Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 Fréttir DV Stórverslun Egilsstaða Brátt munu Egilsstaða- búar eignast stórverslun en Kaupfélag Héraðsbúa og Húsasmiðjan hafa náð samkomulagi um að sam- eina rekstur beggja félag- anna á sviði byggingarvara undir merki þess síðar- nefnda. í tengslum við sameininguna hafa félögin náð samkomulagi um byggingu nýrrar og stór- glæsilegrar verslunar sem mun hýsa hinn sameinaða byggingavörurekstur í 2.500 fermetra húsi í nýja mið- bænum á Egilsstöðum. Nýtt útibú Fiskistofu í Eyjum Netmiðillinn eyjar.net fullyrð- ir að ákveðið hafi verið að Hlynur Sigmars- son, bankamaður í Vest- mannaeyjum, verði ráðinn forstöðumaður útibús Fiski- stofu í bænum. I frétt mið- ilsins segir að Hlynur geti ekki staðfest að hann hafi fengið starfið en hann játar að hafa farið í viðtal vegna þess. Gert er ráð fyrir að nýtt útibú Fiskistofu opni á næstu dögum í Vestmanna- eyjum og er því ekki langt að bíða að formleg tilkynn- ing um nýja útibússtjórann berist fjölmiðlum ffá aðal- stöðvunum í Reykjavík. Aðalsteina Lára Aðalsteinsdóttir segir íhlutun fyrirtækisins ESS í einkahagi starfs- manna afar óeðlilega en dregin eru af handahófi nöfn úr potti og svo eru viðkomandi sendir í áfengismælingu. ESS er norskt fyrirtæki sem sér um uppihald á starfsmönn- um við Kárahnjúkavirkjun og hefur áður verið óánægja í garð fyrirtækisins vegna súpu sem starfsmenn fengu á hverjum degi í marga mánuði. Kárahnjúkar /W/Ar/'/ óánægja er með íhlut- un fyrirtækisins BSSI einkahagi fólks. Flótti frá Selfossi Mjólkurbúið á Selfossi virðist um þessar mundir vera að flytja allt sitt haf- urtask úr bænum. Sölu- deild mjólkurbúsins á Sel- fossi flyst til Reykjavíkur frá næstu áramótum en við hana starfa tveir menn. Þá hefur rjómaostagerð mjólk- urbúsins verið flutt á Blönduós en þar störfuðu fjórir starfsmenn. Guð- brandur Sigurðsson for- stjóri MS segir í samtali við Sunnlenska að þessar til- færslur séu þó minni en þær færslur starfa sem orð- ið hafa með tilflutningi skrifstofuverkefna frá Reykjavík á Selfoss. Landsíminn „Það eralltafgott llfá Stykkis- hólmi, “ segir Sesselja Páls- dóttlr á Stykkishólmi, sem á dögurt- um var_________________ kosin Hólmari ársins.„Þaö eralltaf nóg um að vera hérna. Að minnsta kosti erþað núna, það er bæði gott menningar lífog nóg vinna en það er fyrir mestu. Það var verið að frum- sýna leikrit hér í gær en ég ætla að sjá það. Það eru ung- lingarnirsem koma mest við sögu lþvi.“ „Þeir draga nöfn af handahófi líkt og um bingó væri að ræða,“ segir Aðalsteina Lára Aðalsteinsdóttir, sem var starfsmaður í þvottahúsinu í ESS-búðunum á Reyðarfirði sem sjá um mat og uppihald starfsmsnns Kárahnjúkavirkjunarinnar. Að sögn Aðal- steinu eru nöfn dregin af handahófi úr potti og þurfa viðkom- andi einstaklingar þá að fara í áfengismælingu í kjölfarið. „Yfirmennimir fylgjast óeðlilega mikið með starfsfólkinu," segir Aðal- steina sem er afar ósátt við strangar reglur ESS. Aðalsteina segir það fá- ránlegt að fyrirtækið skuli vera að skipta sér af því hvort starfsmenn hafi fengið sér bjór kvöldið áður eða ekki. Aðalsteinu finnst afar undar- legt að einstaklingurinn þurfi að kasta frelsi sínu og einkahögum frá sér þegar hann byrjar að vinna hjá fyrirtæki. Ávítt fyrir að blanda geði „Ég sagði upp ásamt yfirmanni þvottahússins," segir Aðalsteina en verkstjóri þvottahússins sagði upp vegna þess að yfirmenn fyrirtækis- „Þetta er ekki spurn- ing um starf heldur frelsið til að drekka bjór á kvöldin." ins skömmuðu hann fyrir að bjóða þremur stúlkum sem unnu í þvotta- húsinu í kaffi. Yfirmönnunum fannst ekki við hæfi að sögn Aðal- steinu að verkstjórar og undirmenn blönduðu geði fýrir utan vinnustað- inn. Verkalýðsfélagið bitlaust „Við leituðum til verkalýðsfélags- ins en þeir vildu ekkert gera fyrir okkur," segir Aðalsteina sem reyndi að sækja rétt sinn eftir hefð- bundnum leiðum. Að sögn Aðalsteinu gat Verkalýðsfélagið ekki gert mikið en fyrirtækið bauð henni starf aftur sem hún þáði ekki. „Þetta er ekki spuming um starf heldur frelsið til að drekka bjór á kvöldin," segir Aðalsteina. Almenn óánægja Að sögn Aðafsteinu er af- menn óánægja með íhlutun fyrirtækisins í einkahagi fólks. Ekki er langt síðan upp kom máf þar sem verkamaður kvartaði undan einhæfri matargerð en súpa var í ölf mál í marga mánuði þar til hlustað var á kvartanir starfsmanna. Þá var boðið upp á aðra teg- und af mat annan hvem dag. Að sögn verkamannsins kost- aði súpan þúsund krónur en farið var eftir norskri fyrir- mynd í matargerð. Ekki náðist í Idar Hopland, talsmann fyrir- tækisins, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. valur@dv.is Kæröum flkniefnabrotum fækkar í Árnessýslu Aflífun á fíkniefnahundi talin ástæða Fíkniefnabrotum hjá lögregl- unni í Árnessýslu hefur fækkað í ár miðað við fyrri ár. í janúar og febrúar á árinu 2003 voru þau 10, 13 á sama tíma árið 2004, 15 árið 2005 en 8 í ár. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar, ein er hugs- anlega sú að aflífa þurfti fíkni- efnahund sem verið hafði við embættið eftir að alvarleg hjarta- bilun greindist í honum. I frétt um málið á vefsíðu lög- reglunnar segir að hugmyndir séu innan embættisins um að fá tvo fíkniefnahunda en ljóst er að mik- ill kostur væri að hafa tvo menn á sinn á hvorri vaktinni með hund tiltækan og jafnframt hefðu þeir stuðning hvor af öðrum við þjálf- un og æfingar. Slíkir hundar eru nú sérvaldir og forþjálfaðir í Nor- egi fyrir milligöngu Ríkislögreglu- stjóra og er verið áðkánri^ mögu- leika á fjáririögnun slíkrá kaupa en reikna má með að hver hundur „starfa" hér. Auk þessa er ljóst að stór fíkniefnarannsókn á máli sem kom upp seint á síðasta ári hefur dregið úr möguleikum til eftirlits enda rannsókn þess yfirgripsmikil og tímafrek. Bassi Fíkniefnahund- ar á borð við Bassa eru orðnir ómissandi í störfum lögreglunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.