíu ljósmyndir úr samnefiidri bók ljósmyndarans Ragnars Axelssonar á steypustöplunum sem hafa verið á Austurvelli undanfarin tvö ár. Ráðamenn fettu fingur út í ljós- myndasýning- RAX og bakhjarlarnir Undirbúa Andlit norðursins fyrir Jónsmessu. á hátíðahöldin. Davíð Oddsson, þá- verandi forsætisráðherra, kom þeim skOaboðum áleiðis að hann væri ekki ánægður með uppsetninguna og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, skrifaði bréf til Þórólfs Ámasonar, þá- verandi borgarstjóra, og krafðist fundar með honum vegna málsins. Það var annað ár slíkrar sýningar en sumarið áður stóð sýning Yann Arth- us-Bertrand, Jörðin séð frá himni, at- hugasemdalaust á vellinum frá mán- aðamótum maí og júm'. Nú er komið til móts við ráða- menn og verða Andlit norðursins því opnuð 24. júní, á Jónsmessu. www.markisur.com Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar VILTU SKJÓL Á VERONDINA? MARKISUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.